Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 64
64 18. desember 2010 LAUGARDAGUR BRADLEY MANNING Bandaríski hermaðurinn varð 23 ára gamall í gær. Andlegu og líkamlegu heilsu- fari hans hefur hrakað í fangelsinu. NORDICPHOTOS/AFP DANIEL ELLSBERG Maðurinn sem lak Pentagon- skjölunum hefur komið Assange til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ HILLARY CLINTON Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sakar Assange um árás á gjörvalla heimsbyggðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SNERTIR VIÐ MÖRGUM nokkur lög með birtingu leynilegra upplýs- inga, sem þeim hafa borist eftir ótilgreind- um leiðum. Leit að lögbroti Bandarísk stjórnvöld hafa leitað leiða til að draga Assange fyrir dómstóla, en sú leit hefur ekki borið mikinn árangur. Vafasamt þykir að ákæra Assange fyrir að hafa með birtingu skjalanna gerst brotlegur gegn bandarísku njósnalögunum frá 1917, því þá sæti stórblaðið New York Times og fleiri fjölmiðlar undir sömu sök. Þar með væri sjálft tjáningarfrelsið í hættu og grundvöll- ur lýðræðis væri hreinlega brostinn, auk þess sem ákvæði njósnalaganna gætu hrein- lega stangast á við fyrsta viðauka banda- rísku stjórnarskrárinnar, sem á að tryggja íbúum landsins óskorað málfrelsi. Samkvæmt frétt í New York Times eru nú helst bundnar vonir við að Assange hafi hvatt Manning eða jafnvel aðstoðað hann við að leka leyniskjölum. Takist að sýna fram á það væri jafnframt mögulegt að ákæra Ass- ange fyrir að vera samsekur honum. Frávísun í Ástralíu Ástralska lögreglan hefur einnig kannað hvort ástæða sé til að ákæra hann fyrir brot á áströlskum lögum, en niðurstaðan varð sú að ekki hafi verið sýnt fram á nein lögbrot sem myndu falla undir ástralska lögsögu. Mörgum þykir einnig einkennilegt að Svíþjóð skuli ganga svo hart fram gegn Assange sem raun ber vitni, þrátt fyrir að þar í landi sé samfélagið á nálum vegna slælegrar frammistöðu dómskerfisins í kynferðisbrotamálum. Furðar sig Meira að segja Naomi Wolf, öflugur femínisti sem hefur fjallað mikið um lélega framgöngu stjórnvalda um heim allan í kynferðisbrotamálum, segir ljóst að í þessu máli sé eitthvað undarlegt á ferðinni. „Karlmenn eru nánast aldrei vegna ásakana í kynferðisbrotamálum látnir sæta þeirri meðferð sem Assange hefur mátt þola,“ skrifar hún. FRAMHALD AF SÍÐU 62 „Allir sem vinna við að hjálpa fórnarlömbum nauðgunar vita, vegna þess- ara yfirgengilegu viðbragða, að Bretar og Svíar, örugglega undir þrýstingi frá Bandaríkjunum, eru á kaldrifjaðan hátt að nota nauðgunarmálið sem fíkjublað til að hylja þá skömm sem hvílir yfir alþjóðlegu og mafíukenndu leynimakki um að þagga niður í andófsröddum.“ Ritskoðun að hætti Kínverja Nú í vikunni tók Bandaríkjaher síðan upp á því að banna hermönnum sínum að skoða á netinu þá fréttamiðla sem hafa verið í samstarfi við Wikileaks og unnið fréttir upp úr leyniskjölum bandarísku sendi- ráðanna. Þetta eru fimm fjölmiðlar, allir meðal þeirra virtustu í heimi: Bandaríska dagblaðið New York Times, breska dag- blaðið The Guardian, franska dagblaðið Le Monde, spænska dagblaðið El Pais og þýska vikuritið Der Spiegel. Þarna hefur Bandaríkjaher tekið skref sem helst minnir á aðferðir kínverskra stjórnvalda, sem loka aðgangi að vefsíð- um ef þar er fjallað um málefni sem þau vilja þegja í hel. Grímulausar árásir og hræsni Kristinn Hrafnsson blaðamaður, sem starf- að hefur náið með Assange undanfarið, segir merkilegt að fylgjast með því hvað árásir stórveldis séu orðnar