Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 6

Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 6
6 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri vill að borgin skori á utanríkis- ráðuneytið og flugmálayfirvöld að banna umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll nema þegar hann þjónar hlutverki sem vara- flugvöllur. Jón lagði fram tillögu þess efnis á fundi ráðsins í síð- ustu viku. Afgreiðslu hennar var frestað. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar búi að aldar- gamalli friðarhefð, þjóðin sé her- laus og vilji leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði í heiminum. Þar segir jafnframt að sam- kvæmt upplýsingum frá Isavia hafi ellefu skilgreindar herflug- vélar lent á Reykjavíkurflugvelli á þessu ári. Þær hafi verið 28 á síðasta ári. „Fram hefur komið að flugmála- yfirvöld skorti heimild til að afla upplýsinga um farm herflugvél- anna í styttri stoppum. Þau hafa því ekki upplýsingar um hvort vél- arnar beri hættuleg vopn, sprengi- efni eða kjarnavopn til lands- ins svo dæmi séu nefnd,“ segir í greinargerðinni. Þar er athygli jafnframt vakin á því að breska herstjórnin hafi ekki leitað leyfis borgaryfirvalda áður en hún hóf vinnu við flugvallar- svæðið árið 1940. Þáverandi borg- arstjóri, Bjarni Benediktsson, hafi lýst áhyggjum af því að flugvöllur í bænum kynni að auka hættuna á að hann yrði fyrir hernaðarárás, ekki síst ef hann væri beinlínis ætlaður fyrir herflugvélar. „Friðsöm og ábyrg borgar- yfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli,“ segir borgarstjóri. - sh Þrjátíu og níu herflugvélar hafa lent á Reykjavíkurflugvelli undanfarin tvö ár og borgarstjóri er óánægður: Herflugvélar hætti að lenda í Reykjavík JÓN GNARR Vill banna umferð herflug- véla um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneyt- anna. SVEINN ARASON RÍKISENDURSKOÐANDI STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuld- bindandi samningum ráðuneyt- anna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samn- inga sem útlistaðir eru í fjárlaga- frumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamn- ingi mennta- og menningarmála- ráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Nið- urstöður Ríkis- endurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skól- ans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkis- endur skoðun eftir öllum samn- ingum hins opinbera við með- ferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar frétta- flutnings af málefnum meðferðar- heimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagn- vart þessum samningum innan ráðuneytanna,“ segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samning- um frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana.“ Mennta- og menningarmála- ráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á fram- kvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastlið- inn og var skýrsla birt um úttekt- ina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendur- skoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmál- ið gerði,“ segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning.“ sunna@frettabladid.is KJÖRKASSINN Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum núgildandi þjónustusamningum sem ráðuneytin tólf hafa gert. Kostnaður fyrir árið 2010 er rúmir 44 milljarðar. Endurskoðunin er gerð í kjölfar úttektar á Hraðbraut ehf. og Árbót. SVEINN ARASON Skuldbindandi samningar ráðuneytanna Ráðuneyti Fjöldi samninga Kostnaður – hlutfall heildargjalda Forsætisráðuneyti 1 28 m.kr. 3% Mennta- og menningarmálar. 43* 12.925,4 m.kr. 18,8% Utanríkisráðuneytið 12 537 m.kr. 6,2% Sjávarútvegs- og landbúnaðarr. 4 10.634 m.kr. 53,9% Dómsmála- og mannréttindar. 5 1.858 m.kr. 7,1% Félags- og tryggingamálar. 28 4.073 m.kr. 0,2% Heilbrigðisráðuneytið 22 8.777 m.kr. 8,4% Fjármálaráðuneytið 4 1.319 m.kr. 2,3% Samgöngu- og sveitarstjórnarr. 11 4.474,3 m.kr. 10,3% Iðnaðarráðuneytið 8 428,3 m.kr. 7,1% Efnahags- og viðskiptar. 0 0 kr. Umhverfisráðuneytið 2 57,6 m.kr. - 57,6% Alls 141 44.211,6 m.kr. Listinn er miðaður við alla þá samninga sem eru nú í gildi á milli ráðuneytanna og ýmissa aðila og Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir hjá ráðuneytunum til endurskoðunar. * Mennta- og menningarmálaráðuneytið útlistar einnig „ýmsa minni samninga“. Heimild: Frumvarp til fjárlaga 2011. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fertugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna smygls á tæplega þrjú hundruð grömmum af kókaíni var látinn laus í fyrradag, þegar gæsluvarðhald hans rann út. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð fyrr í mán- uðinum ásamt eiginkonu sinni og fundust fíkniefnin í farangri þeirra. Hjónin sem um ræðir voru að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Þau eru búsett í Reykjavík og hafa aldrei komið við sögu lögreglu áður. Kókaínið fannst við hefðbundna leit tollgæslu í Leifsstöð. Konunni var sleppt eftir yfirheyrslur en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember. Skömmu síðar handtók lögreglan á Suðurnesjum karlmann á þrítugsaldri í tengslum við rannsókn málsins. Hann er einnig búsettur í Reykjavík og hefur margoft komið við sögu hjá lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnamála. Síðastnefndi maðurinn var yfirheyrður hjá lög- reglu en ákvörðun var tekin um að láta hann lausan að því loknu. Rannsókn málsins er á lokastigi samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. - jss Hjón sem tekin voru í Leifsstöð með um 300 grömm af kókaíni: Eiginmaðurinn látinn laus KÓKAÍN Tollgæslan fann um 300 grömm af kókaíni hjá fólkinu. Einstök unglingasaga Óli er í 10. bekk. Skyndilega breytist allt og hann þarf að glíma við óvæntar aðstæður og tilfinningar. Þórð Helgason þekkja allir af frábærum skáldskap og barna- og unglingabókum. tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR Styður þú bann við búrkum (höfuðklæðum íslamskra kvenna) á Íslandi? Já 81,8% Nei 18,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú skráð(ur) í stjórnmála- flokk? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.