Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12
12 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Viðskiptaráð telur ástæðu til að skoða hvort heppilegt geti verið að fá erlenda aðila til að annast rannsóknir í tengslum við hrunið. Fyrir Alþingi liggja tillögur um nokkrar slíkar og veitir Viðskiptaráð sömu umsögn um þrjár þeirra; rannsókn á Íbúðalánasjóði, rannsókn vegna Icesave og rannsókn á einka- væðingu bankanna. Ráðið segir að vissulega verði sá lærdómur sem fæst út úr slíkum rannsóknum mikil- væg vitneskja þegar fram í sækir. Hins vegar sé þörf á að hugsa um það sem fram undan sé, en ekki rýna eingöngu í það sem gerst hafi, hvernig og af hverju. Stöðnun megi ekki ríkja á meðan niðurstaðna rannsókna sé beðið, líkt og gerðist þegar beðið var skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Að auki þurfi að gæta þess að rannsókn hafi ekki áhrif á fram- þróun mála meðan á henni stendur. Verði ákveðið að efna til rannsókna segir Viðskiptaráð nauðsynlegt að um þær ríki sátt. Þeim sé ætlað að eyða tortryggni og því sé mikilvægt að rannsakendum sé treyst. Von sé til að traust og sátt fáist ef óháðir erlendir aðilar verði fengnir til verksins. „Hægt væri að gera rannsóknir á rannsókn- ir ofan um ókomna tíð um öll þau atriði sem tortryggni ríkir um og draga þarf fram í dagsljósið, en það er til einskis ef niðurstöðu slíkra rannsóknar er ekki treyst,“ segir Viðskiptaráð. - bþs Viðskiptaráð segir nauðsynlegt að víðtæk sátt ríki um rannsóknir á hrunsmálum: Útlendingar gætu skapað sátt hér á landi ALÞINGI Tillögur um nokkrar rannsóknir liggja fyrir þinginu. FÉLAGSMÁL Jólaaðstoð 2010 fékk í fyrradag fimm milljóna króna framlag frá Bónusverslununum. Það var Francisca Mwansa, starfsmaður í Bónus, sem afhenti Sigurði Ingimarssyni hjá Hjálpræðishernum gjöfina. Jólaaðstoð 2010 er samstarfs- verkefni Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins í Reykjavík og Hjálp- ræðishersins. Matarúthlutun hefst um næstu helgi. Þá verða matar- pakkar sendir út á land. Dagana 20. til 23. desember munu þeir sem þurfa aðstoð á höfuðborgarsvæðinu geta sótt sína jólaaðstoð í Skútuvog 3. - þeb Bónus gaf gjafakort: Jólaaðstoð fær fimm milljónir GJÖFIN AFHENT Francisca Mwansa afhenti Sigurði Ingimarssyni gjöfina í gær. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. ALÞINGI Söfnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á upplýsingum um stjórnmálaskoðanir almenn- ings á sjötta áratugnum var rædd á Alþingi í gær. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræð- ings um ævi Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og varaformanns Sjálfstæð- isflokksins, kemur fram að markmið flokksins hafi verið að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrir- tækjum í höfuðborginni með fleiri en tíu manna starfslið „og skyldi sérhver þeirra vera trúverð- ugur og dugandi maður“. Þráinn Bertelsson, VG, sagði þarna lýst stór- felldasta njósnaprógrammi sem hann hefði séð, og þekkti hann þó sögu Þriðja ríkisins í Þýska- landi og sögu Austur-Þýskalands. Þráinn spurði þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvort markmið- ið um fjölda trúnaðarmanna hefði náðst: „Hvað tókst að njósna mikið og hvenær verða þessar rannsóknir aðgengilegar á netinu? Eða hefur þeim verið tortímt?“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í umræðunni og sögðu flokkinn ekkert hafa að fela. „Ég verð að viðurkenna að ég get ekki svar- að spurningu háttvirts þingmanns um persón- unjósnirnar,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður. „Ég veit að þær eru ekki viðhafðar núna, að minnsta kosti ekki þannig að mér sé kunnugt um.“ Þetta er frekar snubbótt svar en það er vegna þess að ég veit ekki meira um málið,“ sagði Ragnheiður Elín. