Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 89
matur 7 Auglýsingasími FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Verð 7.990,- Lækjargata 2a 101 R.sími 5115001 opiða alla daga 9 til 22 GRANATEPLA-VINAGRETTE 1 granatepli 50 ml Extra Virgin ólífuolía 10 ml sojasósa salt pipar Skerið granatepli í tvennt og kreistið yfir skál. Reynið að ná fræjum og safa án þess að börkur fljóti með. Bætið ólífuolíu og sojasósu við og smakkið til með salti og pipar. RÚGBRAUÐSTENINGAR 2 brauðsneiðar rúgbrauð 20 ml Extra Virgin ólífuolía pipar Skerið rúgbrauð í litla ten- inga, setjið í pott með ólífuolíu og hitið við vægan hita til að velgja upp á rúg brauðinu. Smakkið svo til með pipar. Í lokin: Stráið aðeins af rifnum gráðaosti yfir kjötið, bætið við „doppum“ af sellerírótar sósu, ristuðum pekanhnetum og rúg- brauðsteningum og stráið vinaigrett inu yfir. Setjið smá salat með í restina. GÆSASALAT með mangói, salthnetum og kóríander Fyrir 4 GÆSASALAT 400 g gæs 50 g sykur 50 g salt 1 sítróna 5 greinar timjan Setjið gæs í eldfast form; sykur, salt, timjan og sítrónu í mortél og merjið saman og stráið yfir gæsina. Látið liggja í um sólarhring. Síðan er gæsin léttbrúnuð og sett í ofn við 130 gráða hita í 5 mínútur. Leyfið henni svo að kólna á bretti og skerið niður í sneiðar. MANGÓ-CHUTNEY 1 mangó 1 tómatur 1 grænt epli 1 skalottulaukur 1 tsk. five spice ½ tsk. cayenne-pipar ½ tsk. engifer 180 g sykur 150 g vatn 20 ml Extra Virgin ólífuolía Skrælið mangó og epli og skerið í teninga. Skerið tómat í tvennt og kjarnhreinsið. Skerið laukinn fínt niður. Setjið svo allt í pott og sjóðið þar til það hefur þykknað eins og sulta. MANGÓTENINGAR ½ stk. mangó 5 ml kampavínsedik 5 ml ólífuolía salt pipar Skrælið mangó og skerið í ten- inga, setjið í skál ásamt ediki og olíu. Smakkið loks til með salti og pipar. Setjið allt í skál og hristið saman. Bætið svo salthnetum og búnti af kóríander við. Líka gott að bæta við klettasalati. Bon appétit! Eyjólfi Gesti Ingólfssyni kokki finnst best að gæða sér á hamborgarhrygg, karamell- uðum kartöflum og heimagerðu rauðkáli um jólin. Honum þykir þó ekkert síðra að bregða út af vana endrum og eins, prófa eitt- hvað alveg nýtt og öðruvísi yfir hátíðarnar og mælir sterklega með að fólk reyni þá til dæmis fyrir sér í franskri matseld. Enda Frakkar leiðandi í matargerð eins og hann orðar það sjálfur. „Nauta-ribeye með kartöflu- mauki, rauðrófum og timjans- ósu er til að mynda algjör herra- mannsmatur og hentar vel í aðalrétt,“ segir Eyjólfur og finnst alls ekki skrítið að bjóða upp á nautakjöt á jólunum þegar blaða- maður spyr. „Alls ekki, enda í raun enginn munur á nautalund- um og til dæmis lambi.“ Til að kjötið bragðist sem best kveðst Eyjólfur krydda það með jurtum og rista vel upp úr smjöri á pönnu. „Kjötið er síðan sett í 65 gráðu heitan ofn í minnst fjóra tíma. Hann er svo hækkaður í 160 gráður rétt í lokin.“ En hvað færi vel að hafa í forrétt með svona frönskum fínheitum? Kokkurinn er ekki lengi að hugsa sig um. „Þá væri gott að bjóða upp á annaðhvort dádýra-carpaccio nú eða þá gæsa- salat, en hvort tveggja bragðast alveg svakalega vel,“ segir hann og afhendir í lokin uppskriftir að herlegheitunum. Getur þess svo að þeir sem leggi ekki í að útbúa matinn sjálfir geti svo alltaf milli jóla og nýárs kíkt á hlaðborðið á veitingastaðnum Square, þar sem hann heldur utan um eldamennsk- una. - rve Franskar krásir Frakkar hafa löngum verið leiðandi í matargerð. Eyjólfur Gestur Ingólfsson, kokkur á veitingastaðnum Square, veit allt um það og leggur til að landsmenn kynni sér franska matargerð betur fyrir þessi jól og áramót. Hér gefur hann þrjú sýnishorn. Eyjólfur sækir gjarnan í franska matseld og finnst gaman að blanda henni við aðrar stefnur, eins og nýnorrænt eldhús. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dádýra-carpaccio með sellerírótarkremi, gráðaosti og granatepla-vinaigrette.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.