Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 29
Litavalið er vandlega ákveðið eftir kúnstarinnar reglum af fyrirtækinu Pantone Color Institue, sem ákveður helstu tískustrauma í litavali. Samanborið við túrkíslit ársins 2010 er sá bleiki líflegri og frískari og á samkvæmt fyrrnefndum mógúlum að stemma stigu gegn þeim andlegu afleiðingum efnahags- þrenginga sem hafa haft áhrif á tískudrós- ir og aðra um heim allan. Liturinn á að færa von og jafnvel vekja upp kærkomnar minningar sem vikið hafa fyrir áhyggjum og bölsýni. Liturinn er áberandi og sterk- ur en hentar hins vegar flestum húðgerð- um sem og öllum aldri að mati Pantone Color Institute. Liturinn passar illa við svartan og ættu konur að velja ljósa liti og hvítan, sem eykur jú enn á léttleikann og áhyggjuleysið sem allir ættu að hafa gott af í hæfilegum skömmtum. jonina@frettabladid.is Klæðnaður leik- og söngkonunnar Cher vakti athygli viðstaddra þegar hún mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Burlesque í Empire-kvikmyndahúsinu í London í byrjun vikunnar. Hann þótti þó hæfa vel tilefninu þar sem kvikmyndin fjallar öðrum þræði um burlesque-dans. Hvort sem það eru skórnir, varaliturinn eða kjóllinn er sá bleiki flottur. Bleiki litur- inn gefur frísklegan svip. Bleikur er litur ÁRSINS 2011 Samkvæmt helstu mógúlum tískuiðnaðarins verður bleikur litur litanna árið 2011 og tekur við tískulit ársins 2010, túrkís. Ekki er annað hægt en að taka vel eftir bleika litnum. Bleikt blóma- mynstur minnir á áhyggjulaust sumar. KJÓLAR afsláttur 15.-19. desember 25% SMÁRALIND Allir sem versla í fá glæsilegt hálsmen að gjöf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.