Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 16

Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 16
16 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Varnarmál á Íslandi á krossgötum Þegar ákveðið var að stofna sérstaka ríkisstofnun fyrir varnarmál var markmiðið meðal annars að gæta þess að algerlega yrði skilið milli innri og ytri varna ríkisins. Með því að færa verkefni stofnunarinnar til Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra virðast stjórnvöld hafa fallið alger- lega frá því markmiði. „Af virðingu fyrir réttaröryggi borgaranna ber ekki að blanda saman borgaralegum verkefnum og störfum að landvörnum og er það sjónarmið viðurkennt hvar- vetna í okkar heimshluta og þeim stjórnvöldum sem fara með lög- gæslu og innanríkismálefni eru ekki falin verkefni er lúta að gæslu ytra öryggis ríkja.“ Hér er vitnað til orða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, þegar hún mælti fyrir frumvarpi að varn- armálalögum á Alþingi 17. janúar 2008. „Ég leyfi mér að segja að með þessu frumvarpi sé reistur laga- legur eldveggur milli þessara tveggja verkefnaflokka stjórn- valda, það er varnartengdra verk- efna og verkefna á sviði löggæslu og almannavarna,“ sagði hún enn fremur. Sá eldveggur sem stjórnvöld vildu reisa milli innri og ytri varna ríkisins fuðrar nú upp. Varn- armálastofnun, sem stofnuð var með þeim lögum sem Ingibjörg mælti fyrir, verður lögð niður um áramót. Verkefni stofnunarinnar verða nú flutt til borgaralegra stofn- ana. Ríkislögreglustjóri tekur við öryggisvottunum og þjóðarörygg- ismálum, og fær þar með aðgang að hernaðarupplýsingum frá Atl- antshafsbandalaginu (NATO). Utanríkisráðuneytið mun sjá um milliríkjasamskipti. Önnur verkefni Varnarmála- stofnunar flytjast til Landhelg- isgæslu Íslands, þar með talið ratsjáreftirlit, umsjón með varna- ræfingum og samstarf við erlenda flugheri um loftrýmiseftirlit. Hörð barátta um varnarmálin Skoða verður áherslu Ingibjargar Sólrúnar á algeran aðskilnað ytri og innri öryggismála að ein- hverju leyti í því ljósi að hún hafði áður háð harða baráttu við Björn Bjarnason, þáverandi dómsmála- ráðherra, um hvar varnarmálunum yrði best fyrir komið. Ingibjörg vildi fá málaflokkinn í sérstaka stofnun undir forræði utanríkisráðuneytisins. Björn vildi deila verkefnunum niður á stofnanir sem heyrðu undir dóms- málaráðuneytið. Á endanum hafði Ingibjörg betur. Í þessu ljósi verður að skoða þessa miklu áherslu Ingibjargar, sem og sumra þingmanna Sam- fylkingarinnar á þennan aðskil- að þegar varnarmálalög voru sett snemma árs 2008. Ingibjörg var þó ekki ein um að vera á móti því að innri og ytri öryggismál lands- ins blönduðust saman. Ýmsir innan Vinstri grænna voru á sömu skoðun. „Auðvitað er veruleg skörun í báðar áttir, frá Varnarmálastofn- un inn í borgaralega starfsemi og frá ríkislögreglustjóra og sumpart Landhelgisgæslunni í hina áttina. Því miður hefur verið í gangi við- leitni til að þvæla þessum hlut- um saman á undanförnum árum og það hef ég margoft gagnrýnt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þá þingmaður Vinstri grænna. „Mér sýnist á því sem hér er gert að skilið sé mjög rækilega á milli hernaðarmála og borgara- legra mála eins og hefur verið rakið bæði af hæstv. utanríkis- ráðherra og fleiri þingmönnum. Ég tel það skynsamlega niðurstöðu,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þing- maður Vinstri grænna í umræðum á Alþingi 2008. Ekki voru allir þingmenn Vinstri grænna sammála. Þannig sagði Ögmundur Jónasson að ágrein- ingur hafi vissulega verið um hvort aðskilja eigi varnarmál frá innra öryggi ríkisins. „Við fyrir okkar leyti höfum iðulega hald- ið því fram í þessum sal að við eigum að stefna allri þeirri vinnu sem lýtur að öryggi þjóðarinnar inn í borgaralegan farveg,“ sagði Ögmundur. Bjarni Benediktsson, þá þing- maður Sjálfstæðisflokks, studdi aðskilnað innri og ytri öryggis- mála þegar Alþingi fjallaði um varnarmálalögin árið 2008. Þegar hann mælti fyrir tillögum meiri- hluta utanríkismálanefndar sagði hann að taka mætti undir með frumvarpshöfundum um að mikil- vægt sé að hlutverk Varnarmála- stofnunar sé „skýrt og vel afmark- að“ frá hlutverki borgaralegra stofnana. Össur sammála Birni Bjarnasyni Í þessu ljósi vekur athygli að þessi aðskilnaður hafi fremur lítið komið til umræðu þegar ákveðið var að leggja niður Varnarmála- stofnun og koma verkefnum henn- ar til borgaralegra stofnana. