Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 48
 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR40 sport@frettabladid.is 29 DAGAR ÁRIÐ 1938 var fyrsta HM í handbolta. Það var haldið í Þýskalandi og tóku aðeins fjórar þjóðir þátt í mótinu sem var spilað á tveim dögum. Heimamenn urðu heimsmeistarar en hinar þjóðirnar í mótinu voru Austurríki, sem varð hluti af Þýskalandi mánuði síðar, Danmörk og Svíþjóð. Leiktíminn á mótinu var tvisvar sinnum tíu mínútur. 18.000 manns fylgdust með mótinu. HANDBOLTI Þegar Patrekur Jóhann- esson setti inn auglýsingu eftir leikmönnum í hálfkæringi grun- aði fáa hverju það myndi skila. Sigfús Sigurðsson svaraði, sagð- ist vera klár í slaginn og skömmu síðar var hann kominn til Þýska- lands og út á völlinn. Með Sigfús innanborðs hefur gengi Emsdetten verið með ólík- indum og sjálfur er Sigfús að spila vel. Hann er sífellt að bæta sinn leik, sem og líkamlegt ástand. „Ég veit nú ekki hvort þetta gengi er allt mér að þakka. Menn eru almennt að spila vel. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman fyrir mig og ég tel mig vera að fá smá uppreist æru,“ segir Sigfús, sem var ekkert að spila hér heima áður en hann fór út. Valsmenn afþökk- uðu þjónustu hans í vetur. „Ég ætlaði að klára ferilinn í vetur með Val á hundrað ára afmælisárinu. Svo var mér tjáð að minnar þjónustu væri ekki óskað. Þeir vildu yngja upp og nota Orra Frey og Gunnar Harðar. Ég hafði skilning á því en auðvitað hefði ég viljað vera með.“ Sigfús er farinn frá því að spila í nokkrar mínútur í að spila nánast heila leiki með Emsdetten. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu. Leikæfingin og formið hefur komið smám saman og ég er farinn að spila mikið. Ég hef fundið neistann hjá mér eftir að ég kom út. Eldmóðurinn og bar- áttuandinn er enn til staðar. Ég nýt þess að spila. Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sigfús, sem hefur verið í miklum vandræðum með hnéð á sér en segist allur vera að koma til. „Það var alltaf verkur í hnénu síðasta vetur. Pásan í sumar hefur gert mér gott og það eru engir verkir lengur. Ég er merkilega góður í hnénu. Það eina sem hefur farið illa í mig er langar rútuferð- ir en þá verð ég stífur í baki og mjöðmum enda gamall skrokkur. Ég verð að viðurkenna að hnéð er að halda betur en ég þorði að vona. Ég er því afar kátur með þetta allt saman,“ segir Sigfús, sem hefur misst um tíu kíló síðan hann fór út. Hann mætir sínum gömlu félög- um í Magdeburg í kvöld og bíður spenntur. „Ég þekki enn menn þarna og fór að sjá leikinn hjá þeim um síðustu helgi. Hitti þar gamla félaga og vini sem eru enn að starfa þarna. Þar voru stuðningsmenn félags- ins að syngja nafnið mitt og það var skemmtilegt. Menn eru ekki búnir að gleyma mér og þetta verð- ur virkilega skemmtilegur leikur.“ - hbg Sigfús Sigurðsson sér ekki eftir því að hafa skellt sér til Þýskalands og ákveðið að spila fyrir Patrek: Þetta er búið að vera ótrúlega gaman Á FULLRI FERÐ Sigfús er hér við það að skora fyrir Emsdetten. HANDBOLTI Þýska félagið Emsdetten hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og situr sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar. Aðeins fimm stig eru þó í toppinn. Liðið hefur verið á gríðarlegri siglingu síðan það fékk Sigfús Sigurðsson í sínar raðir en innkoma hans hafði augljóslega góð áhrif á liðið. Í kvöld á Emsdetten síðan stór- leik er það mætir úrvalsdeildarliði Magdeburg í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. „Það er mikil stemning fyrir þessum leik og í fyrsta skipti er uppselt á völlinn og mikil stemn- ing í bænum. Húsið tekur um 2.300 manns í sæti og það verður gaman að leika fyrir fullu húsi en við erum venjulega með yfir 1.000 manns á vellinum. Þessi leikur gefur félaginu og leikmönnum liðs- ins mikið og við erum afar spennt- ir,“ segir Patrekur við Fréttablaðið en strákarnir hans ætla að selja sig dýrt enda hafa þeir allt að vinna en engu að tapa. Fúsi hefur hleypt miklu lífi í okkar lið Eins og áður segir er liðið á mikilli siglingu í deildinni og Patrekur er afar ánægður með liðið. Er þetta góða gengi allt Sigfúsi að þakka? „Fúsi hefur haft góð áhrif á liðið. Ég ætla ekki að gera lítið úr hans hlut en ég var í miklum vandræð- um þegar hann kom til okkar. Þá voru báðir línumennirnir og varn- armennirnir frá vegna meiðsla. Hann hefur hleypt lífi í okkur og við unnum toppliðið í fyrsta leik hans með okkur. Hann kom ekki í neitt rosalegu góðu formi en ég hef notað hann rétt. Hann æfir minna og kemur sér í spilform í leikjun- um. Hann hefur hjálpað mér mikið og það kom mér á óvart hversu mikið hann hefur getað pínt sig,“ segir Patrekur en Sigfús hefur sífellt verið að bæta sig. Kom mér á óvart hversu sterkur Fúsi er enn í sókninni „Í fyrsta leiknum bað hann um