Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 8

Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 8
8 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Ísland er í öðru sæti á lista rannsóknar- fyrirtækis tímaritsins The Economist, sem hefur raðað ríkjum jarðar eftir því hvar mest lýðræði ríkir. Ísland fær einkunnina 9,65 en Norðmenn tróna á toppnum með einkunnina 9,8. Ísland fær 10 í einkunn þegar kemur að kosninga- kerfinu, fjölræði og pólitískri menningu, 9,64 þegar litið er á stjórnkerfið og 8,89 með tilliti til stjórnmála- þátttöku. Borgaralegt frelsi fær hér einkunnina 9,71. Norðurlandaríki verma fjögur efstu sæti listans og Finnland er í því sjöunda. Norður-Kórea telst hins vegar mesta einræðisríkið. - sh 1. Hvaðan eru fjárfestarnir sem vilja kaupa verslanakeðjuna Iceland á jafnvirði um 270 milljarða króna? 2. Hver er landlæknir? 3. Hve stór hluti Árborgarbúa er talinn sækja vinnu á höfuð- borgarsvæðið? SVÖR 1. Barein. 2. Geir Gunnlaugsson. 3. Um fimmtungur, nærri 1.600 manns. Mesta og minnsta lýðræðið Mestu lýðræðisríkin Mestu einræðisríkin 1. Noregur 1. Norður-Kórea 2. Ísland 2. Tsjad 3. Danmörk 3. Túrkmenistan 4. Svíþjóð 4. Úsbekistan 5. Nýja-Sjáland 5. Búrma 6. Ástralía 6. Mið-Afríkulýðveldið 7. Finnland 7. Sádi-Arabía 8. Sviss 8. Miðbaugs-Gínea 9. Kanada 9. Íran 10. Holland 10. Líbía Norðurlöndin í sérflokki á nýjum lista The Economist um lýðræði í heiminum: Næstmest lýðræði á Íslandi ALÞINGI Fjórtán þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund til að leið- rétta ranga skráningu klukkunnar hér á landi. Í þingsályktunartillögu sem þingmennirnir leggja fram kemur fram að verði hún að lögum verði sólin hæst á lofti í Reykjavík um klukkan 12.30 á daginn, ekki klukkan 13.30 eins og nú sé. „Vegna þessarar tímaskekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru tilfinn- ingu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þannig sé í raun enn nótt á Íslandi þegar Íslendingar fari til vinnu klukkan átta eða hálf níu á morgnana miðað við núverandi skráningu klukkunnar. „Verði klukkunni seinkað um eina klukkustund verða morgnarn- ir hins vegar bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. Sólin rís oftar á undan fólkinu með til- heyrandi varma og birtu. Myrkum morgnum fækkar til muna.“ - bj Þverpólitísk samstaða þingmanna um að seinka klukkunni um klukkustund: Berjast saman fyrir bjartari morgnum SÓLARLAG Tillaga þingmannanna myndi færa landsmönnum bjartari morgna í skammdeginu, en um leið myndi sólin setjast fyrr á daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755Skelflettur Humar Humar Súr harðfiskur Ekta hvalur, vel súr og góður. 2000 kr.kg Að vestan hvalur Óbarinn Hin sígilda hnetusteik Hnetusteik (800 gr)...................................... Hnetusteik (500 gr)....................................... Villisveppasósa (400 ml)................................. Villisveppasósa (265 ml)................................. Jóla Chutney (265 ml)....................................... 2.500.- 1.700.- 490.- 290.- 390.