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að spurningin um hvaða markmiðum menn hefðu náð fyrir fimmtíu árum væri áhugaverð fyrir sagnfræðinga frekar en þingmenn. Þór Saari, Hreyfingunni, sagði lýsingar bókarinnar kalla á samanburð á Sjálfstæðis- flokknum og ógnarstjórnum kommúnista og fasista á síðustu öld. „Þetta er pólitísk arfleifð sem er hroðaleg,“ sagði Þór. „Hana þarf að gera upp og Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka það upp hjá sjálfum sér að gera hana upp.“ „Enginn dylur neitt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Margt af því sem kæmi fram í bók Guðna yrði eflaust skoð- að. Hún hvatti fólk til að lesa einnig „bók Þórs Whiteheads um kommúnismann og þau tengsl sem hann hafði meðal annars inn í íslenskt samfélag og hefur hugsanlega enn“. peturg@frettabladid.is Sjálfstæðismenn krafðir svara Ævisaga Gunnars Thoroddsen var rædd á Alþingi í gær. Tveir þingmenn kröfðu Sjálfstæðisflokkinn skýr- inga á söfnun persónuupplýsinga á sjötta áratug síðustu aldar. Ekkert að fela, segir Þorgerður Katrín. ALÞINGI „Þetta var viðtekið í stjórnmálum á sínum tíma,“ staðhæfði Einar K. Guðfinnsson og mótmælti því að menn töluðu um það sem persónunjósnir að stjórnmálaflokkar hefðu áður fyrr fylgst með skoðunum manna. SJÁVARÚTVEGUR „Við vísum ábyrgð- inni á þeirri ofveiði sem fyrirsjá- anleg er á næsta ári alfarið á hend- ur Evrópusambandinu og Noregi,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makríl- viðræðum við ESB og Noreg. Tómas segir allt útlit fyrir að Ísland og Færeyjar setji sér nú ein- hliða kvóta, rétt eins og Norðmenn og Evrópusambandið hafa gert. „Staðan verður því áfram sú sama og verið hefur á þessu ári.“ Nú í vikunni slitnaði upp úr við- ræðum ESB og Noregs við Færey- inga, rúmlega hálfum mánuði eftir að upp úr viðræðum við Íslendinga slitnaði þegar ljóst var orðið að ekkert yrði af samkomulagi. Að loknum þeim fundi sendi sjávar útvegsráðuneytið frá sér til- kynningu um að hlutdeild Íslands í kvótanum yrði óbreytt á næsta ári, eða 16 til 17 prósent af þeim 646 þúsund tonna kvóta sem vísinda- menn telja ráðlegan. Norðmenn og Evrópusambandið tóku í gær þá ákvörðun að skammta sjálfum sér samtals níutíu prósent af heildarkvótanum, sem þýðir að á næsta ári verður samtals veitt tölu- vert umfram ráðlagðan kvóta. „Með þessu er ekkert tillit tekið til lögmætra hagsmuna Íslands og Færeyja, sem stunda lögmætar veiðar úr stofninum,“ segir Tómas. „Ekki er heldur tekið neitt tillit til Rússa, sem veiða einnig úr þessum stofni í Síldarsmugunni.“ Í gær var svo í erlendum frétta- miðlum fullyrt að Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, íhugaði refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum. Þær refsiaðgerðir myndu felast í löndunarbanni innan Evrópusambandsins á makríl frá þessum löndum. „Við höfum ekkert við það að athuga,“ sagði Tómas um þessar refsiaðgerðir, „enda gilda hér á landi sömu reglurnar. Samkvæmt íslenskum lögum er það þannig að við heimilum ekki löndun erlendra skipa hér á landi á afla úr deili- stofnum sem ósamið er um. Þetta er því bara spegilmynd af því sem gildir hér á landi.“ Löndunarbannið myndi hvort eð er ekki hafa nein áhrif á veiðarnar hér á landi. „Menn hafa landað aflanum á Íslandi og unnið hann hér, enda hafa veiðar okkar nánast alfarið verið innan okkar lögsögu.“ gudsteinn@frettabladid.is Evrópusambandið og Noregur taka sér 90 prósent makrílkvótans á næsta ári: Löndunarbann hefði engin áhrif Á FUNDI Í BRUSSEL Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á tali við Júlíu Damanaki, fiskveiðistjóra Evrópusambandsins, áður en fundur hófst í sjávarútvegs- og landbúnaðarráði Evrópusambandsins á mánudag. NORDICPHOTOS/AFP HJÓLANDI JÓLASVEINN Í vikunni reyndu nokkur hundruð jólasveinar í Kólumbíu að setja heimsmet á reiðhjólum, en þrátt fyrir veðurblíðuna mættu ekki nógu margir. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.