Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 22

Fréttablaðið - 15.12.2010, Side 22
22 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Ég bauð móður minni á útgáfu-tónleika Gissurar Páls Gissurar sonar tenórs í Salnum fyrir nokkrum vikum. Það var stund, sem snart viðkvæmt hjart- að. Mér varð eins og oft hugsað til bróður míns, sem farið hefur á mis við hina göfgu list, en hann missti heyrn tveggja ára gamall árið 1949. Kristján Jóhannsson söng með Gissuri lokalagið. Hann hreif áheyrendur sannarlega, þótt ljóst megi vera, að aldurinn er farinn að segja til sín. Fyrr mætti nú líka vera. Það urðu mér því sár von- brigði að lesa dóm Jónasar Sen í Fréttablaðinu um söng Gissurar á fyrsta hljómdiski hans. Út yfir tók þó, þegar ég las dóm Jónasar Sen um æviverk Kristjáns Jóhannsson- ar. Hreint ofbeldisverk. Ég hef fylgzt með Kristjáni í áratugi, enda nánast jafnaldra honum. Kristján, líkt og margir tilfinningamenn, hefur kynnzt því rækilega hvað það getur kostað. Hann hefur stórt og heitt hjarta. Hann hefur hrifið fjöldann og náð hátindum á eigin verðleikum. Hann hefur ekki getað skýlt sér á bak við aðra eins og gervimennin. Íslendingar hefðu gott af því núna að lesa kvæði Davíðs Stefáns sonar. Þeir gætu t.d. byrjað á „Söng lodd- arans“. Lífið hefur kennt mér, að þeir sem geta gera, en þeir sem geta ekki predika, dæma og nota aðra. Kvæðið „Flugmenn“ byrjar svona: „Kynslóð fæðist kynslóð deyr. Kjarninn er andi, skelin leir, sem brestur af feigð og fúa.“ Fjórða erindið er þannig: „Hirtu hvorki um lof né last né lyginnar streymandi iðukast. Vertu heill, - ekki hálfur. Bliknaðu ekki þótt blási hvasst og bregðist þér heilar álfur, en knýðu vængina og flugið fast og fljúgðu til himins sjálfur.“ Söngur Kristjáns Jóhannssonar og ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi munu halda áfram að fljúga meðan ærlegar tilfinningar blakta í brjóstum Íslendinga. Út yfir tók þó, þegar ég las dóm Jónasar Sen um æviverk Kristjáns Jóhannssonar. Fyrir eitt hundrað árum voru flestar þjóðir Evrópu mjög upp- teknar af því að blása upp taum- lausa þjóðernishyggju innan sinna landamæra. Hún byggðist á því að viðkomandi þjóð væri sérstakari, klárari og merkilegri á alla lund en aðrar þjóðir á meginlandinu og þess vegna flest leyfilegt. Þetta kemur vel fram í þeirri merku bók „Veröld sem var“ eftir Stefan Zweig, sem lýsir því hvernig skól- arnir voru nýttir til að innræta nem- endum sínum dýrkun á öllu því sem þýskt var og um leið fyrirlitningu á nágrönnum sínum. Þetta voðalega fólk væru einlægt að troða illsakir við þá og því væri fátt göfugra en að lemja á þegnum þessara þjóða með vel heppnuðu stríði til að leysa þar með öll þessi leiðindi. Þannig væri vænlegast að ljúka deilum og yrðu þær þar með úr sögunni og allir gætu lifað í germennskum friði um eilífð. Þessu til áréttingar var efnt til tveggja styrjalda sem end- uðu með brjálæðislegasta blóðbaði sögunnar og skildu eftir sig sýnu alvarlegri vandamál en þeim var ætlað að leysa. Eftir alla þessa villi- mennsku sáu Evrópubúar að þetta væri ekki vænleg leið. Því var sest á rökstóla og að lokum komu þjóð- irnar sér saman um að endurskipu- leggja Evrópu á þann veg að leysa deilur með viðræðum og leita samn- inga enda þótt þær gætu tekið nokk- urn tíma. Það væri trúlega betri leið en slátrun á saklausu fólki sem hefði gefist illa og nyti ekki lengur stuðn- ings almennings. Upp úr þeim jarð- vegi óx Evrópusambandið (ESB) sem getur nú sýnt fram á talsvert meiri árangur með því að starfa saman og ætla öðrum ekki sífellt allt hið versta. Íslenska reynslan Þannig fjarlægðust Evrópumenn heimspeki Þorgeirs sáluga Hávars- sonar sem kaus aldrei frið ef ófrið- ur var í boði. Þá speki nam hann við móðurkné og fylgdi fast eftir með Þormóði fóstbróður sínum