Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 22
22 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL Á hvað í íslensku Evrópu-umræðunni varpa skjöl Wikileaks helst ljósi? „Það er athyglisvert hversu vel bandaríska sendiráðið fylgist með íslensku Evrópu-umræðunni og er vel inni í henni og íslenskum stjórnmálum almennt. Ég efast um að nokkuð sendiráð í Reykja- vík vinni vinnuna sína jafn vel,“ segir Baldur Þórhallsson, prófess- or í stjórnmálafræði og varaþing- maður Samfylkingar. Baldur hefur sérhæft sig í utanríkistengslum Íslands og sér í lagi tengslum við Evrópu. Hann var beðinn að meta hvort og þá hverju þau skjöl Wiki- leaks sem greint var frá í blaðinu á laugardag bæta við það sem áður var vitað um þessi mál. „Mér finnst áhugavert hvað skjölin segja um afstöðu þáver- andi varaformanns og núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Það vita allir um afstöðu Þorgerð- ar Katrínar. En það sem þau segja um Bjarna Benediktsson formann gengur þvert á það sem hann talar um Evrópumálin núna. Ég held raunar að sendiráðið fari mjög nærri lagi um hans raunverulegu afstöðu,“ segir Baldur. Í skjölum Wikileaks er Bjarni á einum stað sagður mikill stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. „Það er um leið mjög athyglis- vert sem sagt er um vilja innan VG og vilja innan þess flokks að taka upp evrópusinnaðri stefnu. Þarna koma sjónarmið Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, fram. Þannig að þetta segir okkur kannski það að forystusveit þess- ara flokka, VG og Sjálfstæðis- flokks, sé evrópusinnaðri en menn vilja vera láta,“ segir Baldur og vísar til þess að Katrín er sögð á einum stað telja að VG breyti um stefnu og gerist Evrópusinnaðri. Hún hafi skilning á því. Þá segist Baldur sammála því mati sendiráðsins að Framsóknar- flokkurinn hafi náð að auka fylgi sitt í aðdraganda síðustu kosninga með jákvæðri stefnu gagnvart Evrópusambandsaðild. „Þetta á sérstaklega við á höfuð- borgarsvæðinu og er athyglisvert í ljósi þess hvernig Framsóknar- flokkurinn hefur nálgast Evrópu- málin eftir kosningar. Fyrir kosn- ingar töluðu framsóknarmenn fyrir því að sækja um aðild að ESB og sjá hvað kæmi út úr samningi og bera undir þjóð- ina. Þegar kom hins vegar að atkvæðagreiðslu á þingi um aðildarumsókn greiddi 2/3 þingmanna flokksins atkvæði gegn því að sækja um aðild og einungis þriðjungur með. Síðan hafa nokkrir þingmenn flokksins verið einna ákaf- astir í því að draga umsókn- ina til baka, sem gengur þvert á formlega stefnu flokks- ins eins og hún var mörkuð fyrir kosningar. Ég held að það hafi kannski gleymst að framsóknar- menn töluðu mjög hlýlega til ESB í aðdraganda kosn- inga,“ segir próf- essorinn. Ba ldu r telu r vangaveltur sendi- ráðsins verðugar, um hugsanlegan klofning innan flokkanna sem eru tvístígandi um Evrópu samvinnuna: „Og hvernig það geta komið fram nýir flokkar ef það verður látið sverfa til stáls innan þessara flokka um Evr- ópumálin.“ „Mér finnst líka athyglisvert að það kemur fram í samtölum sendiráðsmanna við íslenska emb- ættismenn hve íslensk stjórnvöld taka afstöðu til alþjóðamála á grundvelli stefnu ríkja Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í nokkrum dæmum að Íslendingar eru ekkert að eltast við Bandaríkin, heldur eru þeir að fylgja Evrópuríkjunum eftir og ESB,“ segir hann. Baldur vísar hér til þess að greint var frá dæmum á laugardag þar sem íslenskir embættismenn segja beinlínis að Ísland fylgi yfir- leitt fordæmi ESB, þegar alþjóð- legar yfirlýsingar eru gefnar út. Prófessorinn segir að síðast en ekki síst virðist sendiráðsmönnun- um Bandaríkjamanna finnast það vera mjög eðlilegt skref að Ísland tengist Evrópu nánari böndum bæði efnahagslega og pólitískt. „Þeir hafa í raun ekkert við það að athuga nema síður sé. Þetta er í takt við stefnu Bandaríkjamanna gagnvart öðrum ríkjum Evrópu, í sögulegu samhengi, en bandarísk stjórnvöld hafa alltaf verið mjög fylgjandi þátttöku ríkja í Evrópu- samrunanum,“ segir Baldur og vísar þar meðal annars til þeirra orða Carol van Voorst sendiherra að því ætti að koma því „á hreint að BNA telji ekki að sér vegið með íslensku ákalli um nánari öryggis- tengsl við Evrópu. Raunar mynd- um við taka því vel ef deila mætti byrðunum“. Þetta sagði hún í mars 2006, í samhengi við brottför bandaríska hersins. klemens@frettabladid.is Forysta flokka hlynntari ESB en hún lætur uppi Skjöl Wikileaks úr bandaríska sendiráðinu í Reykjavík sýna að það vinnur vinnu sína vel, að mati stjórnmálafræðings. Forystufólk sumra flokka er sam- kvæmt þeim Evrópusinnaðra en það viðurkennir. Ísland fylgir stefnu ESB. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! 22 fórust í flugslysi Twin Otter-flugvél hrapaði til jarðar í Nepal í fyrradag með þeim afleiðing- um að 22 týndu lífi. Brak vélarinnar fannst í gær um 150 kílómetra austur af Katmandu. Enginn komst lífs af. NEPAL Fer í mál við dagblað Eiginkona einvaldsins Roberts Mugabe í Simbabve hefur höfðað mál á hendur dagblaðinu Standard þar í landi. Blaðið sagði frá diplómatapósti á WikiLeaks þar sem því var haldið fram að frú Mugabe hafi auðgast ógurlega á demantsnámum landsins en þær eru taldar með þeim auð- ugustu í heimi. Eiginkonan krefst 15 milljóna dollara í skaðabætur. SIMBABVE Ciudad Juares hættuleg Borgin Ciudad Juares í Mexíkó er gjarnan kölluð hættulegasta borg heims. Það sem af er árinu hafa verið framin þar yfir 3.000 morð. Yfirgnæf- andi meirihluti morðanna tengist baráttu eiturlyfjabaróna. Meðal hinna myrtu eru 140 lögregluþjónar. MEXÍKÓ Ítrekaður vímuakstur Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir ítrekaðan fíkniefnaakst- ur. Fyrst var hann gripinn á Miklu- braut, ölvaður, dópaður og ökurétt- indalaus undir stýri. Í síðara skiptið var hann tekinn á Hverfisgötu í sama ásigkomulagi. LÖGREGLUFRÉTTIR FUGLAR ÞRÍR Þessar þrjár endur voru í hópi þúsunda farfugla sem þessa dagana hafast við skammt frá Srinagar á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAMÁL Farfuglaheimilin í Reykjavík fengu í gær Umhverfis- verðlun Ferðamálastofu fyrir árið 2010. Farfuglaheimilin eru einu umhverfisvottuðu gististaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og einu gististaðir landsins með Svans- vottunina, umhverfismerki Norð- urlandanna. Verðlaunin voru veitt í 16. sinn og afhenti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra þau við hátíðlega athöfn á Grand Hót- eli. Við sama tækifæri var einn- ig kynnt nýtt gæða- og umhverf- ismerki ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI. - sv Umhverfisverðlaunin 2010: Farfuglaheimili í Reykjavík fá viðurkenningu VERÐLAUNIN AFHENT Stefán Haraldsson tekur við verðlaununum sem farfugla- heimilin hljóta frá Katrínu Júlíusdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það kemur skýrt fram í nokkrum dæmum að Íslendingar eru ekkert að eltast við Bandaríkin, heldur eru þeir að fylgja Evrópuríkj- unum eftir og ESB BALDUR ÞÓRHALLSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLA- FRÆÐI OG VARA- ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR BALDUR ÞÓRHALLSSON Segir áhugavert hversu mjög Íslendingar fylgja ESB að máli á alþjóðavettvangi en ekki Bandaríkjunum, miðað við skjöl bandaríska sendiráðsins. Hann bendir á að Bandaríkjamenn virðist hlynntir nánara samstarfi Íslands og ESB. UMFJÖLLUN BLAÐSINS Á LAUGARDAG SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Það fylgist grannt með íslensku Evrópu-umræðunni. IÐNAÐUR Óvissa er með verkefni á vegum Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) annað en reyt- ingur smáverkefna þegar framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu í Reykjavík lýkur í maí á næsta ári. Þungt hljóð mun vera í mörgum starfsmönnum. Um 450 manns á vegum ÍAV og undirverktaka hafa unnið við byggingu tónlistarhússins upp á síðkastið. Stjórnendur ÍAV héldu starfsmannafund fyrir starfsfólk í Hörpu í síðustu viku. Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri ÍAV, segir það gert reglulega. „Við erum í sama basli og allir aðrir. Helsta vandamálið er hvað framboð af verkum er lítið. Það er áhyggjuefni því tónlistarhúsið er langstærsta verkefnið okkar,“ segir Gunnar Sverrisson, framkvæmdastjóri ÍAV. Hann segir marga verktaka bíða þess hvað stjórn- völd verði dugleg að setja í gang fyrir utan vegaframkvæmdir og jarðgöng á Norðurlandi. Stjórnendur ÍAV skrifuðu undir samning um byggingu metanólverksmiðju Carbon Recyc- ling International á Svartsengi í síðustu viku. Gunnar segir það tiltölulega lítið verk, sem dugi fram á næsta sumar og krefst í kringum 30 til 40 starfsmanna. „Við höfum verið að bjóða í verk í Noregi og höldum því áfram,“ segir hann. - jab HORFTI TIL HÖRPU Framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka segir vandamál hvað fá verk séu í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Óvíst hvað tekur við hjá Íslenskum aðalverktökum þegar tónlistarhúsið Harpa klárast í maí: Bjóða í verk í Noregi vegna verkefnaskorts á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.