Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 26
„Í mínum huga er lýsing á leiðum ástvina fólki mikið hjartans mál. Það þarf að sýna því virðingu og vanda til verka,“ segir Sigurður Vilhjálmsson en hann rekur JS ljósasmiðjuna ehf., vélaverkstæði og sláttuvélaþjónustu, ásamt félaga sínum Jóni Guðbjörnssyni. Sigurður og Jón hafa meðal ann- ars séð um lýsingu leiða í Kópa- vogskirkjugarði síðastliðin þrjú ár. „Við kveikjum alltaf á ljósa- krossunum hinn fyrsta í aðventu og látum loga út allan janúar, meðan í mörgum görðum er gjarn- an bara kveikt viku fyrir jól og slökkt strax eftir þrettándann. Ég þori alveg að fullyrða það að þetta er fallegasti kirkjugarðurinn á Íslandi þegar kemur að leiðalýs- ingu,“ segir Sigurður. Þeir félagar hófu smíði ljósa- krossa á leiði fyrir nokkrum árum en þá vantaði verkefni á haustin. Þeir leigðu báðir lýsingu á leiði ástvina sinna í kirkjugörðum borg- arinnar og það kom fyrir að þeir komu að ljósinu slökktu. Þeir tóku því til eigin ráða. „Það gat verið allur gangur á því hvernig um þetta var hugs- að. Við Jón höfðum heyrt af díóðu sem notar aðeins einn tíunda af rafmagni á við venjulega peru og ætluðum til að byrja með að smíða þetta bara fyrir sjálfa okkur. Það vatt upp á sig og nú höfum við framleitt leiðiskrossa með díóðu í nokkur ár.“ Framleiðsla ljósakrossanna hjá Sigurði og Jóni hefst strax í sept- emberbyrjun og stendur til jóla. Hægt er að fá krossana drifna með rafgeymi þar sem ekki er aðgang- ur að rafmagni í kirkjugörðum og ýmist 24 eða 32 volta. Sigurður og Jón sjá um að koma krossinum fyrir og halda alfarið utan um lýs- inguna. Þeir framleiða einnig ýmis konar skreytingar til dæmis fyrir bæjarfélög úti á landi. „Díóðan hefur gefið sérstak- lega góða raun. Endingartíminn er góður og bilanatíðni lág. Við bjóð- um til dæmis þriggja ára ábyrgð á okkar smíði og stöndum við það. Við erum tveir karlar af „gamla skólanum“ og viljum vanda til verka.“ heida@frettabladid.is Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands njóta ávallt mikilla vin- sælda. Uppselt er á tvenna tónleika 18. desember og því hefur tón- leikum verið bætt við á föstudag klukkan 17. Nánari upplýsingar á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar, www.sinfonia.is. Tveir af gamla skólanum Sigurður Vilhjálmsson og Jón Guðbjörnsson hafa smíðað ljósakrossa á leiði í nokkur ár og segja ljósin á leiðum ástvina skipta fólk máli. Þeir vilji vanda til verka enda séu þeir tveir karlar af „gamla skólanum“. Jón og Sigurður á verkstæðinu en þeir smíða ýmiss konar skreytingar og leiðiskrossa með díóðulýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mjúka jólagjöfin Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefver slun lindesign .is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Mosfellska hljómsveitin Impró heldur jólatónleika í Lágafellskirkju í kvöld. Tónleikar hljómsveitarinnar Impró hefjast klukkan 20 í kvöld í Lágafellskirkju og mun hljóm- sveitin spila jólalög í djössuðum útsetningum. Hljómsveitin er skipuð nem- endum úr Listaskóla Mosfells- bæjar, þeim Ásbjörgu Jóns- dóttur, Davíð Snæ Sveinssyni, Arnóri Sigurðarsyni og Þorsteini Gunnari Friðrikssyni. Gesta- leikari með þeim á tónleikunum verður Tobias Erich Helmer á saxófón en hann er kennari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. - rat Jóladjass í Lágafellskirkju Ljúfir tónar munu leika um Lágafells- kirkju í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.