Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 62
 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ástæða þess að við setjum nýjan og endurbættan vef í loftið er sú að Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður 30 ára á næsta ári,“ útskýrir Svava Lóa Stefánsdóttir, verkefnastjóri sýn- inga og safnafræðslu á Ljósmynda- safni Reykjavíkur. „Við ætlum að halda nokkra við- burði í tilefni þess á afmælisárinu og fá umræðuna upp á yfirborðið um ljósmyndun bæði í fortíð og nútíð,“ bætir hún við en meðal annars mun safnið fjalla um ljósmyndara og ljós- myndasöguna, haldnar verða borð- umræður með ljósmyndurum og ljós- myndasöfnin kynnt fyrir almenningi á árinu. Yfir tuttugu þúsund myndir eru í eigu safnsins en öll myndasöfn safnsins, áttatíu talsins, eru inni á vefnum. Svava Lóa segir það ekki endilega sjálfsagða þjónustu slíkra safna. „Á mörgum söfnum er aðgengi að safnkosti lokað almenningi. Sækja þarf á söfnin sjálf og fá leyfi til að gramsa eða fá starfsfólk til að leita að einhverju fyrir sig. Þetta er okkar leið og auðveldar til dæmis vinnu fræðimanna og nemenda en líka aðgengi almennings sem hefur áhuga á því sem safnið geymir og getur þá skoðað það heima í stofu.“ Margt áhugaverðra mynda af íslensku mannlífi er að finna á vefnum og eitt af því sem safnið kynnir sérstaklega núna er mynda- albúm franskrar fjölskyldu sem stoppaði í tvo daga í Reykjavík árið 1910. Myndirnar gefa skemmtilega innsýn inn í íslenskt þjóðlíf snemma á síðustu öld og hvernig það kom ferða- mönnum fyrir sjónir. „Á þessum tíma var fólki yfirleitt stillt upp fyrir myndatökur í sínu fínasta pússi og vandað til verks. Það var ekki algengt að teknar væru tækifærismyndir og þarna skín raun- veruleikinn í gegn. Það er líka áhuga- vert að sjá að hér var vísir að ferða- mannaiðnaði árið 1910. “ Allar myndirnar á vefnum eru til sölu og bæði hægt að fá þær stækk- aðar hjá Ljósmyndasafninu eða fá þær sendar á tölvupósti. Slóðin á vef safnsins er www.ljosmyndasafn- reykjavikur.is heida@frettabladid.is LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: OPNAR NÝJAN OG BETRI SAFNVEF Hægt að skoða heima í stofu Ferðamenn skoða þvottalaugarnar árið 1910. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ALLAR MYNDIR Á VEFINN Svava Lóa Stefánsdóttir, verkefnastjóri sýninga og safnafræðslu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, segir ekki sjálfgefið að söfn bjóði opinn aðgang að safnkosti sínum. 60 HJÖRDÍS GISSURARDÓTTIR gullsmiður er sextug.„Fólk sem skreytir er jákvætt. Það er staðreynd. Maður skreytir hvorki né fegrar ef maður er í vondu skapi.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, Ragnar Valdimarsson, Nýhöfn 5, Garðabæ, andaðist á heimili sínu, þriðjudaginn 14. desember. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 13.00. Vigdís Sigurðardóttir Guðrún Hanna Ragnarsdóttir Ragnar Valdimar Ragnarsson Arna Ragnarsdóttir Jónína Hafliðadóttir Friðrik Kaldal Ágústsson Berglind Hafliðadóttir Einar Geir Jónsson Jónína Þórðardóttir og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, Þórdís Ólafsdóttir, Þórufelli 12, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtu- daginn 2. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Benía Bergmann Gísli Einarsson Þórdís Gísladóttir Einar Gíslason Anna Katrín Gísladóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna fráfalls Inga R. Jóhannssonar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landakots. Sigþrúður Steffensen og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Haukur Sigurbjörnsson, Stekkjargerði 8, Akureyri, lést sunnudaginn 12. desember. Útförin verður auglýst síðar. Halldóra Júlíana Jónsdóttir Haukur Jónsson Sigurbjörn Jónsson Rósa Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, Erlings Þráins Jóhannssonar, Engjaseli 52, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til lækna og hjúkrunar- fólks á 11B og líknardeildinni í Kópavogi. Hrafnhildur Hámundardóttir Jóhann Erlingsson Lise Tarkiainen Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Júlíus Bjarnason, Akurgerði 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. des. kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Við viljum færa öllu starfs- fólki líknardeildar Landspítala – Landakoti, sem ann- aðist Kristján í veikindum hans af stakri alúð, virðingu og hlýju, okkar hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Eva Dagbjört Þórðardóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Óli Grétar Metúsalemsson Sigurður Þór Kristjánsson Steingerður Á. Gísladóttir Bjarni R. Kristjánsson Dagný Blöndal afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bragi Friðrik Bjarnason, Hlíðartúni 11, Höfn í Hornafirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 14. desember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Ómar Ingi Bragason Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir Ingunn Sigurrós Bragadóttir Magnús R. Kristjánsson Bjarni Friðrik Bragason Hrönn Þorgeirsdóttir og barnabörn. Útför Ástu Gísladóttur Kröyer sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2. desember hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir sýnda umhyggju og alúð. Birgir Steindórsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Garðars Pálssonar, fv. skipherra, Fornhaga 15. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Hrafnistu í Kópavogi. Lilja Jónsdóttir Ásta Garðarsdóttir Sturla Þórðarson Helga Garðarsdóttir Sigurjón Sindrason Lilja, Kjartan og Halldór Sturlubörn Garðar, Sindri og Eva Sigurjónsbörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.