Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 44
 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR The King‘s Speech er til- nefnd til sjö Golden Globe verðlauna en tilnefningarn- ar voru tilkynntar í gær. Hnefaleikamyndin The Fighter og Facebook-mynd- in The Social Network hlutu báðar sex. Það eru sam- tök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að Golden Globe en kynnir í ár, eins og í fyrra, verður Ricky Gervais. Fréttablaðið skautaði yfir tilnefningarn- ar og tæpir á því helsta. Ræða konungs leiðir Golden Globe-kapphlaupið BESTA MYNDIN: The King‘s Speech Kvikmynd um baráttu Georgs VI. við tal- málsörðugleika sína en hann stamaði. The Fighter Sígild hnefaleikasaga um hinn írska Micky Ward og leið hans á topp hnefa- leikaheimsins. Inception Vísindaskáldsögutryllir um hóp drauma- þjófa sem reyna að koma hugmynd fyrir í huga erfingja stórs orkufyrirtækis. Black Swan Harður heimur ballettdansara er til umfjöllunar þar sem tveir dansarar keppa um hylli áhorfenda. The Social Network Mark Zuckerberger stofnaði samskipta- síðuna Facebook en grunaði sennilega aldrei hversu mikið æði hún yrði. BESTI LEIKARI Jesse Eisenberg - The Social Network Colin Firth - The King‘s Speech James Franco - 127 Hours Ryan Gosling - Blue Valentine Mark Wahlberg - The Fighter BESTA LEIKKONA Halle Berry - Frankie & Alice Nicole Kidman - Rabbit Hole Jennifer Lawrence - Winter‘s Bone Natalie Portman - Black Swan Michelle Williams - Blue Valentine BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI Christian Bale- The Fighter Michael Douglas - Wall Street: Money Never Sleeps Andrew Garfield - The Social Network Jeremy Renner - The Town Geoffrey Rush - The King‘s Speech SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS - GAMAN/SÖNGUR The Big Bang Theory The Big C Glee Modern Family Nurse Jackie 30 Rock SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS - DRAMA Boardwalk Empire Dexter The Good Wife Mad Men The Walking Dead LEIKSTJÓRI ÁRSINS David Fincher - The Social Net- work Christopher Nolan - Inception Darren Aranofsky - Black Swan Tom Hooper - The King‘s Speech David O. Russell - The Fighter „Ég hélt auðvitað að þetta væri vegna kvenhylli minnar,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bóka- útgefandi hjá Forlaginu. Jóhann er annálaður katta- maður, kettirnir hans Breki og Randver eru í lykilstöðum í fyrir- tækinu, Breki er til að mynda end- urskoðandi en Jóhann tekur skýrt fram að hann hafi aldrei stigið loppu inn fyrir dyr Pricewater House Coopers. Kattaástin virðist hafa kvisast út meðal læða á höf- uðborgarsvæðinu því tvær slíkar hafa, með skömmu millibili, gert sig heimakomnar í húsakynnum Forlagsins við Bræðraborgarstíg. „Við höfðum mikið fyrir því að koma fyrri læðunni til eiganda síns og auglýstum meðal annars á Barnalandsvefnum. Einn starfs- maður hjá mér fór alltaf með hana heim til sín og það var grátur og gnístran tanna þegar eigandinn kom og sótti kisuna.“ Og nú hyggst Jóhann bregð- ast skjótt við og auglýsir hér með eftir eiganda læðunnar á mynd- inni til að koma í veg fyrir að slík tryggðasambönd, milli starfs- manns og kattar, endurtaki sig. Læðan er þó í góðu yfirlæti hjá Jóhanni og Guðrúnu konu hans, hefur farið heim með forleggj- aranum í hádeginu og kúrt hjá honum. Randver og Breki hafa að sögn Jóhanns tekið læðunni ágætlega þótt þeir séu báðir tveir frekir á athygli og bítist um hana daglega. Jóhann segir kattaáhugann sinn arfgengan, faðir hans hafi haft mikið dálæti á köttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér, hvað ég á auðvelt með að sýna köttum og börnum ótakmarkaða hlýju. Ætli ég vilji ekki vernda það sem lífið hefur ekki náð að spilla.“ - fgg Læðurnar sækja í Jóhann Pál Í GÓÐU YFIRLÆTI Jóhann Páll með læð- una sem Randver virðist líta hornauga. Jóhann leitar nú að eiganda hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI Amy Adams - The Fighter Helena Bonham Carter - The King‘s Speech Mila Kunis - Black Swan Melissa Leo - The Fighter Jackie Weaver - Animal Kingdom Jólapappír verð frá 195.- ALLT FYRIR PAKKANA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.