Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 68
44 17. desember 2010 FÖSTUDAGUR Bækur ★★★★ Gunnar Thoroddsen. Ævisaga Guðni Th. Jóhannesson Verkefni Guðna Th. Jóhannessonar við ritun ævisögu Gunnars Thorodd- sen er bæði viðamikið og spennandi. Lífshlaup Gunnars Thoroddsen er óvenjulegt og sviptingasamt. Fram- an af ferlinum virtist hann næst- um sjálfsagður leiðtogi Sjálfstæðis- manna en eftir að hann gekk gegn forystu flokksins við forsetakosn- ingarnar 1952 varð hann lengst af uppreisnarmaður í flokknum en þó svo vinsæll að forystan varð að taka tillit til hans. Flestar ævisögur fjara út undir ævilok, en það er sannar- lega ekki tilfellið með sögu Gunn- ars. Á síðustu æviárum sínum tókst honum loks að rísa til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum öllum að óvörum og í blóra við eigin flokk. Gunnar virðist hafa skilið eftir sig óvenju mikið af gögnum, ekki einungis dagbækur og bréf held- ur hefur hann einnig skráð og varðveitt minnismiða þar sem hann punktar hjá sér einstök sam- töl og umræður á fundum. Guðni notar þetta mikla heimildasafn til að skrifa um Gunnar læsilega og spennandi ævisögu þótt hann falli stundum fyrir freistingu sem er eðlilegt þegar ævisöguritari hefur yfir svo miklum og margvíslegum heimildum að ráða: að láta þær tala um of og jafnvel birta úr þeim langa kafla í stað þess að endur- segja og þjappa saman. Sem sögumaður stendur Guðni með Gunnari að flestu leyti. Hann dregur ekki fjöður yfir galla hans, en þeir eru flestir persónulegir, framan af ævinni er Gunnar drykk- felldur og reynir margoft að koma böndum á drykkjuskap sinn eins og glöggt kemur fram í dagbókum sem Guðni vitnar til. Á hinn bóg- inn gerir Guðni ekki mikið af því að vekja athygli á göllum Gunnars sem stjórnmálamanns eða gagn- rýna framgöngu hans eða ákvarð- anir í opinberu lífi. Þetta þarf þó ekki nauðsynlega að vera galli á bókinni. Sú mynd sem Guðni birt- ir af viðfangsefninu gefur lesand- anum rými til að mynda sér sína eigin skoðun á Gunnari og sam- ferðamönnum hans. Ég efast um að þeir sem hafa mótaða skoðun á honum fyrir skipti róttækt um skoðun, en þeir sem ekki eru mót- aðir af fortíðinni fá hér tækifæri til að vega og meta ýmislegt í íslenskri stjórnmálasögu. Gunnar Thoroddsen var borinn til valda og virðist aldrei hafa efast um að hann ætti skilið allar þær vegtyllur sem honum hlotnuðust á ferlinum. Hann var hluti af íslenskri yfirstétt og skammaðist sín greini- lega ekkert fyrir það. Sem stjórn- málamaður kann hann að virðast mótsagnakenndur frá sjónarhóli nútímans. Frá unga aldri hefur hann brennandi áhuga á endurbótum á stjórnarskránni sem horfa í lýð- ræðisátt, en á hinn bóginn er hann fyrirgreiðslupólitíkus og finnst ekk- ert sjálfsagðara en það að vera kjör- inn til ábyrgðarstarfa í stjórnmál- um veiti mönnum sjálfkrafa rétt til að hygla vinum sínum og flokks- mönnum. Það er einna magnaðast við bók Guðna hvernig myndin af íslensku samfélagi á eftirstríðsárunum og sjónarhorn forréttindamanna eins og Gunnars teiknast smám saman upp. Gunnar virðist aldrei sjá það kerfi samtryggingar og spilling- ar sem gekk undir nafninu íslensk stjórnmál utan frá, þvert á móti. Nokkur dæmi um þetta eru í bók- inni. Eitt þeirra er þegar Gunnar snöggreiðist þegar hann fær ekki að verða bankastjóri Landsbank- ans, maður sem aldrei hefur stig- ið inn í banka nema sem viðskipta- vinur! Það skipti hins vegar engu máli í því pólitíska kerfi sem ríkti á Íslandi. Opinberar