Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 10
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR KJÖRIÐ ATVINNUTÆKIFÆRI Verslunin Rangá er til sölu, sömu eigendur hafa rekið og átt verslunina í 39 ár og þar áður var hún rekinn af fyrrum eiganda síðan 1931. Rangá er ein elsta matvöruverslun rekin undir sama nafni á höfuðborgarsvæðinu. Gamall og rótgróinn rekstur. Góður stígandi í veltu síðastliðin ár. Allar upplýsingar fást í síma 858-4293 eða arnar@atlanta.is vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Öflugur sími frá Nokia sem hefur allt. Farsíminn er með 12 megapixla myndavél þar sem þú getur t.d. tekið upp HD myndskeið og tengt við HDMI tengi í sjónvarpinu. Besti myndavéla- síminn á markaðnum í dag, einkar öflugur netsími og leikjatölva ásamt því að bjóða upp á fullkomið Ovi Maps GPS leiðsögukerfi. Nokia N8 0 kr. útborgun og 7.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 89.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. FÉLAGSMÁL Þrjátíu milljónum króna var veitt í verkefni vegna Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangr- un á árinu sem er að líða. Þetta kom fram á lokaráðstefnu átaksins, sem fram fór í gær. Á ráðstefnunni voru meðal ann- ars kynntar niðurstöður þjóðfund- ar sem haldinn var í maí og fjallaði um fátækt og félagslega einangr- un. Á fundinum sat fólk sem upp- lifir fátækt og félagslega einangr- un ásamt stjórnmálamönnum og þeim sem vinna að málefnum tengd- um fátækt. Helstu niðurstöðurnar voru þær að setja þurfi framfærslu- viðmið, auka upplýsingaflæði og aðgengi fólks að frekari menntun. „Þetta eru allt mikilvæg atriði sem við þurfum að vinna að,“ sagði Guðbjartur Hannesson félags- og tryggingamálaráðherra. Hann sagði þegar unnið að því að skilgreina neysluviðmiðin og vonast sé til þess að hægt verði að kynna þær niður- stöður von bráðar. Hann sagði sam- stöðu lykilatriði í baráttunni gegn þessu þjóðfélagsmeini. „Við munum fara vandlega yfir þessar niðurstöð- ur og taka mið af þeim þegar kemur að stefnumótun ráðuneytisins.“ Þá sagði ráðherrann grunn hafa verið lagðan með átakinu „en baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangr- un er síður en svo lokið“. - þeb Fjölmenn lokaráðstefna Evrópuárs gegn fátækt og einangrun fór fram í gær: Baráttunni síður en svo lokið FRÁ FUNDINUM Fjölmenni var á ráð- stefnunni gegn fátækt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJARSKIPTI Tíðnisvið fyrir fjar- skipti eru takmörkuð heimild sem ber að greiða auðlindagjald af. Þetta segir Björn Valur Gísla- son, formaður samgöngunefndar Alþingis, um frumvarp sem liggur á borði nefndarinnar um breyting- ar á fjarskiptalögum og gæti það orðið að lögum á morgun. Í ákvæði til bráðabirgða er mis- munandi gjald lagt á tíðnisviðin og hleypur það frá hálfri milljón króna til 1,5 milljóna króna. Gjaldið fellur á Símann og Voda- fone sem þurfa að endurnýja tíðni- heimildir sínar á næstu tveimur árum. Samgöngunefnd reiknast til að Síminn og Vodafone gætu þurft að greiða rúmar 120 milljónir króna fyrir tíðniheimildir frá 2012 til tíu ára. Síminn bendir á í athugasemdum við frumvarpið að neysluverðsvísi- tala sé lögð til grundvallar útreikn- ingunum. Bent er á að samræmd vísitala neysluverðs hafi hækk- að um 48 prósent á síðastliðnum fimm árum. Símakostnaður í vísi- tölunni hefur hins vegar hækkað um sautján prósent á sama tíma. Því geti gjaldið leitt til hækkunar á neysluverðsvísitölu. „Hér er um að ræða sértækan skatt sem beinist eingöngu að völd- um fyrirtækjum og felur í sér brot á jafnræðisreglu,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. „Við munum kanna réttarstöðu okkar ef þetta verður samþykkt. Okkur verður gert að greiða sextíu milljónir og teljum á okkur brotið,” segir hann. Björn Valur segir frumvarpið fela í sér að hvorugt fyrirtækjanna greiði meira en áður. „Tíðnisvið eru takmörkuð auð- lind. Síminn og Vodafone þurfa því að greiða fullt gjald fyrir hana,“ segir Björn Valur. jonab@frettabladid.is Tíðnisvið gæti kostað 120 milljónir króna Samgöngunefnd skilgreinir fjarskiptatíðnir sem auðlindir og vill taka sérstakt gjald af þeim sem sækja um þær. Þetta gæti kostað Símann og Vodafone rúmar hundrað milljónir króna. Kostnaðurinn gæti endað í símreikningi neytenda. BJÖRN VALUR Tíðnisvið fjarskiptafyrirtækja eru takmarkaðar auðlindir, segir formaður samgöngunefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.