Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 52
52 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Með fangið fullt Vatnamælingar í Þaula við Hólmsá veturinn 2009-2010. Ólafur Freyr Gíslason vatnaváreftirlitsmaður að störfum. MYND/VÍ Snjóflóðamæling Jóhann Hannibalsson snjóeftirlitsmaður í Traðarhyrnu ofan Bol- ungarvíkur í mars 2007. MYND/VÍ Kaffipása Við jöklarannsóknir hafa starfsmenn Veðurstofunnar þurft að sætta sig við eitt og annað. MYND/VÍ VEÐURSTOFAN Í MYNDUM Jarðváreftirlit Veðurstofunnar vaktar öll eldfjöll á Íslandi og hefur það hlutverk að spá fyrir um framvindu og gefa út viðvaranir. Þetta er unnið í samvinnu við jarðvísindamenn á öðrum stofnunum. SIL-kerfið er sjálfvirkt jarðskjálftamælakerfi, sem safnar gögnum, nemur, staðsetur og skráir jarðskjálfta, reiknar brotlausnir skjálfta og sendir út viðvaranir. Það samanstendur af mælitækjum, tölvum og hugbúnaði. Kerfið er afrakstur norræns verkefnis, sem var undirbúið og unnið á árunum 1986-1995. Jarðskjálftamælanet stofnunarinnar hefur verið byggt markvisst upp frá árinu 1989 og GPS-kerfið frá 1999. Einnig er kerfi þenslu- mæla frá árinu 1979. Alls losa mælarnir hundraðið og Veðurstofan hefur verið í samstarfi við erlendar systurstofnanir og sjálfstæðar rannsókna stofnanir við uppsetningu þeirra. Til stendur að bæta við netið. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa bent á að jarðskjálftamæla mætti að ósekju setja upp á annesjum til að kerfið nái til landsins í heild. Eins að setja upp fleiri þenslumæla sem hafa til dæmis gert það kleift að spá Heklugosi með hálftíma fyrirvara. 1920: Íslendingar taka formlega við veðurathugunum dönsku veðurstofunnar. - hinn 17. janúar: Fyrsta veðurspáin samin. Síðsumars sama ár er fyrsta veðurspáin birt. 1924: Útgáfa Veðráttunnar hefst. 1925: 1. janúar: Löggildingarstofan er lögð niður og veður- fræðideild hennar verður að sjálfstæðri stofnun sem fær heitið Veðurstofan. Þorkell Þorkelsson er forstjóri hinnar nýju stofnunar. 1925: Jarðskjálftamælingar hefjast á Veðurstofunni. Áður höfðu jarðskjálftar verið mældir í Reykjavík á árunum 1909-1914. 1926: Lög samin um stofnunina og veðurskeyti fyrst lesin í útvarp. 1928: Veðurfregnir fyrst fluttar í útvarp. 1930: Veðurathuganastöðvum fjölgar úr 19 í 36 á einum áratug. 1932: Segulmælingar hefjast en standa stutt. 1942: Farið að gera sérstakar flugveðurathuganir. 1946: Teresía Guðmundsson skipuð veðurstofustjóri. 1946: Veðurstofunni falið að veita flugveðurþjónustu á Norður- Atlantshafi. 1947: Vatnamælingum komið á fót. Samgöngumálaráðuneyt- ið verður til. Veðurstofan verður ein af stofnunum þess. 1948: Gerður samningur við Alþjóðaflugmálastofnunina um flugveðurþjónustu á Íslandi, ICAO-samningurinn. 1951: Fyrsti síritandi vatnshæðarmælirinn í rekstur í Ölfusá við Selfoss. 1952: Háloftaathuganir hefjast á Veðurstofunni. 1956: Vetrarmælingar Vatnamælinga á hálendinu hefjast. 1957: Samfelldar mælingar hefjast á heildarmagni ósons í andrúmsloftinu. 1958: Sett eru ný lög um Veðurstofuna. Mengunarmælingar hefjast. 1959: Farið að útvarpa veðurspám til tveggja daga. Fram að því hafði einungis verið um sólarhringsspár að ræða. 1963: Hlynur Sigtryggsson skipaður veðurstofustjóri. 1964: Komið upp mjög fullkominni jarðskjálftastöð á Akureyri. 