Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 6
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR6 Alþingi: Óeining í stjórnarliðinu við afgreiðslu fjárlaga Tolli vinnustofa Héðinsgötu 2 104 Reykjavík Ég verð með vinnustofu mína opna almenningi hvern föstudag frá kl. 14-18 þar sem ég rabba við gesti á meðan ég mála. Kakó, búddate og piparkökur. Allir velkomnir. O P I N VI N N U ST O F A „Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þing- manna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta.“ Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið eftir atkvæðagreiðslu um fjárlög í gær. Þrír þingmenn VG; Atli Gísla- son, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Móses- dóttir, sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Í y f i r lýs - ingu til þing- flokks VG frá í gærmorgun útskýra þremenningarnir afstöðu sína. Í henni segir að þótt nokkuð hafi áunnist í því að afstýra stór- slysi í upphaflegum niðurskurð- aráformum í heilbrigðisþjónustu og almannatryggingakerfinu sé fjárlagafrumvarpið enn boð- beri kreppudýpkandi efnahags- áætlunar sem vegi of harkalega að þeim grunnstoðum sem ríkisstjórnin hafi lofað að standa vörð um. Enn fremur segja þeir ríkisstjórnina og forystumenn hennar þurfa að taka vinnu- brögð sín til gagngerrar endurskoðunar. „Vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið við gerð fjárlaga- frumvarpsins, sem og ýmsum öðrum stórum og afdrifaríkum málum, hafa einkennst af for- ræðishyggju og foringj- aræði frekar en lýðræð- islegri ákvarðanatöku.“ Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokks- formaður VG, segir þau orð ómakleg. „Þau þurfa að skýra þetta út. Fjárlagafrumvarp- ið hefur oft verið rætt í þingflokki VG og allar meginlínur voru kynnt- ar áður en frumvarpið var lagt fram. Þetta er ómaklegt vegna þess að að baki þessarar niður- stöðu stendur stærst- ur hluti þingflokksins.“ Um stöðu ríkisstjórnar- innar segir Árni Þór að hún hafi enn meirihluta á þingi. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og vara- formaður fjárlaga- nefndar, segir þremenn- ingana ráða örlögum ríkisstjórnarinnar. „Þau verða að svara hvað þau ætla að gera. Við vitum ekki hver afstaða þeirra til framhaldsins er.“ Hann varð fyrir vonbrigðum með afstöðu þeirra í atkvæða- greiðslunni. „Ég varð fyrir gríð- arlegum vonbrigðum. Við höfum unnið að þessu fjárlagafrum- varpi í tvo og hálfan mánuð. Ekk- ert okkar er í sjálfu sér ánægt með að þurfa að gera það sem við erum að gera en aðstæðurn- ar eru bara svona og við reynum að gera þetta með okkar hætti og öðru vísi en aðrir flokkar hefðu gert við sömu aðstæður. Þau sýna okkur samstarfsfólkinu og þeirri vinnu sem við höfum lagt í þetta verk mikla lítilsvirðingu.“ bjorn@frettabladid.is Lítur svo á að fækkað hafi í stjórnarliðinu Þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Þeir krefjast nýrra vinnubragða í ríkisstjórn. Flokksbræður þeirra eru sárir. Þingflokks- formaður Samfylkingarinnar telur þremenningana ekki lengur til stjórnarliða. VIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLUNA Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Móses- dóttir sátu, ásamt stjórnarandstöðunni, hjá þegar greidd voru atkvæði um fjárlög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkissjóður verður rekinn með 37,3 milljarða króna halla á næsta ári, samkvæmt fjárlögunum sem samþykkt voru í gær. Í meðförum þingsins frá því að fjárlagafrum- varpið var lagt fram 1. október hefur gatið stækkað um rúman milljarð. Bæði útgjalda- og tekju- liðir tóku nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kvaðst við atkvæða- greiðsluna eiga sér þá von að fjárlögin mörkuðu nýtt upphaf og boðuðu að næsta ár yrði farsælt. Tekist hefði að útfæra fjárveit- ingar til velferðarmála, einkum heilbrigðismála, án þess að meg- inmarkmiðum efnahagsáætlunar- innar væri varpað fyrir róða. