Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 38
30 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR30 menning@frettabladid.is Bækur ★★ Stolnar raddir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir Afi fór ekki á honum Rauð Stolnar raddir er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Hrannar Kristjánsdóttur og sem slík lofar hún góðu. Söguhetjan er Sóllilja, rúmlega tvítug Reykjavíkurmær sem er í íslensku í Háskólanum, á dóttur og býr heima hjá ömmu. Hún segir söguna í nútíðinni í fyrstu persónu en inn í er fléttað flassbökkum til bernskunnar og sögu afa hennar og ömmu frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sú saga er um margt áhugaverð og öðruvísi og á köflum finnst lesanda sögu Sóllilju vera ofaukið og sú hugsun verður ásækin að bókin hefði kannski orðið betri ef saga afans og ömm- unnar hefði verið eina umfjöllunarefnið, enda sú saga bæði örlagaþrungnari og með dýpri undirtóni en nútíðarhluti bókarinnar. Bókin er ágætlega byggð og skemmtileg aflestr- ar, persónurnar áhugaverðar, en hefði mátt leggja meiri áherslu á persónusköpun afans og ömm- unnar í fortíðinni og setja þau í betra samhengi við þann tíma sem þau lifðu. Það örlar á því á köflum að höfundurinn þekki ekki sögusviðið nógu vel í þeim hluta sögunnar. Nútíð Sóllilju er árið 2009 en ekki finnur lesand- inn þó mikið fyrir því andrúmslofti sem þá ríkti í þjóðfélaginu, rétt er minnst á mótmæli, hrun og ólgu í framhjáhlaupi. Daglegt líf Sóllilju er kunnuglegt úr ýmsum bókum bæði innlendum og erlendum; leit ungrar konu að sjálfri sér, rótum sínum og stað í lífinu. Vettvangur þeirrar leitar er Þjóðarbók- hlaðan og seinna skúringar á Grund á daginn, ferðir á ölstofur á kvöldin sem leiða til þess að duglega lögfræðinemanum er dömpað fyrir miðaldra blaðamann með vafasamt orðspor í kvennamálum með tilheyrandi tauga- titringi og vangaveltum um hvort hann sé nú nógu hrifinn af henni. Þennan söguþráð þekkjum við vel en það er leyndarmálið úr fortíðinni sem gerir líf hennar, og um leið söguna, frábrugðið og heldur lesandanum við efnið. Hugrún Hrönn er lipur penni, textinn flæðir áreynslulaust og í bernsku- köflunum örlar á ljóðrænum tilþrifum. Fléttun sagnanna tveggja er hagan- lega gerð og lesandinn hvattur áfram með hæfilegu magni af upplýsingum til að viðhalda áhuganum á því að lesa áfram. Einhverjum vandræðum virðist höfundurinn þó hafa lent í við að enda söguna og er síðustu köfl- unum eiginlega ofaukið, þeir verða hálfgerður antíklímax sem dregur úr áhrifamætti þess þegar leyndarmálin upplýsast. Í heild er sagan þó hin besta skemmtun og augljóst að hér er kominn fram höfundur sem á framtíðina fyrir sér í skriftunum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Ágætlega byggð og vel skrifuð saga með skemmtilegu plotti, en hefði mátt við meiri dýpt. Bókaforlagið Omdúrman gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands bókina Jónas E. Svafár – ljóð og myndir. Þröstur Helgason ritstýrði verkinu um þennan sérstaka listamann. Í bókinni má finna heild- arsafn ljóða og mynda Jónasar E. Svafár (1925- 2004), meðal annars lit- prentaða, handgerða útgáfu að fyrstu ljóða- bók Jónasar „Það blæð- ir úr morgunsárinu“. Auk þess að ritstýra bókinni ritar Þröstur Helgason formála að bókinni, sem og Ingólf- ur Arnarsson mynd- listarmaður. Jónas var af samferðamönnum sínum kallaður grallari, sérvitr- ingur, gamansamur galgopi og hrekkjalómurinn með orðaleik- ina. Erindi hans var hins vegar skýrt, Jónas beindi spjótum sínum að yfirdrepsskap og heimsku vald- hafa, stríðsrekstri og mannúðar- skorti. Þröstur ritstýrði bókinni að umleitan Hjálmars Sveinssonar hjá Omdúrman. „Jónas E. Svafár er mjög spenn- andi höfundur,“ segir Þröstur, „og tímabært að dusta af honum rykið, hann var dálítið dottinn út úr sam- hengi.