Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 54
46 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM NICK CAVE Valdi Ólöfu Arnalds sem upphitunar- atriði Grinderman. „Þeir ætla að vera saman í New York yfir hátíð- arnar og buðu okkur að koma með,“ segir Andri Jónsson, 21 árs starfsmaður á Austri, en hann ving- aðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley þegar þeir voru staddir hér á landi fyrir skömmu. Andri og vinkona hans hafa nú bókað ferð til New York 23. desember og ætla að eyða jólunum með Hollywoodstjörnunum. „Það er ekki mikið búið að plana en við ætlum allavega út á lífið,“ segir Andri, en þau munu dvelja á hóteli í miðbæ Manhattan. Tímasetning ferðarinnar er vægast sagt undarleg og því vert að spyrja Andra hvað fjölskyldunni finn- ist um þetta ferðalag yfir jólin. „Ég veit það ekki, þeim finnst þetta örugglega bara fínt,“ segir hann og hlær. Fréttablaðið greindi frá því þegar Penn Badgley úr Gossip Girl og Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives voru staddir hér á landi í lok nóvember. Þá kom fram að þeir hefðu haldið mest til á Austri og vingast við starfsfólkið, þar á meðal Andra. „Þeir voru mjög ánægðir hérna og ætla mjög líklega að koma aftur í sumar. Þá langar til að sjá Ísland yfir sumartímann,“ segir Andri. Það er því nokkuð ljóst að þær íslensku stúlkur sem misstu af stjörnunum síðast, geta tyllt sér inn á Vegamót og Austur næsta sumar. - ka Eyðir jólunum í stjörnufans FLÝGUR ÚT Á ÞORLÁKSMESSU Andri Jónsson vingaðist við þá Shawn Pyfrom og Penn Badgley og eyðir jólunum með þeim í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er frábært að fá að spila á undan Nick Cave í hans heima- landi,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds, sem hitar upp fyrir hljóm- sveitina Grinderman á tónleikum í Tasmaníu í Ástralíu um miðjan janúar. Forsprakki Grinderman er Ástr- alinn Nick Cave, sem hefur hald- ið tónleika hér á landi og einnig unnið með leikhópnum Vesturp- orti. Fyrirhugaðir eru nokkrir tón- leikar með Ólöfu í Ástralíu í janúar og í framhaldi af því höfðu Cave og félagar samband við hana. „Út af því að það var ljóst að ég yrði í Ástralíu á þessum tíma var ég eitt af þeim atriðum sem komu til greina. Mér skilst að þeir hafi valið mig úr þeim hópi,“ segir Ólöf en um eina tónleika verður að ræða. Hún hefur lengi fylgst með ferli Nicks Cave. „Þetta er flottur listamaður og mikið skáld líka. Þetta verður mjög spennandi.“ Ólöf gaf nýlega út sína aðra plötu, Innundir skinni, sem hefur hlotið frábæra dóma bæði hér heima og erlendis. Lagið Madrid sem er að finna á plötunni var nýlega valið lag ársins í flokki söngvaskálda og hlýt- ur það einnig að teljast mikill heiður fyrir Ólöfu. „Mér finnst ánægju- legt að þetta lag skyldi fá þetta vægi því ég var frekar ánægð með það og hvernig ég samdi það,“ segir hún en lagið var ekki gefið út á smáskífu. Ítarlegt viðtal við Ólöfu verður birt í Fréttablaðinu á morgun þar sem hún talar um nýju plötuna og tónleika- ferð sína um Evr- ópu og Bandarík- in. Þar hitaði hún upp fyrir frönsku sveitina Air og bandarísku grúpp- una Blonde Redhead. - fb Ólöf Arnalds hitar upp fyrir Grinderman Diskóeyjan er ein vinsælasta plata ársins og lagið Gordjöss hefur