Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 64
40 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. skjótur, 6. þys, 8. erta, 9. gerast, 11. sjúkdómur, 12. nafnbætur, 14. kriki, 16. tveir eins, 17. sjáðu, 18. stansa, 20. frá, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. löngun, 3. ung, 4. skilgreina, 5. flan, 7. möttull, 10. skammstöfun, 13. lærir, 15. skúr, 16. hugfólginn, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. snar, 6. ys, 8. ýfa, 9. ske, 11. ms, 12. titla, 14. kverk, 16. kk, 17. sko, 18. æja, 20. af, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. ný, 4. afmarka, 5. ras, 7. skikkja, 10. etv, 13. les, 15. kofi, 16. kær, 19. at. Á vefnum bleikt.is, sem helgaður er sam-skiptum kynjanna, birtist á dögunum viðtal við „einn eftirsóttasta piparsvein landsins“. Þar er hjartaknúsarinn spurður spjörunum úr um ástarlífið og hitt kynið. Þetta er fróðleg lesning og má ráða af samhenginu að svarandinn hefur teygað bikar reynslunnar í botn í þessum efnum. ÞAÐ er ekki erfitt að átta sig á hvers vegna konur í stórum stíl ásælast pipar- sveininn umrædda; silkimjúkur fagur- galinn er beinlínis ómótstæðilegur. Dæmi: Spurður hvort hann sé eitthvað að deita þessa dagana svarar hann: „Stöðugt. Það er talsverð rannsóknarvinna í gangi; viðtöl og gagnaöflun.“ Þarna skírskotar piparsveinninn til starfs síns sem mála- færslumaður til að segja undir rós að hann vaði í „kjéllingum“. Ég er ekki kona, en gott ef ég blotnaði ekki aðeins þegar ég las þetta. ÉG verð hins vegar að játa að ég klóraði mér í hausnum yfir svari piparsveinsins viðspurningunni „hvað kveiki neistann“. „Falleg stúlka sem kemur nakin til manns með kaldan bjór og samloku til að til- kynna að leikurinn í enska bolt- anum sé byrjaður og spyr hvað maður vilji gera í leikhléi.“ NÚ finnst mér ekki slæmt að fá mér bjór endrum og eins og slæ ekki hendinni á móti samloku, þá hún er að mér rétt. En mér finnst eitt- hvað ankannalegt við tilhugsun ina um að láta fallega stúlku norpa berrassaða við hliðina á mér á stofusófanum í 45 mínút- ur plús viðbótartíma, meðan ég hlusta á Gaupa lýsa fótbolta, graðga í mig samloku og skola henni niður með bjór. GEFUM okkur engu að síður að ég sé til í tuskið í hálfleik, nakta stúlkan reiðu- búin að líta framhjá majónesgljáan- um í munnvikum mínum og spínatinu á milli tannanna, og við látum til skarar skríða. Sökum ölþambs eru aftur á móti nokkrar líkur á því að ég eigi eftir að ropa í miðjum klíðum svo upp gjósi beikon- mettuð bjórstybba. Færi ekki betur á því að kýla vömbina á eftir rekkjubrögðum frekar en á undan? SATT best að segja finnst mér forgangs- röðun fantasíunnar frekar til marks um matar fíkn en kynorku. Það er athyglis vert í ljósi þess að piparsveinninn er kunnur fyrir að leiðast ekki að sýna stinnan kropp sinn opinberlega við ýmis tækifæri. Við- talið afhjúpar því á sinn hátt að skemm- andi áhrif útlitsdýrkunar vorra tíma eru ekki einvörðungu bundin við konur. Í þessu snaggaralega viðtali hafa bleikt.is og pipar sveinninn því sagt okkur talsvert meira um hlutskipti kynjanna en þau sjálf- sagt lögðu upp með. Takk fyrir það. Ástin á tímum kaloríunnar Opni skólinn í landslags- málun Hæ Eva! Í hverju ætlarðu að vera í kvöld? Ég ætla að vera í rauða kjólnum. Þessum með kögrinu! Ég vildi bara vera viss um að þú værir ekki í þínum kögurkjól! Það er svo halló að vera eins! Alveg róleg með það! Ég fer í nýju dragt- ina mína, þessa með hreindýrs- hornunum! Já, þú ert geðveiik í henni! Ciaooo! Kyss - kyss! Palli minn, viltu fara út með ruslið fyrir mig? Því miður mamma. Líkamleg vinna er utan áhugasviðs míns. Af hverju geta foreldrar ekki hugsað meira eins og námsráðgjafar? Ég ætla að klaga þig! Jæja, þá ætla ég að klaga það að þú ætlir að klaga! Mamma þolir ekki klöguskjóður! Þá ætla ég að klaga að þú ætlir að klaga að ég ætli að klaga þannig að þú lendir í tvöföldum vandræðum! Ekki lenda í rifrildi við krakka í öðrum bekk. Þú þarft ekki að segja mér það!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.