pásu eftir þrjár mínútur og átján sekúndur en núna er hann farinn að spila um 50 mínútur í hverjum leik og það bæði í vörn og sókn. Hann er enn öflugur í sókninni og það kom mér á óvart. Hann nýtir færin vel, blokkerar vel og skil- ar miklu til liðsins. Hann smitar einnig út frá sér til annarra og menn bera virðingu fyrir honum enda átti hann flottan feril í Þýska- landi,“ segir Patrekur og hlær er hann rifjar upp aðdraganda þess þegar Sigfús kom til félagsins. „Þetta grín sem ég var með á Facebook hefur reynst mér vel. Þetta er besta grín sem ég hef tekið þátt í,“ segir Patrekur og hlær dátt. Ánægður með Hreiðar og Fannar Tveir aðrir Íslendingar eru í her- búðum liðsins – landsliðsmark- vörðurinn Hreiðar Levý Guð- mundsson og Fannar Friðgeirsson, fyrrverandi leikmaður Vals og Stjörnunnar. „Fannar var sterkur í undirbún- ingnum og lykilmaður hjá mér. Hann meiddist svo strax í þriðja leik og var frá í nokkrar vikur. Hann er að koma til baka. Hefur verið sterkur í vörninni og er allt- af að bæta sig í sókninni og verða meiri stjórnandi. Fyrsta árið er erfitt hjá öllum. Bæði hjá Fannari og Magnusi Wislander. Ég er samt ánægður með hann,“ segir Patr- ekur og bætir við með Hreiðar að hann hafi ekki alltaf náð að sýna sitt besta þar sem hann sé sjaldan að spila með sömu vörninni. „Hann hefur átt sína leiki og síðan dottið niður. Það hefur haft sín áhrif að ég þarf stöðugt að breyta vörninni og það er ekki auð- velt fyrir markverði. Hann hefur síðan staðið upp þess á milli og skil- að sínu. Ég er því ánægður með þá báða í heildina.“ Patrekur ákvað að hella sér út í þetta ævintýri í eitt ár. Hann fékk að taka launalaust leyfi í vinnu sinni heima á Íslandi og framhald- ið er óákveðið. „Ég sé alls ekkert eftir því að hafa tekið slaginn hér úti og prófað þetta. Ég vissi að þetta væri ekki öruggasta starf í heimi enda fjúka þjálfarar grimmt hér í Þýskalandi. Ég vissi að þetta gæti farið á hvorn veginn sem var. Það er ekki búið að taka ákvörðun með framhaldið og það skýrist ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Patrekur, sem vonast til þess að blanda sér í toppbaráttuna eftir áramót þegar fleiri leikmenn koma úr meiðslum. henry@frettabladid.is Besta grín sem ég hef tekið þátt í Patrekur Jóhannesson stýrir Íslendingaliðinu Emsdetten sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Hann er með þrjá íslenska leikmenn á sínum snærum og frægt er þegar hann fékk Sigfús Sigurðsson til félagsins eftir að hafa auglýst eftir leikmanni á Facebook. Liðið hefur síðan verið á mikilli siglingu í deildinni. LÍFLEGUR Patrekur er venjulega mjög lifandi á hliðarlínunni og tekur virkan þátt í leiknum. ÍSLENDINGAR HJÁ EMSDETTEN Patrekur þjálfari er hér með íslensku lærisveinunum sínum hjá Emsdetten, þeim Hreiðari Levý, Sigfúsi og Fannari. HANDBOLTI Guðmundur Karlsson hefur sagt upp störfum sem þjálf- ari FH í N1-deild kvenna. Guð- mundur var á sínu fjórða tímabili með liðið. FH er í fimmta sæti deildarinn- ar, sex stigum frá næsta liði fyrir ofan. Liðið vann síðasta deildar- leik sinn undir stjórn Guðmundar gegn Gróttu 24-21. Um ákvörðunina segir Guð- mundur meðal annars á heima- síðu FH: „Þegar lagt var af stað með að byggja upp kvennalið FH var það sannur heiður fyrir mig að koma að því að hjálpa mínu uppeldisfélagi. Lagt var upp með metnaðarfulla áætlun sem miðaði að því að koma liðinu í fremstu röð á 3-4 árum en það hefur ekki gengið eftir. Framfarir hafa þó verið góðar og margir leikmenn komist í og leikið lykilhlutverk með yngri landsliðum Íslands. Einnig lék liðið til úrslita í Bikar- keppni HSÍ árið 2009 en stóra skrefið í átt að stöðugleika hefur ekki verið tekið. „Fyrir þessu eru margar ástæður en erfið fjárhagsstaða hefur að sjálfsögðu gert þetta allt erfiðara, enda er handknatt- leiksdeild FH að starfa í erfiðu umhverfi. Umgjörð og aðbúnað- ur meistaraflokks kvenna í FH hefur ekki verið eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og engar auðveld- ar lausnir í boði. Eftir að hafa lagt allt mitt af mörkum til verk- efnisins ákvað ég að stíga til hlið- ar í þeirri von að hægt verði að halda uppbyggingunni áfram á traustum grunni. Áfram FH.“ Tilkynnt verður um eftirmann Guðmundar á allra næstu dögum. - egm Kvennalið FH án þjálfara: Guðmundur sagði upp HÆTTUR Guðmundur Karlsson er hættur hjá FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI KR hefur leikið með Shell-merkið framan á búningum sínum til fjölda ára en samstarfi KR og Skeljungs er lokið. Knattspyrnudeild KR hefur samið við Eimskip og verður merki Eimskipafélagsins því á KR-búningnum næstu árin. - hbg Breytingar á KR-búningnum: Shell spilar ekki lengur með KR BREYTING Katrín Ásbjörnsdóttir og Skúli Jón Friðgeirsson í nýju búningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.