Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 6
6 18. desember 2010 LAUGARDAGUR FÓLK „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndar- maður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög land- anna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og sam- töl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega.“ Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama – að fá stað- göngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr mann- inum í legi staðgöngumóðurinn- ar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samn- ingi þar í landi. Á fæðingarvott- orði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kenni- tölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barn- inu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækn- inum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóður- innar var hvergi að finna í samn- ingnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjón- in þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það feng- ust þau svör að indverska lækna- stofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðr- un væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjón- in gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhags- lega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 www.hafid.is frá 10-16 Stór humar-humarsúpa Grafinn og reyktur villtur lax Skatan er komin í hús Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Hrærivél MUM 4405 Vélin sem hefur verið elskuð og dáð í íslenskum eldhúsum í áraraðir. Jólaverð: 22.900 kr. stgr. (Fullt verð: 28.900 kr.) fyrir STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki birta frekari upplýsingar um styrkveitendur sína á árunum 2002 til 2006 en nú þegar hefur verið gert. Ríkisendurskoðun birti í janúar yfirlit frá flokknum um rúmlega 180 ónafngreinda styrkveitendur flokks- ins, sem veittu styrki fyrir rúmar 330 milljónir á þessum árum. Stuttu síðar ræddi Jónmundur Guð- marsson, framkvæmdastjóri flokks- ins, við Fréttablaðið og kom þar fram að enn væru ótaldir styrkir til aðild- arfélaga flokksins víða um landið. Þau voru þá um 140 talsins. Í viðtalinu sagði að fara ætti í talsverða vinnu við að nafngreina styrkveitendurna og að greina frá styrkjum til aðildar- félaganna. Á fimmta tug styrkveitenda Val- hallar var svo nafngreindur um vorið á heimasíðu flokksins. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá flokknum verða tölur frá aðildarfélög- unum ekki birtar og fullreynt þykir að fá leyfi hinna styrkveitendanna (um 130 talsins) til að birta nöfn þeirra. „Þetta eru þeir sem féllust á að vera nafngreindir. Við höfum náttúr- lega ekki náð í alla, en flesta,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir, forstöðumað- ur samskiptasviðs flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn þáði ekki boð blaðsins um að útskýra hví styrkir til aðildarfélaga væru ekki birtir, en þess má geta að flokknum ber ekki laga- leg skylda til að birta neitt af þessum upplýsingum. - kóþ Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykki á fimmta tug lögaðila en tekur ekki saman styrki til aðildarfélaga: Birtir ekki frekari upplýsingar um styrki VALHÖLL Sjálfstæðisflokkurinn hefur greint frá styrkjum til flokksskrifstofunnar í Valhöll en ekki frá styrkjum til annarra aðildar- félaga. Nú er ljóst að úr því verður ekki. Á að seinka klukkunni á Íslandi? Já 49,8% Nei 50,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að endurskoða bótakerfið frá grunni? Komast ekki heim með barn staðgöngumóður Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. „Lagalegt tómarúm hér á landi,“ segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun er staðgöngumæðrun óheimil. Staðgöngumæðrun er skilgreind í lögum sem: „Tæknifrjóvgun fram- kvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og hefur fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu.“ Þingsályktunartillaga var lögð fyrir alþingi 30. nóvember síðastliðinn þar sem kallað er eftir því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi. Sextán þingmenn úr öllum flokkum stóðu að tillögunni sem Ragnheiður Elín Árnadóttir Sjálfstæðisflokki mælti fyrir. Í skýrslu sem unnin var í heilbrigðisráðuneytið í ár segir að staðgöngu- mæðrun sé hvergi heimil á Norðurlöndum sem og í flestum öðrum Evrópulöndum. Hún er þó leyfð í velgjörðarskyni í löndum eins og Bretlandi, Grikklandi og Hollandi. Í Bandaríkjunum er framkvæmd staðgöngumæðrunar mismunandi milli ríkja þeirra, en í flestum ríkjum þar sem slíkt er bannað, vantar ákvæði um refsingar. Staðgöngumæðrun og Alþingi FRÁ MUMBAI Íslensku hjónin hafa verið föst í á annan mánuð á Indlandi með son sinn. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.