Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 16
16 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Framlögum á fjárlögum sem ætluð eru til varnarmála hefur nú verið deilt milli utanríkisráðuneytisins og undirstofnana þeirra ráðuneyta sem munu sameinast í nýju innanríkisráðuneyti. Í fjárlögum ársins 2011, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, renna 862,7 milljónir króna til varnarmála, um 100 milljónum krónum minna en í ár. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær að þær breytingar sem þar voru gerðar þegar framlög voru færð frá Varnarmálastofnun til annarra stofnana væru í rökréttu fram- haldi af samþykkt Alþingis í júní. Þá sam- þykkti Alþingi að leggja niður Varnarmála- stofnun. „Hér er verið að ljúka þeim breytingum, og þetta er liður í því sparnaðar- og hagræð- ingarátaki sem þegar hefur fært skattborg- unum 500 milljónir án þess að með nokkru móti sé framkvæmd alþjóðlegra skuldbind- inga Íslands veikt,“ sagði Össur. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júní 2008. Hún fékk 533,8 milljónir af fjárlögum þess árs. Árið 2009 fékk hún 1.227 milljónir á fjárlögum. Á þessum árum var stofnunin rekin fyrir mun minna fé, samtals um 400 milljónum undir fjárheimildum. Ríkisstjórnin ákvað að leggja stofnunina niður í desember í fyrra og var það lögfest í júní síðastliðn- um. Árið 2010 fékk Varnarmála- stofnun 963 milljónir króna á fjár- lögum og fær 862,7 á næsta ári. Nánast allur sá sparnaður og hagræði sem utanríkisráð- herra vísaði til náðist áður en ákveðið var að leggja stofnun- ina niður. brjann@frettabladid.is Liður í hagræðingu Utanríkisráðherra segir hagræðingarátak í fjárútlátum til varnarmála hafa sparað 500 milljónir. Samkvæmt fjárlögum renna hins vegar aðeins um það bil 100 milljónum minna til málaflokksins eftir lokun Varnarmálastofnunar. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu vinnubrögð stjórnvalda við nið- urlagningu Varnarmálastofnunar og skiptingu verkefna hennar við atkvæðagreiðslu um fjárlögin á Alþingi í gær. „Það eru ekki nema nokkur misseri síðan ráðherrar Samfylk- ingarinnar töldu það algerlega óviðunandi að blanda saman varnartengdum verkefnum og borgaralegri starfsemi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þess vegna var komið á sérstakri stofnun, Varnarmálastofnun, að tillögu ráðherra Samfylkingarinnar, sem nú berjast fyrir því að sú sama stofnun verði lögð niður og varnartengdum verkefnum og borgaralegum verði hrært saman í eina og sömu skálina,“ sagði hann. „Þessi stjórnsýsla er algerlega óboðleg,“ sagði Bjarni. Ótækt væri að veita fjárheimildir þegar breytingar á þessum málaflokki væru enn óútfærðar. „Þessi breytingartillaga endurspeglar svo sannarlega hin mjög svo óvönduðu vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við niðurlagningu Varnarmálastofnunar, og meðferð öryggis- og varnarmála Íslendinga á þessu ári,“ sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún lýsti eftir því samráði við Alþingi sem utanríkisráðherra hefði lofað síðastliðið haust. Þar hefði átt að móta skýra öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Ekkert hefði sést til þeirrar vinnu. Vinnubrögðin óboðleg og óvönduð EYGLÓ HARÐARDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is Kailash er ný verslun á Strandgötu 11 í Hafnarf sem sérhæfir sig í andle vörum frá Tíbet og Nep Verslunin selur meðal a Buddhastyttur, talnabön skartgripi, reykelsi, pon og margt fleira. Verið velkomin og að sjálfsögðu er alltaf heit á tekatlinum. Full búð af nýjum vörum Verslunin verður opin a daga til jóla frá kl. 11-2 SPEGLAST Í POLLI Tvær mörgæsir á vappi í dýragarði í Leipzig í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP JERÚSALEM, AP Veisla til heiðurs palestínskum slökkviliðsmönnum snerist upp í pólitískt klúður í gær þegar ísraelskir hermenn neituðu heiðursgestunum um aðgang. Fyrr í mánuðinum höfðu 43 manns farist í mestu skógareld- um í sögu Ísraels. Um 20 Palest- ínumenn hjálpuðu við slökkvi- störfin og var haft eftir þeim að þeir vildu sýna að þjóðirnar gætu unnið saman. Ellefu af slökkviliðsmönnunum hugðust mæta í veisluna en sneru frá þegar þrír þeirra voru stöðv- aðir. Talsmaður þeirra sagði það alvanalegt að Palestínumönnum væri bannaður aðgangur að ástæðulausu. Engin yfirlýsing fékkst frá ísraelska hernum. - mt Börðust við skógarelda: Fengu ekki að koma í