Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 10

Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 10
10 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Ekki er brýnt að óska eftir fríverslun- arsamningi við Bandaríkin, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Sex þingmenn hafa lagt til að stofnað verði til viðræðna um slíkan samning. Í greinar- gerð segir að sóknarhagsmunir Íslands liggi í að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkja- markaði fyrir útflutningsvörur. Í umsögn SA um tillöguna segir að ekki sé mikill þrýstingur frá útflutningsfyrirtækjum um gerð slíks samnings. Upplýsingar þar um eru fengnar úr utanríkisráðuneytinu. Þá hafi Íslandsstofa ekki fundið fyrir óánægju með viðskiptakjör á Bandaríkjamarkaði. Bent er á að á grundvelli tollasamninga Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) njóti íslensk útflutningsfyrirtæki ágætis kjara á Bandaríkjamarkaði. Það gildi til dæmis um fiskafurðir. SA segja líklegt að í fríverslunarsamningi myndu Bandaríkin leggja áherslu á gagn- kvæm frjáls viðskipti með landbúnaðarafurð- ir, einkum mjólkurafurðir. Segjast samtökin ekki treysta sér til að leggja mat á hvernig íslenskur landbúnaður sé í stakk búinn til að standast þá samkeppni. Að þessu og öðru sögðu telja SA ekki að brýn ástæða sé til að óska eftir gerð tvíhliða fríverslunarsamnings milli Íslands og Banda- ríkjanna. - bþs Samtök atvinnulífsins telja ekki brýnt að óska eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin: Njótum nú þegar góðra kjara vestra HVÍTA HÚSIÐ Samtök atvinnulífsins telja í raun óþarft að hefja viðræður um fríverslunarsamning við Banda- ríkin. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætlar ekki að gefa upp hvaða lög- aðili styrkti hann um hálfa millj- ón í prófkjöri sem hann tók þátt í vegna alþingiskosninganna 2007. Hann segir að framlagið hafi verið veitt samkvæmt þáverandi viðmiðum, meðal annars um nafnleysi. „Þannig var framlagið fengið og ég geng ekki á bak orða minna í því,“ segir hann. Þingmaðurinn er hins vegar feginn því að nú gildi aðrar reglur. „Sem betur fer. Ég er ánægður með að menn vilji stemma stigu við þessum gegndarlausa fjár- austri. Stuðningur við stjórn- málaflokka á að vera opinber, það er bara þannig,“ segir hann. Kristján Þór fékk alls tæpar 2,7 milljónir í styrki frá ónafn- greindum lögaðilum fyrir kosningarnar, þar af einn styrk sem nam 500.000 krónum. Með því hefur blaðið rætt við alla sitjandi þing- menn sem tóku þátt í kosningunum 2007 en veittu ekki Ríkisend- urskoðun upp- lýsingar um kostnað eða gáfu ekki upp nöfn þeirra sem styrktu þá um hálfa milljón eða meira. Flestir þing- mannanna h a fa ve i t t blaðinu upp- lýsingarnar en fimm sjálfstæðismenn ekki, þar á meðal Kristján Þór. Sumir þessara hafa þó til- greint ýmislegt nánar, til dæmis hvernig tengslum þeirra við styrkveitendur er háttað, og hefur það verið birt jafnóðum í blaðinu. - kóþ Kristján Þór Júlíusson þingmaður segist ekki ganga á bak orða sinna: Greinir ekki frá styrkveitanda KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Var eini þingmaðurinn sem átti eftir að svara blaðinu hvort hann gæfi upp styrkveitendur sína vegna kosninga árið 2007. Þá fékk hann 500.000 krónur frá lögaðila sem er í gögnum Ríkisendur- skoðunar sagður óska nafnleyndar. AKUREYRI Stækka á húsnæði Vín- búðarinnar á Akureyri. Tilboða í verkið hefur verið leitað en því skal vera lokið ekki seinna en 1. júní á næsta ári. Viðbyggingin verður rúmlega 120 fermetrar að grunnfleti, á tveimur hæðum. Í henni verða lager, tóbaksafgreiðsla, salerni og skápar fyrir starfsfólk, sem og skrifstofa verslunarstjóra. Áform voru uppi um flutning verslunarinnar og fyrir ári var auglýst eftir hentugu húsnæði. Eftir mat á tilboðum varð nið- urstaðan sú að ekki næðist fram það hagræði sem að var stefnt. Var í framhaldinu ákveðið að stækka núverandi húsakynni. - bþs Hætt við að leigja