notið ótrúlegra vinsælda. Nú er afráðið að Diskóeyjunni verður breytt í söng- leik og sett upp sem slík í Borgar- leikhúsinu árið 2012. Bragi Valdi- mar Skúlason og Óttarr Proppé, hugmyndasmiðirnir á bak við plöt- una, ætla að setjast niður á næst- unni og skrifa nýtt handrit sem verður þó byggt á söguþræðinum í Diskóeyjunni en hún fjallar um systkini sem send eru á Diskóeyj- una til að læra sitthvað um lífið og tilveruna hjá prófessornum, vinum hans og furðuverum. Þá stendur til að semja lög fyrir nýja Diskóeyjar- plötu. „Þetta var óumflýjanlegt og við Óttarr munum kokka þetta upp,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Fréttablaðið. Hann veit reyndar ekki hvernig hann á að fara að því að ná í skottið á Óttarri því hann sé yfirleitt lokaður inni á fundum sökum starfs síns sem borgarfull- trúi Besta flokksins. „Ég verð bara að tjóðra hann niður við næsta stól,“ segir Bragi í alvarlegum tón. Laga- höfundurinn og textasmiðurinn við- urkennir hins vegar góðfúslega að þetta hafi alltaf verið hugmyndin. „Þetta var alveg á hernaðaráætl- uninni, að koma þessu í leikhúsið. Þegar við gerðum Gilligill-plöt- una þá fundum við aldrei almenni- legan flöt á þessu en frá því að við staðsettum persónu Óttars á Diskóeyjunni var þetta aldrei nein spurning í okkar huga.“ Braga kom það jafnframt í opna skjöldu hversu vel leikhúsheimur- inn er skipulagður. Því hann hafði allt eins búist við því að hoppa upp á svið um næstu helgi og frumflytja söngleikinn. Slíkt hefði nú ekki þótt óvanalegt í tónlistarheiminum. En stefnan hefur verið sett á 2012 og Stóra svið Borgarleikhússins. Stóru spurningarnar hljóta hins vegar að vera tvær; mun Óttarr bregða sér í líki Prófessorsins og ætlar Páll Óskar að vera með? „Það hefur komið til tals með Óttarr enda ekki auðvelt að fara akkúrat í þessa skó og feta í fótspor hans. Og hvað varð- ar Pál Óskar þá hefur verið rætt við hann. Páll er mjög jákvæður enda þykir honum ekkert leiðinlegt að spranga um sviðið.“ freyrgigja@frettabladid.is BRAGI VALDIMAR: ÞARF AÐ TJÓÐRA ÓTTAR NIÐUR VIÐ NÆSTA STÓL Diskóeyjan verður að söngleik í Borgarleikhúsinu ALLIR Á SVIÐ Bragi Valdimar og Óttarr Proppé ætla að setjast niður á næstunni og skrifa handrit að söngleik upp úr Diskóeyjunni. Bragi vonast til að borgarfulltrúinn bregði sér svo í hlutverk prófessorsins þegar söngleikurinn fer á fjalirnar 2012 og að Páll Óskar fari á sviðið og syngi lagið Gordjöss. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLÖF ARNALDS Tónlistarkonan hitar upp fyrir hljómsveitina Grinderman í Ástralíu á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Geislaplöt- ur af Disk- óeyjunni eru farnar frá útgefandanum Senu í búðir samkvæmt síðustu tölum. HEIMILD: SENA 4.085 „Mér finnst rosa gott að fá mér hamborgara á Hamborgara- bílnum. Hann er ekki hollur, en hann er góður og skilur mig eftir með bros á vör.“ Guðmundur Kristjánsson knattspyrnu- maður. Einstakir jólatónleikar í Bústaðakirkju 18. desember, örfá sæti laus Tryggðu þér eintak af ævisögu Kristjáns Jóhannssonar! ÁHRIFAMIKIL OG DRAMATÍSK 2. PRENTUN KOMIN Fótboltaskór fyrir gervigras. Barnastærðir. Fótboltalegghlífar. Stærðir: 140-190. Fótbolti, Champions League.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.