Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 46

Fréttablaðið - 15.12.2010, Síða 46
38 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Klovn: The Movie verður frumsýnd í Danmörku í kvöld og það ríkir mikil eftirvænting meðal Baun- verja hvernig þeim Frank og Casper reiðir af á hvíta tjaldinu. Dreifingaraðili myndarinnar telur Klovn vera nýjustu útflutnings- vöru Danmerkur. Klovn: The Movie verður, ef að líkum lætur, einn stærsti smell- ur í sögu danskrar kvikmynda- gerðar. Frank Hvam og Casper Christiansen eru kóngar danskr- ar kómedíu um þessar mundir og fjölmiðlar fylgjast með hverju skrefi þeirra; það varð til að mynda mikið fjölmiðlafár þegar veggspjald myndarinnar birtist en þar sést greinilega í lim Caspers Christiansen þar sem hann ligg- ur umkringdur nöktum konum og karlmannshendi. Að sögn Rikke Ennis, sölustjóra hjá TrustNordisk sem dreifir og selur bæði myndina og þættina fyrir framleiðslufyrirtækið Zent- ropa, eru Klovn-þættirnir ein- stakir á Norðurlöndunum. Þetta sé til að mynda fyrsta norræna gamanserían sem sé sýnd samtím- is í nágrannalöndunum Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og samveldislönd- unum Færeyjum og Grænlandi. Og svo sé það Ísland en Ennis lýsir Klovn-æðinu hér sem ótrú- legu fyrirbæri. „Frank og Casper eru orðnir að hálfgerðum menn- ingarfyrirbærum þar og Klovn- þættirnir eru sagðir vera vin- sælli en Twilight,“ útskýrir Ennis í viðtali við danska blaðið B.T og bætir við að þetta sé algjört brjál- æði. Fulltrúi Iceland Express hafi hringt í Casper sjálfan og beðið um leyfi til að sýna þættina í flugi milli Íslands og Ameríku. Þeir Casper og Frank geta ekki kvartað yfir vinsældum sínum, Frank hefur þvælst um alla Dan- mörku með uppistandssýningu sína og sýnt fyrir fullu hús. Sam- kvæmt B.T. þénuðu þeir félagar yfir 120 milljónir saman á síðasta ári og lepja því varla dauðann úr skel á næstunni enda má fastlega gera ráð fyrir að kvikmyndin eigi eftir að skila þeim nokkrum krón- um í vasann. Klovn: The Movie verður síðan frumsýnd hér á landi 1. janúar og þeir Casper og Frank eru væntanlegir til Íslands þótt ekki liggi fyrir hvort þeir mæti fyrir áramót eða strax á nýju ári. freyrgigja@frettabladid.is Furðar sig á vinsældum Franks og Caspers á Íslandi ÓTRÚLEGAR VINSÆLDIR Frank Hvam og Casper Christiansen njóta ótrúlegra vinsælda á Norðurlöndunum og kvikmyndarinnar um ævintýri þeirra er beðið með eftirvæntingu. Veggspjald myndarinnar olli fjölmiðlafári í Danmörku enda sést þar í lim Caspers Christiansen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steve Brodsky, söngvari og gítar- leikari bandarísku rokksveitar- innar Cave In, spilar á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld. Brodsky á að baki fimmtán ára feril með Cave In en hefur undanfarin ár látið að sér kveða sem sólótónlistarmaður. „Hann hefur verið að gefa út sólóplötur undir sínu nafni en hljómsveitin Cave In, sem hann er frægastur fyrir að hafa verið í, er enn þá starfandi,“ segir Leifur Björnsson, skipuleggjandi tónleik- anna. „Þeir í Cave In voru upp- hafsmenn þessar emo-stefnu sem hefur verið að tröllríða öllu. Þeir njóta mikillar virðingar, sérstak- lega á meðal músíkanta, og hafa farið í stór tónleikaferðalög með böndum á borð við Foo Fighters og Muse.“ Efnisskrá tónleikanna á Sódómu spannar allt frá ólgandi krafti áranna með Cave In yfir í melódíska kassagítartónlist, auk þess sem áheyrendur fá að skyggnast inn í sólóferil Brodskys. „Þetta er óumdeilanlega mjög merkilegur náungi. Þessi músík sem hann er að gera í dag er dálít- ið ólík Cave In. Hún er meira óraf- mögnuð og lágstemmdari,“ segir Leifur. - fb Forsprakki Cave In til Íslands STEVE BRODSKY Brodsky spilar á Sódómu Reykjavík á fimmtudagskvöld. - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK 12 12 1010 16 16 10 10 10 10 L LL L L L L7 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:10 HARRY POTTER kl. 6 - 9 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D kl. 6 NARNIA-3D kl. 5.30, 8 og 10.30 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5.30, 8 og 10.30 HARRY POTTER kl. 5, 8 og 10.10 DUE DATE kl. 8 THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 8 - 10:10 KONUNGSRÍKI UGLANNA M/ ísl. Tali kl. 5:50 DON CARLO Ópera endurflutt kl. 6 THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 THE JONESES kl. 8 HARRY POTTER á morgun kl. 5:30 - 8:30 RED kl. 10:10 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 M I Ð A S A L A Á M I Ð A S A L A Á ÓHUGNALEG SPENNUMYND SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG BRETLANDI! Frá Íslandsvininum Eli Roth sem færði okkur Hostel ásamt framleiðendum Dawn of the Dead. SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D kl. 5.45 - 8 - 10.15 FASTER kl. 8 Síðasta sýning PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.45 7 16 16 L Nánar á Miði.is NARNIA 3 3D kl. 4 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 FASTER kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10.10 THE NEXT THREE DAYS KL. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4 - 6 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 3.40 7 7 16 16 12 L 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TAL ÍSL. TAL T.V. - KVIKMYNDIR.IS "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL HEIMSFRUMSÝNING Í 3-D - bara lúxus Sími: 553 2075 NARNIA 3D 7 og 10 7 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 og 10 16 THE NEXT THREE DAYS 8 og 10.30 12 NIKO OG LEIÐINN TIL STJARNANNA 6 - ISL TAL L ARTÚR 3 6 - ISL TAL L

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.