nýtt hús: Vínbúðin á Ak- ureyri stækkuð DÓMSMÁL Athugun Ríkissaksókn- ara á því hvort íslensk lög hafa verið brotin með starfsemi eft- irlitshóps bandaríska sendiráðs- ins getur einungis beinst að því hvort íslenskir ríkisborgarar sem starfa eða störfuðu fyrir sendiráðið brutu lög, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ögmundur Jónasson dómsmála- ráðherra tilkynnti í gær að hann hefði í kjölfar könnunar Ríkislög- reglustjóra á starfsemi eftirlits- sveitarinnar vísað málinu til Rík- issaksóknara til að kanna hvort lög hefðu verið brotin af starfs- mönnum sendiráðsins. „Þetta var að koma í hús í dag, við munum kanna hvort lög hafa verið brotin á íslenskum aðilum af Íslendingum,“ segir Valtýr. „Rannsóknin getur ekki beinst að bandarískum starfsmönnum sendiráðsins, þeir eru undan- þegnir því.“ Fram kemur í skýrslu Rík- islögreglustjóra, sem gerð var opinber í gær, að embættið hafi sent sendiráðinu spurningalista með 28 spurningum um eftirlitið. Þeim spurningum hafi verið svar- að með minnisblaði frá sendiráð- inu, en fjölmörgum spurningum sé ýmist ekki svarað eða aðeins svarað að hluta. Eins og fram hefur komið ákváðu bandarísk stjórnvöld að koma upp eftirlitshópum við öll sendiráð landsins eftir hryðju- verkaárásir á sendiráð í Kenía og Tansaníu árið 1998. Í svari sendiráðsins til Ríkis- lögreglustjóra kemur fram að eftir litssveitin skrái niður manna- ferðir við sendiráðið, telji hún þær grunsamlegar, og taki ljós- myndir. Þá séu tekin niður skrán- ingarnúmer grunsamlegra bíla og send lögreglu þegar ástæða þyki til. Spurningum um hversu lengi slík gögn séu geymd var ekki svarað. „Það er mat Ríkislögreglustjóra að því fari fjarri að spurningum hans hafi verið svarað með full- nægjandi hætti,“ sagði Ögmundur á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Vegna þessa hafi könnun Ríkis- lögreglustjóra ekki skilað nið- urstöðu um hvort lög hafi verið brotin. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að dómsmálaráðherra verði að meta hvort ástæða sé til að vísa málinu til ríkissaksóknara, eins og gert hefur verið í sam- bærilegu máli í Noregi. „Ég ætla ekki að vera með neinar vangaveltur um hvað sé rétt eða rangt í þessu máli, það er Ríkissaksóknara að taka málið til sjálfstæðrar skoðunar,“ sagði Ögmundur. Talsmaður sendiráðsins vildi í gær ekki tjá sig um málið. brjann@frettabladid.is Ríkissaksóknari kannar brot Íslendinga gegn Íslendingum Svör bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn lögreglu um eftirlit starfsmanna þess hér á landi eru ófull- nægjandi að mati ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Ráðherrann hefur farið að fordæmi norsks starfsbróður og vísað málinu á ríkissaksóknara, sem metur hvort íslenskir starfsmenn hafi brotið lög. RANNSÓKN Ögmundur Jónasson kynnti niðurstöður könnunar Ríkislögreglustjóra á eftirlitshópi bandaríska sendiráðsins á fundi með fjölmiðlafólki í dómsmálaráðuneyt- inu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kannast ekki við samráð við lögregluna „Staðhæfingar bandaríska sendiráðsins um að í tíu ár hafi sendiráðið haft víðtækt samráð við íslensku lögregluna hvað varðar öryggismál sendiráðsins þykir mönnum hjá Ríkislögreglustjóra orka tvímælis. Menn kannast ekki við þetta víðtæka samráð,“ segir Ögmundur Jónason dómsmálaráðherra. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi verið kunnugt um að sendiráðið hafi ákveðið að efla öryggisviðbúnað við sendiráðið við Laufásveg. Greiningardeildinni hafi ekki verið fullkunnugt um í hverju öryggisráðstafanir þessar væru fólgnar né með hvaða hætti öryggis- eftirlit væri innt af hendi. Rannsóknin getur ekki beinst að banda- rískum starfsmönnum sendi- ráðsins, þeir eru undanþegnir því. VALTÝR SIGURÐSSON RÍKISSAKSÓKNARI FROST Í FLÓRÍDA Aldrei þessu vant má sjá grýlukerti hanga innan um appelsínur á trjánum í vetrarhörkunum í Flórída þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.