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra tæpti þó á þessari stefnu- breytingu þegar hann mælti fyrir frumvarpi um breytingar á varn- armálalögum í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann starfsemi Varn- armálastofnunar færast til borg- aralegra stofnana sem sæu um öryggis- og varnarmál á grundvelli borgaralegra gilda innan áformaðs innanríkisráðuneytis. „Það má rifja það upp líka að fyrrverandi dómsmálaráðherra [Björn Bjarnason] hafnaði afdrátt- arlaust þeim rökum að öryggis- reglur Atlantshafsbandalagsins krefðust þess að sú stofnun sem sæi um ratsjáreftirlitið væri ekki borgaraleg,“ sagði Össur. „Ég er einfaldlega sammála þessu og líka þeim rökum sem af sama manni voru færð fram á sínum tíma, að svo fremi sem borg- aralegar stofnanir uppfylli kröfur bandalagsins um meðferð hernað- arlegra trúnaðarupplýsinga séu þær jafnfærar og aðrar stofnanir til að taka við þeim, vinna úr þeim og miðla áfram til réttra aðila.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Össuri: „Ég tel hug- myndina um innanríkisráðuneytið sem fer samhæft yfir öryggis- og varnarmál, hvort sem það er borg- aralegt eða með tilliti til skuldbind- inga okkar vegna aðildar okkar að Atlantshafsbandalaginu, ágæta og hef stutt hana.“ Eldveggur milli málaflokka fuðrar upp Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Ástæðurnar fyrir því að ytri og innri öryggismál ríkja eru yfirleitt ekki látin heyra undir sama ráðherra eru af ýmsum toga, segir Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í öryggis- málum. „Í mörgum ríkjum er þetta einfaldlega hefð. Önnur einföld en mjög mikilvæg ástæða er að það hefur þótt heppilegt að deila þessari ábyrgð á tvo ráðherra svo einn ráðherra axli ekki alla ábyrgð komi upp neyðar- ástand af einhverju tagi,“ segir Bailes. Hún bendir einnig á að grundvallarmunur sé á þeim lögum sem starfað sé eftir. Þeir sem sjái um innri öryggismál, lögreglan, landhelgisgæsla og almannavarnir, þurfi fyrst og fremst að fara að lands- lögum. Þeir sem sjái um ytri varnir þurfi hins vegar að gæta þess að virða alþjóðalög og sáttmála og starfa innan varnarbandalaga eigi það við. Það er ekki ljóst hvort það skiptir einhverju máli fyrir Ísland hvort ytri og innri varnir séu á einni hendi eða ekki. Margir myndu umhugsunarlaust svara því til að það skipti sannarlega máli, en Bailes segir það ef til vill ákveðna einföldun. Vel megi hugsa sér að það sé ekki fýsilegt að halda slíkri skiptingu til streitu hjá lítilli þjóð eins og Íslandi. „En þetta er sannarlega óvenjulegt,“ segir Bailes. Koma verði í ljós hvort það muni valda vandræðum, í raun sé um tilraunastarfsemi að ræða. Óvenjuleg tilraunastarfsemi ALYSON BAILES HERSTÖÐ Varnarmálastofnun ber ábyrgð á öryggissvæði sem áður tilheyrði herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði. Stofnunin verður lögð niður um áramót, og tekur Landhelgisgæslan þá við öryggissvæðinu, tímabundið til 15. mars í það minnsta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við gerum almennt þá kröfu til meðal annars þriðja heims ríkja að þau aðskilji vel innri löggæslu sína og síðan varnartengd verkefni. Það er ein af þeim kröfum sem yfirleitt er höfð uppi og talin til marks um það hvort um þróað lýðræðisríki er að ræða eða ekki. Þá hljótum við að gera þá sömu kröfu til okkar að þessi aðskilnaður sé fyrir hendi og laga- ramminn sé til staðar þannig að hægt sé að hafa meira eftirlit með þessari starfsemi en nú er.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, í umræðum á Alþingi 2008. „Við fyrir okkar leyti höfum iðulega haldið því fram í þessum sal að við eigum að stefna allri þeirri vinnu sem lýtur að öryggi þjóðarinnar inn í borgaralegan farveg.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á Alþingi 2008. „Auðvitað eru engin dæmi þess að innanríkisráðuneyti og varnarmálaráðu- neyti sé blandað saman þannig að í öllum tilvikum er varsla innra öryggis ríkisins aðskilin frá vörslu ytra öryggis ríkisins. Það er auðvitað einn af grunnþáttum í lýðræðislegri stjórnskipan sem mikilvægt er að við höldum í heiðri nú þegar við stígum okkar fyrstu skref á þessari vegferð sem sjálfstæð þjóð.“ Árni Páll Árnason, þá óbreyttur þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi 2008. „Auðvitað er veruleg skörun í báðar áttir, frá Varnarmálastofnun inn í borgaralega starfsemi og frá ríkislögreglustjóra og sumpart Landhelg- isgæslunni í hina áttina. Því miður hefur verið í gangi viðleitni til að þvæla þessum hlutum saman á undanförnum árum og það hef ég margoft gagnrýnt. “ Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, í umræð- um á Alþingi 2008. Orðrétt á Alþingi Ein gjöf sem hentar öllum GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.