1965: Mönnuð veðurathuganastöð tekur til starfa á Hveravöll- um. 1967: Farið að taka á móti gervitunglamyndum. Vatnamæl- ingar verða deild í Orkustofnun. Veðurfréttir hefjast í sjónvarpi. 1968: Fyrsta landsnet jarðskjálftamæla fullbúið. Það saman- stóð af sex jarðskjálftastöðvum. 1972: Mælingar hefjast á sýrustigi í úrkomu og brennisteins- mengun í úrkomu og andrúmslofti. 1973: Veðurstofan flytur í núverandi húsnæði að Bústaðavegi 9. 1977: Veðurstofan eignast sína fyrstu fjarskiptatölvu og fær einakafnot af hraðvirkri fjarskiptalínu. 1978: Veðurstofunni falið að annast snjóflóðavarnir og snjó- flóðaeftirlit. 1979: Hafísrannsóknadeild stofnuð á Veðurstofunni. 1985: Sett eru ný lög um Veðurstofuna. 1988: Samningur gerður um rekstur sjálfvirkra veðurdufla á Norður-Atlantshafi. Snjóflóðavarnadeild sett á laggirnar. 1989: Uppbygging SIL-jarðskjálftamælakerfisins hefst. Páll Bergþórsson skipaður veðurstofustjóri. 1990: Veðurstofan setur upp sína fyrstu sjálfvirku veðurstöð. Sett upp veðursjá á Miðnesheiði. Veðurstofan verður ein af stofnunum umhverfisráðuneytisins. 1994: Magnús Jónsson tekur við starfi veðurstofustjóra. 1995: Vefur Vefurstofunnar vedur.is opnaður. Ofanflóðastarf- semi Veðurstofunnar stórefld. 1999: GPS-mælingar hefjast á Veðurstofunni. 2008: Ný lög samþykkt um Veðurstofu Íslands. 2009: Veðurstofan og Vatnamælingar lagðar niður og starfsemin sameinuð í nýrri stofnun undir nafni Veðurstofu Íslands. Árni Snorrason verður forstjóri. ➜ Í HNOTSKURN 1920-2010 JARÐSKJÁLFTAVIRKNI Þessi skýringarmynd sýnir jarð- skjálftavirkni á Íslandi. Mælakerfið varðar þetta svæði og gefur mikilvægar upplýsingar um hreyfingar jarðskorp- unnar. MYND/VÍ Jarðskjálftar og eldgos Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á átt- unda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggirnar í kjölfar snjóflóðaslysa í Neskaupstað í desember 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Ofanflóðamál voru þó dreifð milli nokkurra stofnana og ráðuneyta og fólst hlutverk Veðurstofunnar fyrst og fremst í skráningu snjóflóða, útgáfu viðvarana um yfir- vofandi snjóflóðahættu á grundvelli veðurspár og ráð- gjöf í tengslum við hættumat. Áður höfðu starfsmenn bæði Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofn- unar, sem nú eru runnar saman í Veðurstofuna, svo og starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans, stundað rannsóknir á snjóflóðum og snjóflóðaveðrum og birt skýrslur, greinar og bækur um niðurstöður sínar. Í kjölfar mannskaðaflóðanna í Súðavík og á Flateyri 1995 var skipulagi ofanflóðamála hér á landi breytt og ábyrgð á stjórnsýslu þeirra færð undir umhverfisráðu- neytið. Hlutverk Veðurstofunnar var aukið og var henni meðal annars falið ákvörðunarvald um rýmingu hús- næðis vegna yfirvofandi snjóflóðahættu í samráði við heimamenn en áður höfðu almannavarnanefndir í hér- aði haft þetta hlutverk með höndum. Einnig var fagleg ábyrgð á hættumati vegna ofanflóða færð til Veðurstof- unnar og efldar ýmsar rannsóknir sem tengjast hættu- mati og ofanflóðum við íslenskar aðstæður. Snjóflóð Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars veðri, hafís, mengun, loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarð- skjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, vatnafari, jöklabúskap, hlaupum og flóðum. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Miðlunin er á formi tímaraða og korta, spáa, viðvarana, hættumats og almennra ráðlegginga. Þetta varðar samfélagslegt öryggi gagnvart náttúruvá og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Tilvist jökla er mjög háð veðurfari og því nýtast ýmsar niðurstöður jöklarannsókna við könnun á sögu og áhrifum veðurfarsbreytinga. Jafnframt eru veður- mælingar ómetanlegar við jöklarannsóknir. Jón Eyþórsson hóf störf á Veðurstofunni 1926 og þegar árið 1930 kom hann á fót árlegum mælingum á stöðu jökul sporða. Umsjón þessara mælinga hefur alla tíð síðan verið á Veðurstofunni eða á Vatnamælingum Orkustofn- unar, sem nú hafa sameinast Veðurstofunni í nýrri stofn- un. Frá 1950 hafa sporðamælingarnar farið fram í nánu samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands og verður svo þar til jöklar eru horfnir af Íslandi. Á Orkustofnun og áður Raforkumálaskrifstofunni voru starfræktar Vatnamælingar frá árinu 1947. Meðal mældra vatnsfalla voru margar af helstu jökulám lands- ins og söfnuðust því í tímans rás umfangsmikil gögn um afrennsli frá jöklum af völdum jöklaleysingar og flóða, einkum jökulhlaupa, sem tíðari eru hér á landi en annars staðar í veröldinni. Veðurstofan hefur tekið við vatnafars- og aurburðar- rannsóknum sem áður voru á hendi Orkustofnunar, auk umsjónar með gagnasöfnum. Þær sýna mikinn rofmátt jökla og jökulfljóta og stórfelldar breytingar á landinu af þeirra völdum. Sá þáttur Veðurstofunnar sem snýr að vatnafari fjallar um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Jöklarannsóknir og vatnafar Fyrsta veðurspá Veðurstofunnar er dagsett 17. janúar 1920 en ekki var farið að birta veðurspár fyrr en 1. ágúst sama ár. Veðurkort voru teiknuð frá upphafi athug- ana. Veðurlýsingar voru sendar frá 1. febrúar 1920 til Landssímans sem birti þær, ásamt veðurlýsingum frá íslensku veðurskeytastöðvunum. Voru skeytin höfð til sýnis í sérstökum sýningarkassa utan á símstöðvum. Loftskeytastöðin í Reykjavík sendi líka út veðurfréttir og nýttust þær sjómönnum á skipum sem höfðu búnað til þess að taka á móti skeytunum. Veðurstofan fékk sjálf búnað til að taka á móti erlendum veðurskeytum 1. janúar 1925. Veðurfréttir voru fyrst sendar út í útvarpi árin 1926- 1928 en sendingar þess náðu ekki víða. Sama má segja um Loftskeytastöðina í Reykjavík, sem byrjaði í júlí 1928 að útvarpa veðurfregnum í mæltu máli fjórum sinnum á dag. Ríkisútvarpið tók til starfa 20. desember 1930 og var strax farið að útvarpa veðurfréttum. Veðurfréttir í sjónvarpi hófust 6. febrúar 1967. Veður- fræðingur skýrði þar kort sem sýndu veðrið á landinu og umhverfis það eins og það var samkvæmt síðustu veður skeytum. Síðan var sýnt sérstakt spákort sem sýndi hvernig veðurfræðingurinn hugsaði sér veðrið að sólar- hring liðnum. Fyrstu síður Veðurstofunnar á vefnum voru settar upp árið 1995. Vefurinn er ein helsta upplýsingaveita Veður- stofunnar á öllum fagsviðum hennar. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands semja meira en 40.000 veðurspár á ári. Veðurspár og miðlun HLUTVERK VEÐURSTOFU ÍSLANDS Heimildir: Veðurstofa Íslands. Viltu vita meira?: Hilmar Garðarsson, Saga Veður- stofu Íslands, Reykjavík, Mál og mynd, 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.