Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 44
 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR The King‘s Speech er til- nefnd til sjö Golden Globe verðlauna en tilnefningarn- ar voru tilkynntar í gær. Hnefaleikamyndin The Fighter og Facebook-mynd- in The Social Network hlutu báðar sex. Það eru sam- tök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að Golden Globe en kynnir í ár, eins og í fyrra, verður Ricky Gervais. Fréttablaðið skautaði yfir tilnefningarn- ar og tæpir á því helsta. Ræða konungs leiðir Golden Globe-kapphlaupið BESTA MYNDIN: The King‘s Speech Kvikmynd um baráttu Georgs VI. við tal- málsörðugleika sína en hann stamaði. The Fighter Sígild hnefaleikasaga um hinn írska Micky Ward og leið hans á topp hnefa- leikaheimsins. Inception Vísindaskáldsögutryllir um hóp drauma- þjófa sem reyna að koma hugmynd fyrir í huga erfingja stórs orkufyrirtækis. Black Swan Harður heimur ballettdansara er til umfjöllunar þar sem tveir dansarar keppa um hylli áhorfenda. The Social Network Mark Zuckerberger stofnaði samskipta- síðuna Facebook en grunaði sennilega aldrei hversu mikið æði hún yrði. BESTI LEIKARI Jesse Eisenberg - The Social Network Colin Firth - The King‘s Speech James Franco - 127 Hours Ryan Gosling - Blue Valentine Mark Wahlberg - The Fighter BESTA LEIKKONA Halle Berry - Frankie & Alice Nicole Kidman - Rabbit Hole Jennifer Lawrence - Winter‘s Bone Natalie Portman - Black Swan Michelle Williams - Blue Valentine BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI Christian Bale- The Fighter Michael Douglas - Wall Street: Money Never Sleeps Andrew Garfield - The Social Network Jeremy Renner - The Town Geoffrey Rush - The King‘s Speech SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS - GAMAN/SÖNGUR The Big Bang Theory The Big C Glee Modern Family Nurse Jackie 30 Rock SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS - DRAMA Boardwalk Empire Dexter The Good Wife Mad Men The Walking Dead LEIKSTJÓRI ÁRSINS David Fincher - The Social Net- work Christopher Nolan - Inception Darren Aranofsky - Black Swan Tom Hooper - The King‘s Speech David O. Russell - The Fighter „Ég hélt auðvitað að þetta væri vegna kvenhylli minnar,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bóka- útgefandi hjá Forlaginu. Jóhann er annálaður katta- maður, kettirnir hans Breki og Randver eru í lykilstöðum í fyrir- tækinu, Breki er til að mynda end- urskoðandi en Jóhann tekur skýrt fram að hann hafi aldrei stigið loppu inn fyrir dyr Pricewater House Coopers. Kattaástin virðist hafa kvisast út meðal læða á höf- uðborgarsvæðinu því tvær slíkar hafa, með skömmu millibili, gert sig heimakomnar í húsakynnum Forlagsins við Bræðraborgarstíg. „Við höfðum mikið fyrir því að koma fyrri læðunni til eiganda síns og auglýstum meðal annars á Barnalandsvefnum. Einn starfs- maður hjá mér fór alltaf með hana heim til sín og það var grátur og gnístran tanna þegar eigandinn kom og sótti kisuna.“ Og nú hyggst Jóhann bregð- ast skjótt við og auglýsir hér með eftir eiganda læðunnar á mynd- inni til að koma í veg fyrir að slík tryggðasambönd, milli starfs- manns og kattar, endurtaki sig. Læðan er þó í góðu yfirlæti hjá Jóhanni og Guðrúnu konu hans, hefur farið heim með forleggj- aranum í hádeginu og kúrt hjá honum. Randver og Breki hafa að sögn Jóhanns tekið læðunni ágætlega þótt þeir séu báðir tveir frekir á athygli og bítist um hana daglega. Jóhann segir kattaáhugann sinn arfgengan, faðir hans hafi haft mikið dálæti á köttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér, hvað ég á auðvelt með að sýna köttum og börnum ótakmarkaða hlýju. Ætli ég vilji ekki vernda það sem lífið hefur ekki náð að spilla.“ - fgg Læðurnar sækja í Jóhann Pál Í GÓÐU YFIRLÆTI Jóhann Páll með læð- una sem Randver virðist líta hornauga. Jóhann leitar nú að eiganda hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Amy Adams - The Fighter Helena Bonham Carter - The King‘s Speech Mila Kunis - Black Swan Melissa Leo - The Fighter Jackie Weaver - Animal Kingdom Jólapappír verð frá 195.- ALLT FYRIR PAKKANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.