Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 24
 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Fyrir Alþingi liggur nú frum-varp um breytingar á lögum um málefni fatlaðra. Lagaramm- inn kveður á um að ábyrgð á málaflokknum færist yfir til sveitarfélaga 1. janúar nk. Unnið hefur verið að þessari stefnu- mótun allt frá ársbyrjun 2007 og var lokaskref þess undirbún- ings, stigið þann 23. nóvember sl. með undirritun heildarsamkomu- lags ríkis og sveitarfélaga um til- færslu ábyrgðar á þjónustunni. Meginmarkmið yfirfærslunnar er að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á almennri og sértækri félagsþjónustu við fatlaða í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi ann- arra þjónustuaðila; færa þjónust- una nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni, í öðrum orðum samþætta þjónustu innan laga um málefni fatlaðra m.a. félags-, skóla- og frístundaþjón- ustu sveitarfélaga. Meginfor- senda þess að hægt sé að ástunda þessa hugmyndafræði er að þjónusta við fatlaða sé á ábyrgð sveitarfélaga. Eðlilega setja notendur þjón- ustu, aðstandendur, hagsmuna- samtök, starfsmenn, sveitar- stjórnarfólk, alþingismenn og þeir sem láta sig þessa sértæku og mikilvægu þjónustu varða, spurningar fram og velta fyrir sér hvort verið sé að gera rétt og hvað breytingarnar hafa í för með sér. Allar spurningar og vangaveltur eru til góðs, en ekki má láta efasemdir sem eðlileg- ar eru þegar verið er að taka svo stórar stjórnvaldsákvarðanir sem þessar, birtast í formi neikvæðr- ar umræðu. Umræðan á að bein- ast að því að hverju hefur verið stefnt, og þeirri reynslu sem áunnist hefur hjá sveitarfélögum til margra ára. Þetta segi ég vegna þess að hér á landi hefur byggst upp ára- löng reynsla og þekking á að hafa ábyrgð á málefnum fatlaðra hjá sveitarfélögum og sporin hræða ekki. Akureyrarbær, Norðurþing, Sveitarfélagið Hornafjörður, Vest- mannaeyjabær, og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, hafa síð- ustu 11-15 ár verið með ábyrgð á málefnum fatlaðra með þjónustu- samningum við ríkið og unnið út frá hugmyndafræði um heild- stæða og samþætta nærþjónustu í heimabyggð. Leiðarljós við uppbyggingu þjónustu við börn og fullorðna innan þessara sveitarfélaga hefur verið að koma á sveigjanlegu og skilvirku skipulagi og persónu- legri þjónustu innan félags-, skóla- og frístundaþjónustu. Almennt má segja að reynslan hafi verið góð og ekki hefur verið rætt um að fara til fyrra horfs og setja á stofn svæðisskrifstofur sem lagðar voru niður þegar sveitarfélögin tóku við þjónustunni. Sveitarfélög eru að nálgast þetta nýja verkefni af metnaði og er undirbúningur á fullu en ljóst er að 1. janúar verður ekki loka- skrefið stigið, heldur er þá fyrsti dagur í langri vegferð til breyt- inga sem án efa mun hafa góð og skilvirk áhrif á alla nærþjónustu sveitarfélaga til langs tíma litið. Í hnotskurn getum við sagt að nú eigi sér stað þjónustubylting á Íslandi. Ég fagna samkomulagi um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga og hvet Alþingi til að veita málinu skjóta og jákvæða afgreiðslu. Markmið frumvarps- ins eru skýr og tel ég hér vera gæfuspor fyrir notendur og veit- endur þjónustunnar og mikilvæg tímamót í þjónustuumhverfi sveit- arfélaga þar sem mark miðið er að þjónustan sé skilvirk og á ábyrgð fárra aðila, sérfræðiþekking fjöl- þætt og áhersla lögð á þverfagleg vinnubrögð. Í því efnahagsumhverfi sem við Íslendingar búum við um þessar mundir er kallað til þess að fundnar verði leiðir til að nýta fjármagn enn betur og ná fram hagræðingu með samvinnu til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Án efa munu sveitarfélög horfa til þess við undirbúning yfirfærslu málefna fatlaðra. Málefni fatlaðra – ábyrgð á þjónustu til sveitarfélaga Fatlaðir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Sveitarfélög eru að nálgast þetta nýja verkefni af metnaði og er undirbúningur á fullu. AF NETINU Fengu aldrei krónu Fyrrum starfsfólk Kaupþings sem nú semur um greiðslur á skuldum sem það stofnaði til vegna hlutabréfakaupa í bankanum hefur þá sérstöðu að fólkið fékk aldrei neina peninga. Það skrifaði undir skuldina, eignaðist hlutabréf sem nú eru verðlaus og eftir situr skuldin. Fólkið hélt að þetta væri lykill að ríkidæmi, sem ekki varð. Ég sé ekki að við hin höfum það betur ef þetta fólk missir heimili sín. Miðjan Sigurjón M. Egilsson SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir.is hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is Síðan 1985 5.900 17.900 20.500kr. kr. kr. FUNK 128.700kr. 121.500kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS North Face fatnaður jólatilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.