Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 42
34 15. desember 2010 folk@frettabladid.is Zac Efron og Vanessa Hud- gens eru hætt saman eftir tæplega fimm ára samband. Hinn 23 ára gamli Zac og hin 22 ára gamla Vanessa felldu hugi saman við tökur á kvikmyndinni High School Musical fyrir fimm árum, en nú skilja leiðir. Þær dapurlegu fréttir bárust frá Hollywood að stjörnurnar Zac Efron og Vanessa Hudgens séu hætt saman eftir tæplega fimm ára samband. Greint var frá þessu á þriðjudaginn en ástæða slitanna ku vera sú að þau hafa þurft að verja full miklum tíma aðskilin vegna vinnunnar og segja vinir þeirra að þau vilji njóta þess að vera á lausu. Zac og Vanessa kynntust við tökur á Disney kvik- myndinni High School Musical, þar sem þau léku ástfangna unglingapar- ið Troy og Gabriellu, en það leið ekki á löngu þar til ástin á milli þeirra kviknaði í alvöru. Næstu fimm árin áttu eftir að verða afar athyglisverð. Tvær aðrar High School Musical kvik- myndir voru gerðar með þeim Zac og Vanessu í aðalhlutverkum, en stuttu eftir að mynd númer tvö kom út tókst Vanessu að koma sér í heimspressuna þegar nektarmynd- ir af henni láku á netið. Vanessa var miður sín og útskýrði að mynd- irnar hefðu eingöngu átt að vera handa Zac, en hún var einungis 17 ára þegar þær voru teknar. Þrátt fyrir hneykslið, stóð Disney sam- steypan með stjörnunni sinni og Vanessa hélt hlutverki sínu sem Gabriella og samband hennar við Zac raskaðist ekki. Það liðu aðeins tvö ár þar til nektarmynda skandallinn endur- tók sig, en árið 2009 birtust fleiri myndir af Vanessu sem einnig voru teknar árið 2007. Þá fóru af stað sögur þess efnis að Vanessa stæði sjálf á bak við lekann en ekk- ert hefur fengist staðfest í þeim efnum. Zac Efron virðist hafa sloppið við nektarmyndir af sér en miklar vangaveltur hafa þó verið um kynhneigð hans og vilja fjöl- margir meina að hann sé samkyn- hneigður. Efron hefur hins vegar blásið á allar þær kjaftasögur. Vinir Zacs og Vanessu eru hand- vissir um að þau muni taka saman á ný þar sem þau eiga víst að vera bestu vinir þrátt fyrir sam- bandsslitin. Við getum ekki annað en beðið og vonað það besta. kristjana@frettabladid.is Leiðir skilur hjá stjörnu- parinu Efron og Hudgens UNG OG ÁSTFANGIN Zac Efron og Vanessa Hudgens í hlutverkum sínum sem Troy Bolton og Gabriella Montez í kvikmyndinni High School Musical. SAMKYNHNEIGÐUR SÖNG- FUGL? Zac Efron hefur verið iðinn að leika í söngleikja- myndum eins og High School Musical og Hairspray og kannski er það þess vegna sem margir telja hann samkynhneigðan. NORDICPHOTOS/GETTY ÖLL Í NEKTARMYNDUNUM Nektar- myndir af Vanessu láku tvisvar á netið og vilja einhverjir meina að hún standi sjálf á bak við lekann. NORDICPHOTOS/GETTY „Allur ágóði af mótinu rennur beint til þeirra mæðgna og vonast ég til að sem flestir sjái sér fært að leggja okkur lið,“ segir Davíð Rúnarsson, einn- ig þekktur sem Dabbi Rú, eigandi Gullaldarinnar í Grafarvogi. Á morgun klukkan 20 hyggst Dabbi halda sérstakt góðgerðapókermót á Gullöldinni til að safna upp í stofnfrumumeðferð fyrir Ellu Dís, en barátta henn- ar hefur ekki farið fram hjá Íslendingum. Mótið er haldið í samráði við Rögnu, móður Ellu Dísar, og hefur Dabbi unnið að skipulagningu síðustu fjór- ar vikurnar. „Tilgangurinn er að safna upp í stofn- frumumeðferð sem er áætluð núna í apríl 2011 og er það mín von og vilji að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja við gott málefni,“ segir Dabbi. Fyrirkomulagið er þannig að það kostar 1.000 krónur að taka þátt í mótinu, en keppendur geta keypt sig inn eins oft og þeir vilja innan ákveð- ins tímaramma. „Heildarverðmæti vinninga er nú þegar komið í hálfa milljón og endar vonandi í einni kúlu svo ekki er einungis verið að styðja við frábæran málstað heldur er einnig til mik- ils að vinna,“ segir Dabbi, en vinningarnir koma úr ýmsum áttum. „Allar helstu stjörnur póker- samfélagsins munu taka þátt sem og einhverjir þjóðþekktir Íslendingar.“ - afb Spila póker til styrktar Ellu Dís GÓÐGERÐAPÓKER Allur ágóði pókermóts sem Dabbi Rú held- ur á Gullöldinni í Grafarvogi á morgun rennur til baráttu Ellu Dísar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Leikarinn Michael C. Hall og leikkon- an Jennifer Carpenter eru skilin eftir tveggja ára hjónaband. Hall og Carp- enter leika systkinin Dexter og Debru Morgan í hinum frábæru þáttum um Dexter. Talsmenn hjónanna fyrrverandi stað- festa þetta í yfirlýsingu til bandarískra fjölmiðla. Fullyrt er að þau hafi ekki búið saman í talsverðan tíma, en að skilnaðurinn sé á vingjarn- legum nótum. Þau giftu sig á gamlársdag árið 2008, en þau kynntust á tökustað Dexters- þáttanna. Dexter skilur við „systur“ sína SKILIN Þau leika systkini í Dexter en voru gift í alvöru. ER SAMANLAGÐUR árafjöldi Brads Pitt, Angelinu Jolie og barna þeirra sex, en þau eiga börnin Maddox, Pax, Zahöru, Shiloh, Knox og Vivienne. Pitt er 46 ára og Jolie 35 ára, en börnin eru á bilinu tveggja til níu ára.110 20.500kr. FUNK Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 S. 697 3521 22. des Akureyri Freyjusnesi 4 S. 869 0820 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 S. 892 9603 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.