Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 28
28 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Saga íslenskra vinstri flokka er saga sundrungar og áhrifaleysis. Með þeirri ríkisstjórn sem nú situr hafa vinstri menn sögulegt tækifæri: Verið er að framkvæma og undirbúa róttækar og tímabærar umbætur á ríkisrekstrinum með fækkun ráðuneyta og stofnana, reglum um faglegar ráðningar í opinber störf og dómaraemb- ætti, skýr skil milli pólitískra aðstoðar- manna og embættismanna. Stíft er haldið utan um framkvæmd fjárlaga. Stefnumót- un forsætisráðherra Samhent stjórnsýsla, kemur til móts við ábendingar rannsóknar- nefndar Alþingis um skort á samhæfingu, vönduðum vinnubrögðum og styrkri pólit- ískri forystu í Stjórnarráðinu. Þjóðinni er tryggð aðkoma að endurskoð- un stjórnarskrárinnar með þjóðfundi og stjórnlagaþingi. Breytt skatta- og bóta- stefna dregur úr þeirri aukningu ójafnaðar sem hafði orðið. Umfang ójafnaðar hefur margvísleg áhrif á velferð borgaranna s.s. andlegt og líkamlegt heilsufar, möguleika til menntunar og afbrotatíðni. Skörulega er staðið að rannsóknum á efnahags- og skattabrotum bóluhagkerfis- ins. Heimildarmenn mínir í skattkerfinu segjast loksins hafa nauðsynlegar heimild- ir til að rannsaka og fylgja eftir skattsvik- um. Þessu verður að halda áfram, en fleira kemur til. Ég nefni það mikilvægasta: Að tryggja þjóðinni óskorað eignarhald á fiski- stofnum og hlutdeild í arðinum með svo- nefndri tilboðsleið. Ríkisstjórnarflokkarnir eru einu flokkarnir sem það munu gera. Verið er að láta reyna á kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið og VG fékk því hugsjónamáli sínu framgengt að varlegar yrði farið í nýtingu orkulinda þjóðarinnar. Hvort tveggja mikilvæg mál fyrir kjósendur flokkanna. Ég kysi auðvit- að að ríkisstjórnin myndi breyta landbún- aðarkerfinu sem kostar okkur a.m.k. þrjá- tíu milljarða króna árlega, sé allt talið. Að ríkisstjórnin ynni betur með aðilum vinnu- markaðarins að uppbyggingu atvinnulífs. Að VG væri ekki andsnúið stóriðju. Að sumir þingmenn VG sýndu ríkisstjórninni meiri hollustu, hlypust ekki undan erfiðum ákvörðunum, eins og gerðist við afgreiðslu fjárlaga. En við lifum í ófullkomnum heimi! Í janúar mun flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fara yfir árangur ríkis- stjórnarinnar og áherslur fram undan. Það færi vel á að félagsmenn VG og Samfylk- ingar kæmu saman einnig, ræddu hvort flokkarnir hafi ekki erindi sem erfiði, hvort ekki sé töluvert á sig leggjandi fyrir þær samfélagsumbætur sem eru í sjón- máli. Mótuðu sameiginlega framtíðarsýn? Erindi ríkisstjórnarinnar Stjórnmál Margrét S. Björnsdóttir formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar Össur gerir grikk Össur Skarphéðinsson sæmdi góðvin sinn Ögmund Jónasson nýjum starfstitli á þingi í gær. Það gerist ekki á hverjum degi. Ögmundur er ekki lengur bara dómsmála-, mannrétt- inda-, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra heldur hefur titillinn varnarmálaráðherra nú bæst í púkkið. Líklega hefur Össur ekki meint mjög illt með nafnbótinni en Ögmund- ur hefur tæpast verið upp með sér. Kannski svipað mikið og Össur ef hann yrði kallaður kokkteilráðherra Íslands. Draumurinn Össur hefur raunar áður kokkað upp ráðherratitla. Ekki er langt síðan hann lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að verða olíumálaráðherra. Það hefur ekki ræst enn. Lömbin þagga Vigdísi Hauksdóttur, þing- konu Framsóknarflokksins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi um það á þingi í gær að framkvæmd stjórnlaga- þingskosning- anna hefði verið kærð. Einkennilegt væri að þessi tíðindi væru ekki fyrsta frétt í fjölmiðlum. Þetta er ómaklegt af Vigdísi. Morgunblaðið hefur jú gert málinu býsna góð skil. Það var meira að segja á forsíðunni í fyrradag. Svo undrast Vigdís „þá þöggun sem framkvæmdarvaldið hefur sýnt í þessu máli“. Framkvæmdarvaldið hefur vissulega lítið sagt um málið, en þögn er ekki sama og þöggun. Kannski sér framkvæmdarvaldið bara ekki ástæðu til að segja neitt. stigur@frettabladid.is Ármúla 21 S:588 7020 á milli kl. 11:30 til 14:30 & 17:00 til 20:00 Erum einnig með nýbökuð rúnstykki, langlokur, beyglur og sætabrauð ásamt smurbrauði. 