“ Þótt nafn Jónas- ar hafi ekki verið skráð með feitu letri á spjöld bók- menntasögunnar, telur Þröstur áhrif hans meiri en marg- an grunar. „Ég rek ákveðna slóð í formálanum,“ segir Þröstur. „Elías Mar sér til dæmis þráð í íslenskri ljóðlist allt frá Kvæðakveri Hall- dórs Laxness til ljóða Þórarins Eldjárns með viðkomu í Jónasi Svafár, Degi Sigurðarsyni og sjálf- um sér. Ég held að það megi líka finna áhrif frá Jónasi og þeirri hefð sem hann stóð fyrir í fyrstu ljóðabókum Einars Más, sem birt- ist til dæmis í málnotkun, orða- leikjum og þessari „banal“ pólit- ísku nálgun á veruleikann. Síðan eru það yngri skáld á borð við Steinar Braga, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Eirík Örn Norð- dahl. Ég held að áhrifa Jónasar gæti nokkuð í þeirra verkum.“ Jónas var sérstakur karakter og oft á skjön við sinn samtíma. Fyrir vikið hefur hann ekki verið metinn að verðleikum að mati Þrastar. „Það sýnir sig nokkuð skýrt þegar saga mannsins er skoðuð og viðtökurnar við bókum hans. Hann var alveg úti á jaðrinum í hinum íslenska bókmenntaheimi; meira að segja atómskáldin, sem voru þá á jaðrinum settu hann út á kant. Sjálfsagt fannst þeim hann skrít- inn og bernskur. En þegar maður rýnir í verk hans í ljósi þess sem var að gerast í alþjóðlegri ljóðlist og myndlist, hann teiknaði jú líka, virðist Jónas hafa verið í samræðu við það sem var að gerast ytra í þessum efnum.“ bergsteinn@frettabladid.is Skáld á jaðri jaðarskálda ÞRÖSTUR HELGASON Segir Jónas E. Svafár ávallt hafa verið hafðan úti á kanti, jafnvel meðal atómskáldanna sem áttu þó líka að heita úti á kanti hins íslenska bókmenntaheims. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bókaútgáf- an Ugla hefur endurútgef- ið skáldsöguna Panta l jón og sér- þjónustan eftir Mario Vargas Llosa. Hann hlaut sem kunnugt er Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir í ár og veitti þeim viðtöku fyrir helgi. Bókin segir frá Pantaljón höfuðs- manni, sem er úthlut- að sérstöku leyniverk- efni á vegum hersins í frumskógum Perú. Hann er að eðlisfari siðavand- ur og bregður því illi- lega þegar í ljós kemur að verkefnið felst í því að skipuleggja „sér- þjónustu“ kvenna til að svala ástarþörf- um hermannanna í afskekktum her- fylkjum. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýðir en þetta er eina skáldsaga Vargas Llosa sem þýdd hefur verið á íslensku. Pantaljón á íslensku Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Laugardag frá kl. 10-17 Sunnudag frá kl. 13-17 Virka daga frá kl. 10-18 Sængurver Frábærar jólagjafir! Dúnkoddi = 19.900,- Allur pakkinn Dúnsæng ++ 6.980,- 2 pör He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi 3.900,- 1 par 9.990,- 3 pör Memory Foam heilsuinniskór. Heilsusamleg jólagjöf á frábæru verði! Þrennutilboð! Sen dum frítt út á land ! ÚTGÁFUHÓF Í HAVARÍI Ritvélin, nemendafélag ritlistarnema við Háskóla Íslands, efnir til útgáfuteitis í bókabúðinni Útúrdúr í Austurstræti 6 á föstudag klukkan 17. Tilefnið er útgáfa bókarinnar Beðið eftir Sigurði. Nokkrir af höfundum bókarinnar lesa upp úr verkum sínum auk þess sem hljómsveitin Agent Fresco leikur lög af nýútgefinni plötu sinni í rólegum útsetningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.