Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 28
Veturinn í ár hefur verið einkar hagstæður til norðurljósadýrkun- ar. Veðurskilyrði hafa verið hag- stæð og vel hefur gengið að ferja ferðamenn út fyrir borgarmörk- in á köldum heiðskírum kvöldum. Boðið hefur verið upp á skipulagð- ar norður ljósaferðir frá Reykja- vík í nær tíu ár og segir Björn Hróarsson, jarðfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Extreme Iceland, að stöðugt fjölgi ferðalöngum. „Ég, og allir þeir sem í þessu standa, erum að fara út í nánast hvert einasta skipti sem von er á heiðríkju og það eru áberandi fleiri gestir í ár en síðasta vetur,“ segir Björn. „Norðurljósin eru orðin ferðamannaiðnaðinum mjög mikilvæg.“ Björn segir að á bilinu 10-20 fyrir- tæki bjóði upp á norðurljósaferðir frá höfuðborgarsvæðinu og á góðu kvöldi ferji þau hátt í 300 manns út fyrir borgina. Flestir fara rétt nógu langt til að sleppa frá ljósmengun borgarinnar, á meðan aðrir kjósi nokkurra daga ferðir og flétti þá norðurljósin inn í þær. „Sumir vilja komast á myrkan stað þar sem er heiður himinn og nota í það þrjár til fimm klukku- stundir. Þetta eru vinsælustu ferðirnar. Síðan er mjög algengt að fólk kaupi tveggja daga ferð- ir með gistingu í eina nótt. Þá er jafnvel keyrt norður í Hrútafjörð eða þangað sem spáin er góð fyrir norðurljós. Síðan er til í dæminu að fólk sé að fara í háfjallaferðir og við förum til dæmis töluvert oft til Hveravalla.“ Ekki er öruggt að norðurljósin láti sjá sig þó að heiðskírt sé en ferðamennirnir taka því flestir með jafnaðargeði ef engin eru ljósin. Björn segir flesta gera sér grein fyrir því að norðurljósin eru hverful náttúrufyrirbrigði sem ekki sé hægt að treysta á. Þó er eitthvað um ferðamenn sem koma gagngert til landsins til að sjá norðurljósin en hafa ekki unnið heimavinnuna nógu vel. „Maður hefur heyrt sögur af því að hingað komi fólk sem ætlar að gista eina nótt á landinu og sjá norðurljósin, sama hvað það kostar. Svo er bara hríðarbylur.“ tryggvi@frettabladid.is Hundruð í leit að norður- ljósunum hvert kvöld Þegar heiðskírt er áætlar Björn Hróarsson jarðfræðingur að 200-300 erlendir ferðamenn leggi út í nóttina í leit að norðurljósum. Hátt í tuttugu fyrirtæki bjóða upp á ferðir þar sem ljósin eru elt uppi. Ef norðurljósin láta ekki sjá sig reynir á Björn sem leiðsögumann. „Það er margt annað sem hægt er að sjá og segja sögur af í íslensku vetrarnóttinni en bara norðurljós,“ segir Björn Hróarsson, jarðfræðingur og leiðsögumaður hjá Extreme Iceland. Norðurljósin er hægt að sjá allt frá septemberlokum fram á vormánuði. Ef heiðskírt er og dimmt eru meiri líkur en minni á að þau láti sjá sig að einhverju leyti. Lengst inni í afskekktum dal í fjöllum Papúa Nýju-Gíneu býr Kvermin- fólkið, sem fyrst komst í kynni við Vesturlandabúa á sjöunda áratug 20. aldar. Sveinn Eggertsson mannfræðingur lýsir kynnum sínum af þessu fólki í bókinni Skálduð skinn sem kom út á dögunum. SNILLDARJÓLAGJÖF 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Borgardekk Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið í des: mán-fös kl. 10-18 laugardaginn 18.des kl. 10-18 Þorláksmessu kl. 10-20 Aðfangadag kl. 10-12 www.misty.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.