Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2010 39 Rapparinn Ja Rule má muna fífil sinni fegri. Hann náði talsverð- um vinsældum upp úr aldamót- um, en lítið hefur spurst til hans undanfarin misseri. Þar til nú. Ja Rule hefur verið ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm. Rapparinn hefur játað brotið sem átti sér stað árið 2007 þegar lögreglan stöðvaði hann fyrir of hraðan akstur og fann byssu í bílnum hans. Dómari sker úr um hvort hann fer í fangelsi eða ekki 9. febrúar á næsta ári, en hann gengur laus þangað til. Ja Rule í steininn HVER? Jú, þetta er Ja gamli Rule. Leikarinn Nicolas Cage hefur lengi verið duglegur við að leika sturlaða menn, en nú veltir almenningur í Rúmeníu fyrir sér hvar mörkin milli leiks og alvöru liggja. Cage er staddur í Rúmeníu við tökur á kvikmyndinni Ghost Rider 2. Hann sturlaðist á veit- ingastað í Búkarest á dögunum og rúmenskur vegfarandi tók kastið upp á síma og mynd- bandið fer nú eins og eldur í sinu um vestræna fjöl- miðla. Ekki er vitað hvað fór í taugarnar á Cage, sem öskraði á starfsmenn veitingastað- arins eins og hann ætti lífið að leysa. Sturlaðist í Rúmeníu KLIKK Nicolas Cage lét starfsmenn veitingastaðar í Búkarest heyra það. Þórunn Björnsdóttir segir það hafa verið gæfuríka ákvörðun þegar hún tók að sér að stjórna Skólakór Kársness fyrir 35 árum. „Það geta öll börn sungið ef þau fá tækifæri til þess,“ segir Þór- unn Björnsdóttir, kórstjóri Skóla- kórs Kársness. Þórunn hefur vakið mikla athygli fyrir það frábæra kóra- starf sem hún hefur unnið í Kárs- nesskóla í Kópavogi, en hún hefur stjórnað skólakórnum í 35 ár. „Ég var rétt rúmlega tvítug þegar ég byrjaði. Ég var nemandi í Skóla- hljómsveit Kópavogs þegar mér var skipað að fara að stjórna kór,“ segir Þórunn og hlær. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þetta var gæfurík ákvörðun og það varð aldrei aftur snúið.“ Þórunn velur ekki söngvara í kórinn heldur mega allir nem- endur Kársnesskóla vera með. Eins gerir stundaskrá nemenda í 3.-7. bekk ráð fyrir kóræfing- um, sem er algjör sérstaða hér á landi. „Margir skólar bjóða ekki upp á tónmenntakennslu og það er mjög dapurt. Það hafa margir krakkar verið í kórnum hjá mér sem síðar hafa haldið áfram í tónlist. Einhverjir þeirra hefðu kannski aldrei vitað að þeir hefðu einhverjar tónlistargáfur og þá hefðu þeir aldrei fengið tækifæri til að þroska þennan hæfileika,“ segir Þórunn, en söngvararnir Emilíana Torrini og Gissur Páll Gissurarson voru til dæmis eitt sinn í skólakór Þórunnar. Nú fyrir jólin kemur út disk- ur með Skólakór Kársness sem ber nafnið „Englar í snjónum“, en diskurinn er sá sjöundi sem kórinn gefur út. „Hátt í 200 börn koma fram á þessum diski og allt eru það nemendur úr Kárs- nesskóla,“ segir Þórunn. Kórinn hefur sungið með mörgum helstu flytjendum landsins og á dögun- um kom hann fram á jólatónleik- um Björgvins Halldórssonar. „Það er alveg ógleymanleg lífs- reynsla fyrir öll þessi börn að fá að standa í troðfullri Laugardals- höll með öllu þessu þekkta fólki,“ segir Þórunn. Hinn 19. desem- ber verður kórinn með tónleika í Salnum í Kópavogi. „Við ætlum að syngja lög af nýja diskn- um í bland við gömul jólalög. Diddú ætlar að koma og syngja með okkur,“ segir hin hógværa Þórunn Björnsdóttir að lokum. kristjana@frettabladid.is Hefur stjórnað skólakór í 35 ár ÞEKKIR EKKI ANNAÐ EN KÓRSTJÓRN Þórunn Björnsdóttir hefur verið kórstjóri Skóla- kórs Kársness frá tvítugu og heldur ótrauð áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það geta öll börn sungið ef þau fá tæki- færi til þess. ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR KÓRSTJÓRI SKÓLAKÓRS KÁRSNESS Ástríða í íslenskri matargerð www.ora.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.