- Ljúffeng og næringarrík jólamáltíð fyrir alvöru sælkera Athugið! Munið eftir að panta steikina tímanlega fyrir jól og áramót Hentugt í jólaboðið Inniheldur engar mjólkuafurðir, glúten né egg Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMHVERFISMÁL Umhverfisráðu- neytið hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um að veita ORF Líftækni hf. leyfi til úti- ræktunar á erfðabreyttu byggi. Umhverfisstofnun veitti leyfið í júní í fyrra en sjö aðilar kærðu ákvörðunina. Sex kærum var vísað frá en ráðuneytið tók til meðferðar kæru VOR (Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap). Ráðuneytið fékk umsagnir frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræði- stofnun Íslands og ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur. Fjórar meginástæður voru til grundvall- ar kærunni hjá VOR. VOR taldi að vísindalega rétt- lætingu fyrir sleppingu erfða- breyttra lífvera hefði skort og Umhverfisstofnun hefði átt að kanna betur hvaða vísindalegu gagna ætti að afla með henni. Ráðuneytið fellst ekki á að skortur á vísindalegri réttlæt- ingu geti talist ágalli við máls- meðferð Umhverfisstofnunar, þar sem hlutverk hennar sé að ganga úr skugga um að skilyrði laga séu uppfyllt. Samkvæmt lögunum er aðeins veitt leyfi til sleppingar á erfðabreyttum lífverum ef ekki er talin hætta á skaðsemi og það sé siðferðilega réttlætanlegt. Einnig taldi VOR að Umhverfis- stofnun hefði sýnt alvarlegt gáleysi með því að leggja að jöfnu erfða- breyttar lyfjaplöntur og fóður- og matvælaplöntur. Alvarlegir ágall- ar hefðu verið á málsmeðferðinni. Það tekur ráðuneytið ekki undir. Ákvörðunin hafi verið í samræmi við lög og reglur. Þá taldi VOR fjóra nefndarmenn í ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur hafa verið vanhæfa vegna tengsla starfa þeirra við ORF Líf- tækni hf. Ráðuneytið komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekk- ert hafi komið fram í málinu sem styðji þær ásakanir. Að lokum taldi VOR ákvörðun Umhverfisstofnunar ekki sam- rýmast grundvallarreglu um sjálf- bæra þróun eða varúðarreglu. Þá töldu samtökin að vanrækt hefði verið að meta efnahagsleg og sam- félagsleg áhrif ræktunarinnar sem og siðferðileg álitamál. Ráðu- neytið telur að við útgáfu leyfisins hafi farið fram fullnægjandi mat og ákvarðanataka verið málefna- leg og í samræmi við reglur. thorunn@frettabladid.is ORF leyft að rækta erfðabreytt bygg úti Umhverfisráðuneytið staðfesti þá ákvörðun Umhverfisstofnunar í gær að ORF Líftækni hf. megi rækta erfðabreytt bygg utandyra í tilraunaskyni. Ákvarðana- taka stofnunarinnar sé málefnaleg og í samræmi við lög og reglur. ERFÐABREYTT BYGG ORF Líftækni getur nú haldið áfram að gera tilraunir með rækt- un á erfðabreyttu byggi utandyra. Ánægð með að geta haldið áfram „Þetta þýðir að við getum haldið áfram prófunum með þessa ræktun næsta sumar og þetta skiptir okkur náttúru- lega mjög miklu máli, það er ekki sama pressa á okkur,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF. „Það eru nátt- úrulega mjög erfið starfsskilyrði ef við vitum ekki hvort leyfið er tekið af okkur eða ekki. En núna getum við haldið áfram með þessar prófanir og erum ánægð með það. Við áttum von á þessum úrskurði þar sem það var mjög faglega staðið að öllu varðandi þessa leyfisveitingu frá hendi Umhverfisstofnunar og við lítum svo á að umhverfisráðherra hafi líka staðið mjög faglega að þessu.“ LÖGREGLUMÁL Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Þær áttu sér báðar stað á veit- ingastaðnum Lundanum. Í öðru tilvikinu var maður sleginn í andlitið með þeim afleiðingum að sauma þurfti átta spor til að loka skurði sem hann fékk á neðri vör. Í hinu tilvikinu sló stúlka og sparkaði í aðra stúlku þannig að hún fékk áverka eftir atganginn. - jss Upp úr sauð á Lundanum: Tvær líkams- árásir í Eyjum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.