Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 6
6 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri vill að borgin skori á utanríkis- ráðuneytið og flugmálayfirvöld að banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll nema þegar hann þjónar hlutverki sem vara- flugvöllur. Jón lagði fram tillögu þess efnis á fundi ráðsins í síð- ustu viku. Afgreiðslu hennar var frestað. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar búi að aldar- gamalli friðarhefð, þjóðin sé her- laus og vilji leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði í heiminum. Þar segir jafnframt að sam- kvæmt upplýsingum frá Isavia hafi ellefu skilgreindar herflug- vélar lent á Reykjavíkurflugvelli á þessu ári. Þær hafi verið 28 á síðasta ári. „Fram hefur komið að flugmála- yfirvöld skorti heimild til að afla upplýsinga um farm herflugvél- anna í styttri stoppum. Þau hafa því ekki upplýsingar um hvort vél- arnar beri hættuleg vopn, sprengi- efni eða kjarnavopn til lands- ins svo dæmi séu nefnd,“ segir í greinargerðinni. Þar er athygli jafnframt vakin á því að breska herstjórnin hafi ekki leitað leyfis borgaryfirvalda áður en hún hóf vinnu við flugvallar- svæðið árið 1940. Þáverandi borg- arstjóri, Bjarni Benediktsson, hafi lýst áhyggjum af því að flugvöllur í bænum kynni að auka hættuna á að hann yrði fyrir hernaðarárás, ekki síst ef hann væri beinlínis ætlaður fyrir herflugvélar. „Friðsöm og ábyrg borgar- yfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli,“ segir borgarstjóri. - sh Þrjátíu og níu herflugvélar hafa lent á Reykjavíkurflugvelli undanfarin tvö ár og borgarstjóri er óánægður: Herflugvélar hætti að lenda í Reykjavík JÓN GNARR Vill banna umferð herflug- véla um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneyt- anna. SVEINN ARASON RÍKISENDURSKOÐANDI STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuld- bindandi samningum ráðuneyt- anna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samn- inga sem útlistaðir eru í fjárlaga- frumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamn- ingi mennta- og menningarmála- ráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Nið- urstöður Ríkis- endurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skól- ans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkis- endur skoðun eftir öllum samn- ingum hins opinbera við með- ferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar frétta- flutnings af málefnum meðferðar- heimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagn- vart þessum samningum innan ráðuneytanna,“ segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samning- um frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana.“ Mennta- og menningarmála- ráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á fram- kvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastlið- inn og var skýrsla birt um úttekt- ina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendur- skoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmál- ið gerði,“ segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning.“ sunna@frettabladid.is KJÖRKASSINN Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum núgildandi þjónustusamningum sem ráðuneytin tólf hafa gert. Kostnaður fyrir árið 2010 er rúmir 44 milljarðar. Endurskoðunin er gerð í kjölfar úttektar á Hraðbraut ehf. og Árbót. SVEINN ARASON Skuldbindandi samningar ráðuneytanna Ráðuneyti Fjöldi samninga Kostnaður – hlutfall heildargjalda Forsætisráðuneyti 1 28 m.kr. 3% Mennta- og menningarmálar. 43* 12.925,4 m.kr. 18,8% Utanríkisráðuneytið 12 537 m.kr. 6,2% Sjávarútvegs- og landbúnaðarr. 4 10.634 m.kr. 53,9% Dómsmála- og mannréttindar. 5 1.858 m.kr. 7,1% Félags- og tryggingamálar. 28 4.073 m.kr. 0,2% Heilbrigðisráðuneytið 22 8.777 m.kr. 8,4% Fjármálaráðuneytið 4 1.319 m.kr. 2,3% Samgöngu- og sveitarstjórnarr. 11 4.474,3 m.kr. 10,3% Iðnaðarráðuneytið 8 428,3 m.kr. 7,1% Efnahags- og viðskiptar. 0 0 kr. Umhverfisráðuneytið 2 57,6 m.kr. - 57,6% Alls 141 44.211,6 m.kr. Listinn er miðaður við alla þá samninga sem eru nú í gildi á milli ráðuneytanna og ýmissa aðila og Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir hjá ráðuneytunum til endurskoðunar. * Mennta- og menningarmálaráðuneytið útlistar einnig „ýmsa minni samninga“. Heimild: Frumvarp til fjárlaga 2011. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fertugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna smygls á tæplega þrjú hundruð grömmum af kókaíni var látinn laus í fyrradag, þegar gæsluvarðhald hans rann út. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð fyrr í mán- uðinum ásamt eiginkonu sinni og fundust fíkniefnin í farangri þeirra. Hjónin sem um ræðir voru að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Þau eru búsett í Reykjavík og hafa aldrei komið við sögu lögreglu áður. Kókaínið fannst við hefðbundna leit tollgæslu í Leifsstöð. Konunni var sleppt eftir yfirheyrslur en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember. Skömmu síðar handtók lögreglan á Suðurnesjum karlmann á þrítugsaldri í tengslum við rannsókn málsins. Hann er einnig búsettur í Reykjavík og hefur margoft komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnamála. Síðastnefndi maðurinn var yfirheyrður hjá lög- reglu en ákvörðun var tekin um að láta hann lausan að því loknu. Rannsókn málsins er á lokastigi samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. - jss Hjón sem tekin voru í Leifsstöð með um 300 grömm af kókaíni: Eiginmaðurinn látinn laus KÓKAÍN Tollgæslan fann um 300 grömm af kókaíni hjá fólkinu. Einstök unglingasaga Óli er í 10. bekk. Skyndilega breytist allt og hann þarf að glíma við óvæntar aðstæður og tilfinningar. Þórð Helgason þekkja allir af frábærum skáldskap og barna- og unglingabókum. tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR Styður þú bann við búrkum (höfuðklæðum íslamskra kvenna) á Íslandi? Já 81,8% Nei 18,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú skráð(ur) í stjórnmála- flokk? Segðu þína skoðun á Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.