veisluna ÚGANDA Samkynhneigðir í fjölda Afríkuríkja þurfa að sæta ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar. Stjórnvöld í Úganda hafa fest dauðarefsingar í lög yfir þeim sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni. Samkvæmt nýrri samantekt Washington Post er ástandið engu betra í löndum á borð við Simbabve, Senegal og Kamerún. Í síðastnefnda landinu hafa samkynhneigðir þurft að þola ofbeldisárásir af hendi lögreglu- manna auk þess sem þeir hafa verið gagnrýndir í fjölmiðlum. - sm Dauðarefsing í Úganda: Samkynhneigðir ofsóttir í Afríku BRETLAND Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal stuðningsmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, þegar dómari í London kvað upp þann úrskurð að honum skyldi sleppt gegn tryggingu. „Ég er ekki sammála því að Assange telji sig hafa ástæðu til að mæta ekki,“ sagði Duncan Ousley, dómari áfrýjunar- réttar. „Hann hefur greinilega einhvern vilja til þess að hreinsa nafn sitt.“ Ousley staðfesti þar með úrskurð undir- réttar frá því á þriðjudag. Greiða þurfti tryggingafé að upphæð 200 þúsund pund, en sú fjárhæð samsvar- ar rúmlega 36 milljónum króna. Auk þess þarf Assange að bera á sér staðsetningar- búnað, gefa sig daglega fram við lögreglu og má ekki fara út að kvöld- eða nætur- lagi. Hann þarf að búa á sveitasetri í austan- verðu Englandi, sem er í eigu Vaughans Smith, eins stuðningsmanna Wikileaks. Assange hefur verið í fangelsi síðan 7. desember vegna framsalskröfu frá Sví- þjóð, þar sem hann er sakaður um kyn- ferðisbrot gegn tveimur konum. Búast má við því að nokkrar vikur líði áður en breska dómskerfið tekur ákvörðun um það hvort hann verði framseldur til Svíþjóðar. - gb Stofnandi Wikileaks var látinn laus úr fangelsi í London í gær gegn 200 þúsund punda tryggingu: Assange sett ströng skilyrði um ferðir JULIAN ASSANGE Mættur í dómsal í London. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Afli íslenskra skipa í nóvember nam alls 83.811 tonnum samanborið við 85.698 tonn í sama mánuði í fyrra. Botnfiskafli stóð nánast í stað frá nóvember 2009, var um 37.500 tonn. Hlutur þorskafla þar af nam rúmum 17 þúsund tonn- um og jókst um rúm 900 tonn frá fyrra ári. Afli uppsjávartegunda var rúmlega 44 þúsund tonn, nær eingöngu síld. - shá Afli í nóvember: Botnfiskafli sá sami á milli ára ÞORSKUR Á ÞURRU LANDI Þorskafli jókst um 900 tonn frá 2009. HESTAMENNSKA Matvælastofnun hefur ákveðið að aflétta hinni formlegu heimasóttkví útflutn- ingshrossa frá áramótum, þar sem lítið hefur borið á sjúk- dómnum að undanförnu. Þetta er gert með þeim fyrirvara að sjúkdómurinn blossi ekki upp á ný. Útflutningur hrossa hefur gengið vel í haust og hafa ríflega 1.000 hross farið utan nú í byrj- un desember, samkvæmt upplýs- ingum frá MAST. Eins og kunnugt er gera lönd í Evrópusambandinu þær kröf- ur að hross sem þau taka við séu án sjúkdómseinkenna og það sama eigi við um öll hross sem þau hafi umgengist undan- gengna þrjátíu daga svo og sex- tíu daga við flutning til Banda- ríkjanna. Vegna smitandi hósta var nauðsynlegt að setja tíma- bundið reglur um heimasótt- kví útflutningshrossa til að uppfylla framangreind skil- yrði. Það fyrirkomulag hefur reynst afar vel og engar fregn- ir hafa borist um að veikin hafi komið upp í útfluttum hrossum. Aðeins örfá hross hafa ekki stað- ist heilbrigðis skoðanir og hefur útflutningi á þeim verið frestað. Það verður áfram á ábyrgð seljenda að útflutningshross hafi ekki verið í samneyti við hross með einkenni smitandi hrossa í að minnsta kosti einn mánuð fyrir útflutning. - jss DÝRALÆKNISSKOÐUN Hross gangast undir ítarlega heilbrigðisskoðun dýralæknis áður en þau fá útflutningsleyfi. Lítið hefur borið á smitandi hósta hjá hrossum undanfarið: Heimasóttkví hrossa er aflétt DANMÖRK Danski þjóðarflokkur- inn hefur hvatt þingmenn á þjóð- arþinginu þar í landi til að senda heimilissorp sitt á skrifstofur Ekstrablaðsins. Ástæðan er meint grúsk útsendara blaðsins í sorptunnum Karen Elleman umhverfisráð- herra sem afhjúpaði í kjölfarið meinta misbresti í sorpflokkun ráðherrans. Uppátækið hefur mætt hörðum viðbrögðum og hefur Elleman kært blaðið til lög- reglu. Þjóðarflokkurinn segir að rusl frá 179 þingmönnum verði örugglega vel þegið á ritstjórnar- fundum Ekstrablaðsins. - þj Danskt sorpblað í bobba: Rótaði í rusli ráðherrans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.