Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 17. desember 2010 37 Hann ætlar að verða lífseigur draugurinn, sem einhverjir galdramenn hafa vakið upp, að líf- eyrissjóðirnir á Íslandi hafi tapað 800 milljörðum króna í hruninu. Ítrekað er þessi tala notuð og lepur hver upp eftir öðrum og gildir einu hvort á ferðinni eru háskólakenn- arar, leikmenn eða fjölmiðlafólk. Hið rétta er að áætlað að tap lífeyrissjóðanna í hruninu hafi numið um 350 milljörðum króna. Ég hygg að flestum þyki það ærið áfall og því ástæðulaust með öllu að ýkja frásögnina með því að klifa á þeirri rangfærslu að tapið hafi numið 800 milljörðum. Unnt er að reikna þetta út með því að skoða upplýsingar á heimasíðum Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlits- ins. Þeim sem vilja fara með rétt mál varðandi þetta er því enginn vandi á höndum. Starfsfólk og stjórnarmenn íslenskra lífeyrissjóða hafa fengið nóg af ómaklegri gagnrýni á lífeyris sjóðina að undanförnu. Við gerum kröfu um það að rétt sé farið með staðreyndir vegna sjóðanna áður en fólk leyfir sér að draga víðtækar ályktanir með gagnrýnum hætti. Gleymum því ekki að flest fjár- málafyrirtæki landsins hrundu nánast til grunna í hruninu. Lífeyris sjóðirnir fengu högg en þeir eru á góðri leið með að ná fyrri styrk meðan flestir aðrir hafa horfið af sviðinu. Íslenskir lífeyris- sjóðir eru nú einhverjar mikilvæg- ustu fjármálastofnanir landsins og sú kjölfesta í almannaeigu sem unnt er að byggja á til framtíðar. Ekki er gert lítið úr því áfalli að tapa 350 milljörðum króna en stærð íslensku lífeyrissjóðanna er nú að nálgast 1.900 milljarða króna, þar af tæplega þriðjungur í erlendum eignum sem leiðir til nauðsynlegrar áhættudreifingar. Íslendingar búa nú að einu öflugasta lífeyrissjóða- kerfi heimsins. Einungis Holland og Sviss státa af álíka öflugum líf- eyrissjóðakerfum. Sparnaður í líf- eyrissjóðum þessara þriggja ríkja nemur 120-130% af landsfram- leiðslu þeirra en önnur ríki koma þar langt á eftir. Íslenskir lífeyris- sjóðir eru vel reknir og standa t.d. einkar vel að vígi í samanburði OECD-ríkja hvað rekstrarkostnað varðar. Þrátt fyrir hrunið standa þeir sterkir og eflast hratt. Þeir munu geta gegnt lykilhlutverki við endurreisn íslensks atvinnulífs og þjóðlífs ef vel verður haldið á málum og vinnufriður fæst. Við förum fram á að umræða um málefni lífeyrissjóðanna sé vönd- uð, sanngjörn og studd rökum. Þeir sem vilja gera mikið úr áfalli líf- eyrissjóðanna í hruninu verða að láta sér 350 milljarða áfall nægja því 800 milljarða tap varð sem betur fer ekki. Vonandi er sá upp- vakningur senn dauður. AF NETINU Atvinnulaus með grunn- skólanám Atvinnuleysi hefur minnkað úr 9,3% í 7,7% frá ársbyrjun 2009 en vandinn er ennþá mikill og stærsti einstaki hópur þeirra sem eru á atvinnu- leysisskrá er ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Þar er kynslóðin sem á að erfa landið, 2300 einstaklingar með hæfileika og getu sem þjóðin er ekki að virkja. Það er sláandi að 76% þeirra hafa eingöngu grunn- skólanám að baki. Lausnin liggur á borðinu. Við þurfum að bjóða þessum verðmæta hópi nám við hæfi og leggja sérstaka áherslu á verk- og tæknimenntun, því það er á þeim sviðum sem eftirspurnin eftir nýju starfsfólki verður mest á komandi árum. Pressan.is Skúli Helgason Hagnaður en ekki tap Íbúðalánasjóður hefur hagnast um 10 til 15 milljarða á því að hafa fjárfest tugmilljarða uppgreiðslur lána 2004 og 2005 í þegar lánuðum fasteignalánasöfnum Landsbank- ans og sparisjóðanna í stað þess að leggja féð inn í Seðlabankann eins og sumir snillingar í stjórn- málastétt töldu rétt að gera á sínum tíma. Þessari staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í sérkennilegri umræðu um Íbúðalánasjóð að undanförnu. Þvert á móti hafa sumir gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að hafa beitt þessari vel heppnuðu fjárstýringu á tímabilinu desember 2004 og fyrstu mánuði ársins 2005 og þannig bjargað sjóðnum frá gjaldþroti í kjölfar áhlaups Kaupþings og annarra banka á sjóðinn. [...] Þannig skipti það engu máli efnahagslega á sínum tíma hvort peningarnir hefðu verið lagðir inn í Seðlabankann og þeir færðir þaðan inn í bankakerfið eða hvort peningarnir fóru beint inn í bankakerfið með kaupum Íbúða- lánasjóðs á þegar lánuðum, verð- tryggðum, fasteignatryggðum lang- tímalánum bankanna. Hins vegar hefði það kostað Íbúðalánasjóð 10 til 15 milljarða tap að leggja fjármunina inn í Seðlabankann. blog.eyjan.is/hallurm Hallur Magnússon Lífeyrissjóðirnir fengu högg en þeir eru á góðri leið með að ná fyrri styrk. 800 milljarða uppvakningur Lífeyrismál Helgi Magnússon formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. www.heilaspuni.is & www.facebook.com/heilaspuni Verðlaunaspilið Heilaspuni er nú loksins komið aftur! 5.9 90 kr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.