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á önd- verðum meiði. Stefna ríkisstjórn- arinnar og aðgerðaleysi hennar gerði það að verkum að margrætt landris yrði fyrirferðarminna en ella og á endanum landsig. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði vinnubrögðin við fjár- lagagerðina óásættanleg og lögin um margt vafasamt. Í þau vantaði ýmis útgjöld og tekjur væru áætl- aðar með blekkingum eða brögð- um. Þannig væri 26 milljarða skuldbindingum vegna Icesave sleppt og vegaframkvæmdir upp á sex milljarða ætti að fjármagna með óuppfundnum nýjum sköttum. Fjárlagahallinn jókst um rúman milljarð í meðferð þingsins á fjárlagafrumvarpinu: Stefna stjórnvalda leiðir til landsigs Atkvæðagreiðslan um fjárlaga- frumvarpið og breytingartillögur við það tók næstum tvær klukku- stundir. Alls voru greidd atkvæði 32 sinnum. Ellefu breytingartillögur stjórn- arandstöðunnar voru felldar en um sumar einstakar tillögur var rík sátt milli þingmanna í öllum flokkum. Nokkur dæmi voru um að gjörvöll stjórnarandstaðan greiddi atkvæði með breytingar- tillögu meirihluta fjárlaganefnd- ar en Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu hjá. Þau þrjú ásamt Birgittu Jóns- dóttur Hreyfingunni sátu til dæmis hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu um fjárveitingar til bólusetningar tólf ára stúlkna gegn HPV-sýking- um og leghálskrabbameini. Við lokaatkvæðagreiðsluna um frumvarpið að teknu tilliti til sam- þykktra breytingartillagna sat öll stjórnarandstaðan, auk þremenn- inganna úr VG, hjá en 32 stjórnar- liðar sögðu já. Í ljósi þess sagði Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki líf ríkisstjórnarinnar á bláþræði. Hún ætti að hugsa sinn gang og segja af sér. Þverpólitísk sátt um sumar tillögur 32 JÁ Þingmenn voru niðursokknir í atkvæðagreiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra mælt i fy r i r frumvarpi um nýjan Icesave- samning í gær. Sagðist hann meðal annars telja að það væri góð gjöf ef sam- staða tækist um að klára málið á þann hátt sem væri áhættuminnstur og hagstæð- astur fyrir Ísland. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málð á sinn hátt niður- lægjandi fyrir stjórnarflokk- ana. Ef laust væri gott fyrir þá að saga málsins yrði ekki rifjuð upp og aðeins rætt um efnisatriði frumvarpsins sem lægi fyrir þinginu. Það væri hins vegar útilokað. Sagði hann jafnframt að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi leggja kalt mat á málið. Formaður Sjálfstæðisflokksins um Icesave-málið: Stjórnin niðurlægð STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BJARNI BENEDIKTSSON ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Þau sýna okkur sam- starfsfólkinu og þeirri vinnu sem við höfum lagt í þetta verk mikla lítilsvirð- ingu BJÖRN VALUR GÍSLASON ÞINGMAÐUR VINSTRI GRÆNNA Stefnt er að því að þingið starfi í dag og á morgun en fari svo í jólaleyfi. Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti starfsdagur á haustþingi að vera í dag. Þingmenn sem rætt var við í gær reiknuðu ekki með að dagurinn dygði til að ljúka þeim málum sem þarf að ljúka fyrir áramót. Í áætlun er gert ráð fyrir að þing komi aftur saman 17. jan- úar. Fyrir ári var síðasti þing- fundur fyrir jól á Þorláksmessu og fundað var í þrjá daga milli hátíða. Þingið kom svo saman áttunda dag nýs árs. Þingfrestun lík- lega á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.