grímulausar. „Að Bandaríkin, sem á alþjóðavettvangi segjast vera að berjast fyrir tjáningarfrelsi, skuli með þessum grímulausa hætti ráðast gegn einstaklingum sem standa sannarlega í baráttu fyrir tjáningarfrelsinu og eru að reyna að draga sannleikann fram í dagsljós- ið, er auðvitað ekkert annað en yfirgengileg hræsni,“ segir Kristinn. Stofufangelsi á sveitasetri Sjálfur var Assange látinn laus úr fangelsi í London á fimmtudaginn. Dómstóll veitti honum lausn gegn tryggingu, en gerði honum að ganga með staðsetningartæki og setti hann í reynd í stofufangelsi á sveita- setri á austanverðu Englandi. Hann sagði við blaðamenn í gær að hann ætlaði ótrauður að halda áfram baráttu sinni. Hvorki hann né félagar hans ætluðu að láta „afhausunarárásir“ á hendur sér neitt á sig fá. Sama sagan Julian Assange og Bradley Manning eru engan veginn fyrstu uppljóstrarar sögunn- ar, þótt héðan í frá verði þeir að teljast með þeim allra stórtækustu. Daniel Ellsberg er líklega þekktastur allra forvera Assange, en hann sendi árið 1971 nokkrum bandarískum stórblöðum Pentagon-skjölin svonefndu, sem voru rann- sóknarskýrslur frá bandaríska varnarmála- ráðuneytinu um ákvörðunartöku banda- rískra stjórnvalda í Víetnamstríðinu. Birtingin hafði vafalítið þau áhrif að and- staða gegn Víetnamstríðinu óx og flýtti fyrir brotthvarfi Bandaríkjahers frá Víetnam. Kemur Assange til varnar Ellsberg hefur komið Assange til varnar nú þegar öll spjót beinast að honum, þar á meðal grófar hótanir og hefndaraðgerðir sem virðast runnar undan rifjum Banda- ríkjanna. „Öllum þeim árásum sem Assange og Wikileaks verða nú fyrir urðum ég og birt- ing Pentagon-skjalanna fyrir á sínum tíma,“ segir Ellsberg á heimasíðu sinni, ellsberg. net. Assange er tæplega fertugur, fæddur í Ástralíu árið 1971. Nafnið Assange virðist reyndar eiga sér kínverskar rætur, þrátt fyrir franskt yfirbragð. Þetta er fullyrt í tímaritinu New Yorker, sem fjallaði ítarlega um Assange þegar hann dvaldi hér á landi síðast- liðið sumar. Þá bjó hann í húsi við Grettisgötu og vann ásamt hópi Íslendinga og útlendinga að birtingu myndbands úr fórum Banda- ríkjahers, sem sýndi árásir úr bandarískri þyrlu á almenna borgara í Bagdad. Samkvæmt tímaritinu má rekja nafnið til Kínverja sem flutti til Ástralíu snemma á 19. öld. Sá hét Sang, en var jafnan nefndur Ah Sang vegna þess að Ah mun þýða „herra“ á kínversku. Síðar breyttu afkom- endur herra Angs í Ástralíu nafninu úr Ah Sang í Assange. Foreldrar Julians ráku ferðaleikhús og voru alltaf að flytja búferl- um meðan hann var barn. Hann fékk að valsa um frjáls að mestu, átti til dæmis hest, byggði sér fleka, stundaði veiðar og lék sér í námu- göngum, eftir því sem hann segir í greininni í New Yorker. Móðir hans hafði ekki trú á hefðbundnum skólum, taldi þá venja nemendur á allt of mikinn undirlægjuhátt við yfirvaldið. Þess í stað var honum stundum kennt heima, en stundaði líka sjálfsnám á bókasöfnum og beindist athyglin fljótlega að vísindum og tækni. Hann byrjaði strax á unglingsárum að brjótast inn í tölvukerfi, þótt internetið væri þá varla orðið að veruleika. Þetta varð til þess að hann lenti nokkrum sinnum í útstöðum við lögregluna, sem meðal annars gerði húsleit á heimili hans í Melbourne árið 1991 þegar hann var rétt tvítugur. ■ JULIAN ASSANGE Karlmenn eru nánast aldrei vegna ásakana í kynferðisbrotamálum látnir sæta þeirri með- ferð sem Assange hefur mátt þola. Naomi Wolf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.