Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 4
4 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ranglega sagður Ólafsson í frétt um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands í gær. LEIÐRÉTTING LÖGREGLUMÁL Mikið er um stöðu- brot í Reykjavík og um síðustu helgi hafði lögreglan afskipti af hátt í fimm hundruð ökutækjum vegna þessa. Sektin vegna slíks brots er nú 5.000 krónur og renn- ur gjaldið í Bílastæðasjóð. Þetta þýðir að vel á þriðju milljón króna hefur bæst í kassa sjóðsins um helgina. Auk þess sem fólk lagði ólög- lega um allar trissur bar sömu- leiðis nokkuð á því að fullfrískir einstaklingar nýttu sér stæði sem eru sérmerkt fötluðum. Fullorðin fötluð kona á miðborgarsvæðinu þurfti að hringja tvisvar í lögregl- una um helgina, þar sem ófor- skammaðir bílstjórar höfðu lagt í merkt einkastæði hennar. - jss Stöðubrot kostuðu sitt: Sektir fyrir á þriðju milljón DÓMSMÁL Skaðabótamáli slita- stjórnar Glitnis á hendur svo- kallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og endur- skoðunarfyrirtækinu Pricewater- houseCoopers var vísað frá dómi í New York í gær. Niðurstaða dóm- ara var sú að þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki ætti málið heima fyrir íslenskum dómstólum. Slitastjórnin stefndi sjömenning- unum til að endurgreiða tvo millj- arða dala, jafnvirði 230 milljarða króna, sem þeir eru sagðir hafa sogið út úr Glitni í flóknu samsæri gegn hluthöfum bankans. Dómari hlýddi á málflutning um frávísunarkröfu sjömenninganna í gær og kvað svo upp úrskurð fjörutíu mínútum síðar. Hann féllst á frávísunina með tveimur fyrirvörum: Annars vegar þurfa sjömenningarnir að lýsa því yfir skriflega að íslenskir dóm- stólar hafi lögsögu í mál- inu, þótt sumir þeirra hafi ekki lögheimili hérlendis, og hins vegar þurfa þeir að fallast á það að eign- ir þeirra í útlöndum verði aðfararhæfar ef þeir tapa á endanum málinu. Steinunn Guðbjarts- dóttir, formaður slita- stjórnarinnar, segir úrskurð dómstóls- ins ekki vera áfall. „Ég mundi ekki taka svo sterkt til orða. Þetta eru viss vonbrigði en málinu er hvergi nærri lokið og þetta er enginn efnisdómur yfir því sem stefnan fjallar um,“ segir hún. Spurð hvort slitastjórnin geti farið með málið fyrir íslenska dómstóla í ljósi þess að hún hafi hingað til ekki viljað fallast á að þeir réðu við mál af þessari stærðargráðu segir Steinunn: „Við höfum í sjálfu sér ekki haldið því fram. Við höfum haldið því fram að málið ætti heima í Bandaríkjun- um og það byggðist á ráðgjöf okkar lögmanna. Niðurstaða dómsins var önnur og við virðum það.“ Málarekstur fyrir dómstólum í Bandaríkjunum er mjög dýr en Steinunn segir kostn- að slitastjórnarinnar ekki unninn fyrir gýg. Sú vinna sem farið hafi fram ytra muni nýtast við málsóknina, hvar sem hún fari fram. Hún vill þó ekki gefa upp hversu miklu slitastjórnin hafi varið í málið. Spurð hvort hún telji slitastjórnina hafa áframhaldandi stuðn- ing kröfuhafa fyrir málarekstrinum seg- ist hún ekki hafa áhyggjur af því. stigur@frettabladid.is Málið á heima á Íslandi Dómari í New York vísar 230 milljarða skaðabótamáli á hendur sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs frá dómi með fyrirvörum. Vonbrigði en ekki áfall, segir formaður slitastjórnar Glitnis. Málinu sé hvergi nærri lokið. STEINUNN GUÐBJARTS- DÓTTIR PÁLMI HARALDSSON HANNES SMÁRASON LÁRUS WELDING JÓN SIGURÐSSON ÞORSTEINN M. JÓNSSON INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 1° -1° 1° -2° -6° -3° -3° 24° 4° 9° -1° 14° -3° 2° 11° -4°Á MORGUN 5-10 m/s víða en 10-20 m/s A-til. FÖSTUDAGUR 10-20 m/s um allt land. 4 2 -1 1 -2 -1 -2 6 4 7 -6 9 11 10 9 8 11 9 10 9 9 8 1 -5 -7 -7 -6 -1 -5 -6 -4 -2 BREYTINGAR Næstu dagar verða vindasamir, einkum við austurströnd- ina. Það kólnar snögglega í dag og síðdegis ætti hitastigið að vera komið niður undir frostmark víðast hvar. Á föstudaginn spáir hvassviðri eða stormi N- og A-til ásamt snjókomu og þá spillist færð. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður „Ég er mjög ánægður en um leið mjög leiður yfir því að hafa þurft að ganga í gegnum þetta síðan í maí,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem slitastjórnin fullyrðir að sé höfuðpaurinn í sjömenningaklíkunni sem sögð er hafa mergsogið hundruð milljarða út úr Glitni. Jón Ásgeir bendir á að málsóknin hafi haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir þá sem hún beinist gegn, til dæmis hafi hann sjálfur þurft að hætta í stjórnum félaga í Bretlandi. Frávísun dómstólsins í New York er bundin þeim skilyrðum að stefndu viður- kenni að íslenskir dómstólar hafi lögsögu í málinu, jafnvel þótt sumir þeirra séu ekki búsettir á Íslandi, og að þeir fallist á að eignir þeirra alls staðar í heiminum séu aðfararhæfar ef þeir tapi málinu hér heima. „Það er ekkert vandamál,“ segir Jón Ásgeir. „Hins vegar sé ég ekki að skilanefndin geti farið með málið fyrir íslenska dómstóla, búin að lýsa því ítrekað yfir að þeir séu ekki hæfir til að taka á málinu. Að auki hafa íslenskir lögspekingar tjáð mér að stefnan sem sett var fram í Bandaríkjunum sé ekki dómtæk á Íslandi.“ Jón Ásgeir segist ekki sjá hvernig slitastjórninni sé sætt „eftir þessi ósköp“. „Þau eru búin að eyða vel á þriðja milljarð í þetta mál og ég trúi ekki að kröfuhafar muni sætta sig við það. Þau lögðu allt undir í þessu og töpuðu og þau hljóta að taka pokann sinn.“ Jón Ásgeir segir að málareksturinn hafi verið sjömenningunum dýr. „Þetta hefur kostað okkur hjónin vel á þriðja hundrað milljónir, plús auðvitað óþægindi sem verða ekki metin til fjár.“ Spurður hvort hann hyggist reyna að sækja það fé aftur ef málið endar á þennan veg jánkar hann því. „Ég held að það séu allir á þeim buxunum að þeir muni sækja sitt tjón.“ Slitastjórnin segi af sér og bæti tjónið BANDARÍKIN Bandaríski diplóm- atinn Richard Holbrooke lést á sjúkrahúsi í Washington í gær eftir skurðaðgerð til að lagfæra rifna ósæð. Holbrooke þjónaði öllum forsetum Demókrataflokks- ins frá og með Kennedy en varð heimskunnur sem sáttasemjari árið 1995 þegar undirritað var Dayton-samkomulagið sem batt enda á Bosníustríðið. Í fyrra gerð- ist hann sérstakur sendifulltrúi í Afganistan og Pakistan. Barack Obama Bandaríkjafor- seti lýsti hryggð sinni yfir and- láti Holbrookes og sagði hann hafa verið „risa í utanríkisstefnu Bandaríkjanna“. - mt Höfundur Dayton-samnings: Richard Hol- brooke látinn ÍTALÍA, AP Óeirðir brutust út fyrir utan þinghúsið í Róm eftir að báðar deild- ir ítalska þingsins höfðu samþykkt traustsyfirlýsingu á Silvio Berlusconi for- sætisráðherra og ríkisstjórn hans. Mótmælendur kveiktu í bifreiðum, brutu rúður og börðust við lögreglu, sem beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Inni í þinghúsinu var spennan einnig mikil þegar traustsyfirlýsingin var borin undir atkvæðagreiðslu, fyrst í öldunga- deild þar sem hún var samþykkt með traustum meirihluta og síðan í fulltrúa- deildinni þar sem aðeins munaði þremur atkvæðum. Niðurstaðan er sigur fyrir Berlusconi en áfall fyrir Gianfranco Fini, leiðtoga Framtíðar- og frelsisflokksins. Fini var áður bandamaður Berlusconis en reynir nú að taka við af honum sem helsti leiðtogi hægrimanna á Ítalíu. Meirihluti Berlusconis á þinginu er engu að síður ótraustur. Nokkrir flokksfé- laga Finis snerust á síðustu stundu á sveif með Berlusconi í gær og tryggðu tillög- unni þar með þingmeirihluta. Fini segir það munu koma í ljós á næstu vikum hvort Berlusconi takist að tryggja sér meirihluta áfram. - gb Ítalska þingið lýsti yfir trausti á forsætisráðherra á sama tíma og óeirðir brutust út: Berlusconi slapp með skrekkinn í bili ÓEIRÐIR Á ÍTALÍU Við þinghúsið í Róm tókust mótmælendur á við lögreglu. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 14.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,812 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,86 114,4 180,46 181,34 153,15 154,01 20,543 20,663 19,35 19,464 16,756 16,854 1,3711 1,3791 176,21 177,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.