Kolbrúnarskáldi með því að höggva friðsama bændur og búalið í spað að fornum sið og stela síðan frá þeim öllu fémætu að hætti sannra víkinga. Varð af þessu mikill hetju- skapur að þeirra mati enda þótt aðrir sem byggðu landið kynnu þessu brölti illa og höfðu skömm á enda tekið upp nýjan sið. Þeir fóstbræður héldu samt áfram sínu frumstæða háttalagi og skildu sig þannig frá samlöndum sínum, sem höfðu lært að betra væri að ræða deilumál sín á milli og leysa þau frekar en að efna til ófriðar við hvert tækifæri. Þetta viðhorf varð ofan á og frið- ur ríkti í nokkur hundruð ár. Þess vegna stöndum við í þeirri trú að við Íslendingar séum friðsöm þjóð sem „lifir sæl við ást og óð“ eins og skáldið sagði og ætlum öðrum ekki allt það versta að óreyndu. Úrelt viðhorf Nú gerast hins vegar þau undur að hið virtasta fólk hér á landi telur engum vafa undirorpið að Evrópu- búar vilji fá okkur í ESB til þess eins að svipta okkur auðlindunum, komast yfir allt sem fémætt getur talist og skilja okkur svo eftir í eymd og volæði. Þessu til sönnun- ar eru útfærðar hinar ótrúlegustu hvatir stjórnenda ESB gagnvart Íslandi og sagðar tröllasögur sem við nánari skoðun eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Allur þessi málflutningur minnir á frásagnir kennara Stefans Zweig í bókinni, sem áður er nefnd, þegar hann þrumaði yfir nemendum sínum um yfirburði Þjóðverja og öll þau ósköp sem aðrar þjóðir vildu gera á hlut þeirra. Því væri fátt göfugra fyrir unga menn en að falla í stríði fyrir keisarann og fjölskyldu hans, eins og góði dátinn Svejk orðaði það. Svipuð viðhorf virðast því miður vera enn landlæg hér á landi og ekki batnaði það eftir að kreppan skall á. Þá svall mönnum móður yfir því að við gátum ekki farið okkar fram í einu og öllu gagn- vart Evrópubúum, sem ekki skildu yfirburði okkar og snilld á fjár- málasviðinu þrátt fyrir ítarlegar útskýringar! Þar var innræti þessa Evrópufólks vel lýst og því hljót- um við að vera tilbúnir að fara nýja för til Sviðinsstaða að hætti áður- nefndra fóstbræðra og láta finna fyrir okkur. Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigið ágæti í anda sjálfbærrar þróunar. Þá munu Evrópubúar komast að því fullkeyptu, leggja niður skottið og hætta öllum áformum um að ræna Ísland! Treystum tengslin Nú finnst eflaust einhverjum að þessi frásögn sé nokkuð ýkt. Hún er líka sett fram til að skerpa línur í umræðunni í þeirri von að fleiri átti sig á því að við verðum að gæta okkar í samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst vinaþjóðir okkar, og ræða við þær með jákvæðu hugar fari. Auðvitað verðum við að halda vel á því sem skiptir okkur mestu og færa fram vönduð rök sem auka skilning á stöðu okkar og hagsmunum. Þá er til að mynda góð von til þess að unnt sé að ná hagstæðum samningum um aðild að ESB, sem nú er á dagskrá og síðar verða bornir undir þjóðina til lokaafgreiðslu. Hin aðferðin – að vilja ekki einu sinni ræða við ESB um hugsanlega aðild – minnir óneitanlega á ástand- ið sem hleypti öllu í bál og brand í Evrópu á síðustu öld og fóstbræð- urnir Þorgeir og Þormóður reyndu á sínum tíma að endurvekja hér á landi við lítinn fögnuð. Lærum heldur af reynslunni enda kenn- ir hún okkur að betra er að eyða tíma í að tala við nágranna okkar, treysta sambandið og komast að sameiginlegri niðurstöðu frekar en að gera sífellt hróp að þeim og kjósa ófrið á sama tíma og friður er í boði. Lærum af reynslunni Ísland og ESB Ingólfur Sverrisson forstöðumaður Við getum líka refsað ESB-þjóðum með því að einangra okkur hér við ysta haf, gefið þeim langt nef og treyst á eigið ágæti … „Kjarninn er andi, skelin leir“ Tónlist Jóhann Tómasson læknir AF NETINU Páll Ásgeir Ásgeirsson: Mitt Ungverjaland Síðustu misseri hefur svo ítrekað komið í ljós að íslenskir