stöður, hvort sem það voru bankastjórastöður, dóm- arastöður eða stöður við Háskóla Íslands, gátu hvenær sem er orðið að skiptimynt í stjórnmálum. Guðni afsakar Gunnar gjarnan með því að svona hafi samfélagið verið og að hann hafi hvorki í fyrirgreiðslu né á öðrum sviðum verið verri en aðrir valdamenn. Sem er auðvitað alveg rétt en menn eins og Gunnar nutu ekki bara góðs af þeirri spillingu sem var límið í íslensku stjórnmála- lífi árum og áratugum saman held- ur lögðu þeir töluvert á sig við að viðhalda kerfinu. Þessi hlið á Gunnari og íslensku stjórnmálalífi er það sem varp- ar helst skugga á Gunnar í sögu hans, að minnsta kosti fyrir þann lesanda sem finnst það ekki dauða- synd að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Aðrar hliðar Gunnars eru viðkunn- anlegri, hann birtist í sögunni sem gæfumaður í einkalífi og hæfileika- maður á mörgum sviðum, í stjórn- málum, tónlist, fræðum og orðlist. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Ævisaga Gunnars Thor- oddsen er glæsileg ævisaga og læsi- leg. Hún er hliðholl viðfangsefninu en gefur lesandanum tækifæri til að meta og dæma stjórnmálamanninn Gunnar Thoroddsen og samtíma hans á eigin forsendum. Svipmynd af gamla Íslandi GUÐNI TH. JÓHANNESSON „Sú mynd sem Guðni birtir af viðfangsefninu gefur les- andanum rými til að mynda sér sína eigin skoðun á Gunnari og samferðamönnum,” segir í dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upphleypt Íslandskort er fullkomin gjöf fyrir ferðalanga, útivistarfólk og náttúruunnendur Kortið er selt í vönduðum umbúðum og er fáanlegt með eða án ramma 1:1 000 000 Glæsileg gjöf FRÁBÆRT Í BÚSTAÐINN Þýska vikuritið Stern leggur 22 síður undir umfjöllun um bók Ragnars Axelssonar ljósmyndara (RAX), Veiðimenn norðursins, í nýjasta tölublaði sínu sem kom út í gær. Stern er í hverri viku prentað í milljón eintökum og er útbreiddasta fréttatímarit þýska málsvæðisins. Bókin inniheldur myndir sem RAX hefur tekið á norðurhjara heimsins undanfarin 25 ár og sýnir áhrif loftslagsbreytinga á lifnaðar- hætti veiðimannasamfélaga. Ljósmyndarinn kom ekki af fjöll- um þegar hann var inntur eftir við- brögðum, heldur Suðurskautsland- inu, þar sem hann tók myndir af mörgæsum og fílaselum. Hann var ekki búinn að sjá ritið þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. „Já, leggja þeir svona mikið undir þetta? Það er ekki ónýtt að fá svona byr í seglin.“ Hann kveðst hafa fengið mikil og sterk viðbrögð við útgáfu bókar- innar, ekki síst erlendis. „Það hafa fjölmargir haft samband við mig, sent mér tölvupóst og þakkað fyrir að vekja athygli á þessu málum.“ Í grein Stern eru birtar ófáar myndir úr Veiðimönnum norð- ursins, eða Die letzten Jäger der Arktis eins og hún nefnist á þýsku, og fjallað um útgáfu hennar. Bókin kom út í október hjá þýska forlaginu Knesebeck í München, einu helsta ljósmynda- og listaverkabókaforlagi Þýskalands, samhliða útgáfu bókar- innar hér á Íslandi og í Bretlandi. RAX mun árita bókina í Bókabúð Máls og menningar klukkan 15 á morgun og vera til viðtals í bóka- búðinni Iðu klukkan 16. Á sunnu- dag segir hann frá og áritar bækur á sýningunni Veiðimenn norðurs- ins í Gerðarsafni milli klukkan 15 og 17. - bs RAX í einu útbreiddasta fréttariti Evrópu RAGNAR AXELSSON Fjallar um gerð bókarinnar í Gerðubergi á sunnudag. ÚR VIKURITINU STERN Kemur út í milljón eintökum í viku hverri og er útbreiddasta fréttatímaritið á þýska málsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.