Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 38
Íslenskir jólasiðir og jólasveinar verða í aðalhlutverki á Þjóð- minjasafninu um helgina. Terry Gunnell þjóðfræðingur mun fjalla um íslenska jólasiði á Þjóðminjasafninu á sunnudag, en fyrirlesturinn verður flutt- ur á ensku. Af því tilefni mun Terry kynna íslensku jóla- sveinana en þeir verða dag- legir gestir í safninu fram að jólum. Ekkert kost- ar að hitta jóla- sveinana og skoða sýning- una Sérkenni sveinanna allan desember. þess má geta að ókeyp- is aðgangur er fyrir börn undir 18 ára aldri alla daga inn á safnið og frítt fyrir almenning á miðviku- dögum. Fjölskyldur sem leggja leið sína í Þjóðminjasafnið geta farið þar í ýmsa ratleiki. Þeirra á meðal er jólaleikurinn Hvar er jólaköttur- inn? og snýst um að finna litlu jóla- kettina sem hafa verið faldir innan um safngripina. Þess má geta að á jólavef safns- ins, www.natmus.is/jol, er að finna margvíslegan fróðleik um jólin. Jólasveinar einn og átta Terry Gunnell fjallar um jólasiði á Þjóð- minjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Mikið verður um dýrðir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgina. Meðal annars leggur fjöldi skemmtikrafta leið sína þangað; Ari Eld- járn verður með uppistand, Ívar Helgason syngur lög, Björk Jakobs- dóttir flytur jólakveðju kvenna og Gunni og Felix verða með útiball. Í Biblíunni stendur að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda. Gyðingar fylgja þeirri reglu og halda hvíldardaginn á laugar degi, en kristn- ir á sunnudegi. Sumir kristnir söfnuðir halda hann þó á laugardög- um, svo sem sjöunda dags aðventistar. www.visindavefur. is „Við höfum alltaf haft gaman af að spila og oft vantaði okkur fleiri til að geta spilað stærri borðspil,“ útskýrir Filipa Andrade en hún fór af stað með verkefnið Leikjavík nú í haust ásamt Lukási Zajak. Leikja- vík er vettvangur þar sem fólk hitt- ist og grípur í spil. Filipa er frá Portúgal og Lúkás frá Slóvakíu. Þau komu hingað til lands sem sjálfboðaliðar á vegum Evrópusambandsins og ílengdust. „Okkur datt þetta í hug þar sem við þekktum ekki mjög marga í Reykja- vík. Við höfðum samband við fólk í gegnum vefsamfélagið „couch surfing“ og buðum heim til okkar að spila en stór hópur notar þennan ferðamáta til að kynnast heimafólki í hverri borg. Undirtektirnar voru góðar, betri en við bjuggumst við og fjöldi fólks mætti,“ útskýrir Fil- ipa. Þessu fyrirkomulagi héldu þau heima í stofu hjá sér í eitt ár áður en þau sóttu um styrk hjá Reykja- víkurborg og gátu leigt stærra hús- næði. „Við sóttum íslenskukennslu hjá Multíkúltí á Barónsstíg 3 og sáum að húsnæðið var ekki í notkun á kvöldin. Við opnuðum Leikjavík 12. nóvember og það kvöld mættu 75 manns. Núna er spilað hér öll kvöld, nema mánudagskvöld og á hverju kvöldi koma nýir gestir. Hér hittist alls konar fólk af ýmsu þjóðerni, börn og fullorðnir, og spila en það kostar ekkert inn,“ útskýrir Filipa og segir alla geta fundið eitthvert spil við sitt hæfi. „Við erum með yfir sjötíu spil, mjög fjölbreytt úrval bæði af íslenskum spilum eins og Spurt að leikslokum og Gettu betur. Við erum líka með hefðbundin spil eins og skák, Scrabble, Trivial Pursuit, Pictionary, Jungle Speed, Dixit og Catan svo einhver séu nefnd.“ Upplýsingar um Leikjavík er að finna á Facebook. Spilakvöldin fara fram á Barónsstíg 6 þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 19 til 23 og laugardaga og sunnudaga frá klukk- an 15 til 23. heida@frettabladid.is Lúdó spilað í Leikjavík Leikjavík er vettvangur í Reykjavík þar sem fólk getur mætt og gripið í spil. Filipa Andrade og Lukás Zajak byrjuðu á að bjóða fólki heim til sín að spila þegar þau vantaði fleiri leikmenn í Lúdó. Gripið í spil. Lukás Zajak situr efst til hægri. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM HLÝ JÓLAGJÖF áður 29.990 nú 23.990 st. 42-54 áður 19.990 nú 14.990 st. 36-48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.