vinstrimenn stjórna með samskonar skammsýni, frændhygli og poti og aðrir flokkar. Hvað eftir annað hafa þeir sem trúðu á þessa ríkisstjórn mátt gnísta tönnum til þess að bila ekki frekar en gömlu stalínistarnir í Ungó forðum. Síðasta og stærsta áfallið er sá hörmulegi áfellisdómur sem kveðinn er upp yfir leiðtogum þessarar ríkisstjórnar með nýjum Icesave samningum. Nú blasir við að fúsk vorra bestu manna hafði næstum kostað þrælana á Volgubökkum hundrað og eitthvað milljarða. Allt sem tovarítsj Steingrímur og hans nótar sögðu um nauðsyn þess að bæta þeim böggum á þrautpískaðar og öróttar hrygglengjur okkar reyndist áróður og lýgi. Það voru Ólafur Ragnar Grímsson grís og kampavínshreyfingin kennd við Indefence sem björguðu oss frá gúlaginu. Þetta er beiskur kaleikur en á honum verður að bergja og viðurkenna það sem rétt er. Ég fæddist árið sem uppreisnin var gerð í Ungverjalandi. Ég hef kosið vinstri flokka í öllum kosningum sem ég hef haft rétt til að taka þátt í og stutt þeirra málstað og þeirra hugmyndir. Þetta er mitt Ungverjaland og hér lýkur minni samfylgd og mínum stuðningi. blog.eyjan.is/pallasgeir/ Páll Ásgeir Ásgeirsson Volkswagen Golf, 1,4 TSI Trendline, 122 hö, 7 þr. DSG sjálfsk, frá HEKLU. Verðmæti kr. 3.790.000 107177 Volkswagen Polo 1.2 MPI Trendline, 70 hestöfl, 6 gíra beinsk. frá HEKLU. Verðmæti kr. 2.390.000 107796 Ferðavinningur að eigin vali fyrir 2 eða fleiri með Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 500.000 921 33600 79609 113681 138426 14465 37530 88785 128507 142286 18240 43318 91650 131202 142558 28138 48831 93989 131995 143018 32461 73017 106709 136539 150944 Ferðavinningur að eigin vali fyrir 2 eða fleiri með Heimsferðum. Hver að verðmæti kr. 250.000 797 11124 28308 41656 62046 81890 101557 110867 128199 141612 1602 12559 29701 43095 62139 81967 101841 112631 128600 143601 2411 14794 35796 43223 63165 83532 102885 114115 128946 146791 3620 15373 36331 44711 68981 86426 103266 114167 130545 150179 7764 15971 36354 45692 71615 87976 103815 115315 131382 152318 9588 19272 36716 51202 76513 89482 104568 117199 132571 152629 9950 20415 37410 51263 78750 95333 105610 117257 133437 154775 10053 22748 40007 54336 79578 95950 105621 117746 135709 155421 10308 26509 40879 56402 79807 98154 105748 117833 137503 155502 10343 27373 41079 57202 81786 100602 109391 122681 137677 155752 Gisting ásamt morgunverði í tvær nætur fyrir 2 auk kvöldverðar annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelanna. Hver að verðmæti kr. 60.000 239 9073 25801 44607 58781 75170 90030 111811 131167 143534 475 12851 28803 44662 59970 75181 91181 113534 131601 145292 2341 16716 30843 47935 60727 76081 92117 114698 133170 147397 3412 17168 35139 48891 64174 76340 92944 117323 133837 148685 3582 17994 36814 49092 66151 79298 102960 118319 134648 149486 3735 20682 36992 49117 67564 79322 103598 119364 135741 151069 5151 20900 40863 49923 68896 79632 105948 119553 136463 151122 5247 22236 42236 54130 70914 86002 107844 123545 136821 153060 6318 23270 43969 57840 73673 86995 108493 126493 137735 153540 8709 24198 44270 58718 74270 87857 110060 129266 141485 154728 Gjafakort í Kringluna. Hvert að verðmæti kr. 25.000 5100 12527 29924 54883 67061 82846 103337 107166 121942 143807 5977 12580 30658 56681 68233 86716 105091 109333 122011 145749 7791 16356 36420 58696 71912 88276 105917 114527 122894 149233 8564 25775 40505 64395 77427 92035 106572 115557 124442 149896 12077 26101 43534 65284 81486 100255 107095 121531 125160 155062 Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindraafélagsins, Hamrahlíð 17. Upplýsingasími 525 0000 Birt án ábyrgðar VINNINGASKRÁ Vinningaskrá - hausthappdrætti 2010. Dregið 10. desember 2010

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.