3 rétta máltíð 3 rétta máltíð með 0,5l Pepsi kr.1100- / án gos kr.990- Laugardaga Tilboð alla virka daga Nýlagað kaffi alla morgna Opnum kl.8:00 alla morgna Steiktar eggnúðlur, Nautakjöt í ostresósu Kjúklingar í hnetusósu með grænmeti, 0,5l Pepsi kr.1200- Einnig hægt að skipta út rétt fyrir Djúpsteiktar rækjur með súrsætrisósu Tak e aw ay S amkomulag ríkisins, fjármálafyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu um aðgerðir til að greiða úr skuldavanda lít- illa og meðalstórra fyrirtækja, er stórt skref í átt til þess að koma á eðlilegu ástandi í atvinnulífinu á nýjan leik. Litlu og meðalstóru fyrirtækin eru yfirgnæfandi meiri- hluti allra fyrirtækja í landinu og sjá um helmingi vinnandi fólks fyrir atvinnu. Mörg þeirra hafa átt í miklum erfiðleikum eftir hrun, ekki sízt vegna hruns krónunnar sem tvöfaldaði skuldir þeirra margra hverra. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru frá bankahruninu hefur athygli fjármálastofnananna hins vegar beinzt miklu frekar að stóru fyrirtækjunum og þeim gríðarlegu vandamálum sem þar er við að etja vegna skuldsetn- ingar. Minni fyrirtækin hafa setið eftir. Ókláruð skuldamál þýða að jafnvel þótt fyrirtækin séu í ágætum rekstri hafa þau lítið þorað að hreyfa sig; þau forðast fjárfestingar og hika við að fjölga fólki. Nú á að taka á skuldamálum þeirra fyrirtækja, sem á annað borð eru lífvænleg. Stefnan er að fyrirtækin skuldi ekki meira en sem nemi raunverulegu virði þeirra. Bankarnir munu gefa eftir skuldir umfram það og ríkisvaldið hyggst gefa eftir skatta og gjöld. Með þessu eru bæði fjármálafyrirtækin og ríkið í raun að horfast í augu við raunveruleikann; það er fremur þeirra hagur til lengri tíma litið að fyrirtækin lifi, greiði af lægri lánum og borgi skatta og gjöld, en að þau fari á hausinn vegna óviðráðanlegra skulda og stærstur hluti krafnanna tapist. Með þessu eru spilin stokkuð og gefið upp á nýtt. Einhver fyrirtæki munu ekki uppfylla þau skilyrði að teljast „lífvænleg“ og munu fara í þrot. Það er óhjákvæmilegt. Þau, sem á annað borð hafa heilbrigðan rekstur, fá hins vegar tækifæri til að byrja upp á nýtt. Þetta ferli á að taka innan við sex mánuði og meðan á því stendur skiptir mestu máli að öll fyrirtæki fái sömu meðferð og séu metin á sömu forsendum í bönkunum. Þetta þýðir að á nýju ári geta fyrirtækin á ný farið að gera áætl- anir um að fjárfesta og bæta við sig starfsfólki. Það rýfur vonandi kyrrstöðuna, sem hér ríkir enn að mörgu leyti. Það mun sömuleið- is greiða fyrir erlendri fjármögnun og fjárfestingum ef tekst að ná samstöðu um að afgreiða nýjan Icesave-samning. Lækkun vaxta að undanförnu bætir líka aðstöðu minni fyrirtækja, þótt enn vanti töluvert upp á að vaxtastigið geti talizt þeim hagstætt. Margar hindranir eru enn eftir í vegi íslenzkra fyrirtækja, sem ríkisstjórnin vill nú koma á „beinu brautina“. Skattabreytingar hafa haft vond áhrif á rekstrarumhverfið, gjaldeyrishöftin þvæl- ast fyrir og gjaldmiðillinn er eitt helzta vandamálið, ekki sízt fyrir minni fyrirtæki sem ekki munu hafa aðgang að erlendri fjármögnun. Í öllum þessum málum þurfa stjórnvöld að vinna, vilji þau gera íslenzk fyrirtæki samkeppnishæf við önnur. Síðast en ekki sízt þarf ríkisstjórnin að taka af allan vafa um að hún sé hlynnt öflugum einkarekstri, en á því virðist stundum leika vafi. Samkomulagið um skuldavanda lítilla og meðal- stórra fyrirtækja er skref í rétta átt. Gefið upp á nýtt Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.