Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 17. desember 2010 Skógræktarfélög um land allt bjóða fólki að koma í sína skóga til að velja sér jólatré um helgina. Skógræktarfélag Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi 18. og 19. desember, kl. 10-16. Skógræktarfélag Austur-Hún- vetninga á Gunnfríðarstöðum og Fjósum, 19. desember, kl. 11- 15. Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, 18. og 19. desember, kl. 11-16. Skógræktarfélag Borgarfjarð- ar í Daníelslundi og Reykholti, 18. og 19. desember. Skógræktarfélag Eyfirðinga á Laugalandi á Þelamörk, 18. og 19. desember, kl. 14.30. Skógræktarfélag Garðabæjar í Smalaholti, 18. desember, kl. 12-16. Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar í Selinu við Kaldársels- veg (Höfðaskógi), 18. og 19. desember, kl. 10-18. Skógræktarfélag Mosfells- bæjar í Hamrahlíð við Vestur- landsveg, 18. og 19. desember, kl. 10-16. Skógræktarfélagið Mörk í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, 19. desember, kl. 13-16. Skógræktarfélag Rangæinga í Bolholti, 19. desember, kl. 12- 15. Skógræktarfélag Reykjavíkur á jólamarkaði á Elliðavatni 18. og 19. desember kl. 11-17 og í Hjalladal í Heiðmörk kl. 11-16. Skógræktarfélög Kópa- vogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósar- hrepps að Fossá í Hvalfirði, 18. og 19. desember, kl. 10-16. Skógarhögg um helgina „Markmið jólaferðar í þjóðskóga landsins er að njóta útivistar með fjölskyldunni, því mikil tilbreyt- ing felst í því að rölta um falleg- an skóg og algjört ævintýri fyrir börn,“ segir Þröstur Eysteins- son, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, sem um helg- ina býður alla velkomna að finna rétta jólatréð í Selskógi í Skorra- dal, Haukadalsskógi ofan við Geysi, Hallormsstaðaskógi og Vaglaskógi. „Hópur þeirra sem heggur sér tré stækkar ár frá ári. Við tökum vel á móti gestum og leiðbeinum, en truflum annars ekki dýrmæta skógarferð fjölskyldunnar. Einna mest fjör hefur verið í Haukadals- skógi undanfarin ár, en þar mætir fólki jólasveinn, Grýla, varðeldur, ketilkaffi og lummur,“ segir Þröstur, en ketilkaffi er notaleg skógarhefð frá Noregi. „Þá er stór ketill fylltur af vatni og hálfum poka af kaffi og látinn sjóða yfir eldi. Útkoman er afar sterk og að sjálfsögðu með korgi, því hvað er kaffi án korgs,“ spyr Þröstur sposkur og hress, enda kominn í jólaskap. „Þjóðskógarnir eru tilvaldir fyrir þá sem hafa gaman af sveita- ferðum. Í skógunum er mikið af fallegum trjám og stafafuran sér- staklega fögur í ár; ekkert skemmd né ofvaxin þrátt fyrir gott árferði. Hún er barrheldnasta íslenska tréð sem æ fleiri eru farnir að fá sér,“ segir Þröstur, en með því að höggva íslenskt tré styrkist skóg- rækt í landinu. „Andvirði trjáa er nýtt til gróður- setningar og fást þrjátíu ný jólatré fyrir eitt selt tré. Náttúran fær því dýrmæta jólagjöf í staðinn.“ Sjá www. skogur.is. thordis@frettabladid.is Jólaævintýri í skógunum Ein indælasta hefð aðventu er leit að rétta jólatrénu í skógum lands. Um helgina er síðasti séns að höggva tré innan um kynjaverur jóla. Börn í leit að jólatré í Haukadalsskógi komast í mikið návígi við jólasveininn nærri heimkynnum hans til fjalla á Suðurlandi. MYND/GUÐBJÖRG ARNARDÓTTIR Heildsöludreifing: Satúrnus ehf. Brautarholti 4A, Reykjavík. Fæst í hannyrðavöruverslunum Eftirlæti hand a þi nna Heildsöludreifing: Satúrnus ehf. Ármúla 18, Reykjavík. Gæða prjónar Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Föstudag - sunnudag Opið laugardag & sunnudag 11 - 18 Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.