Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 112
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR84 timamot@frettabladid.is 95 SIGURÐUR BJARNASON FRÁ VIGUR, alþingismaður, ritstjóri og sendiherra, er níutíu og fimm ára í dag.„Af reynslu og lífsspeki horfinna kynslóða má margt læra á öllum öldum.“ Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd í kvikmyndahús- um þennan dag, árið 1982. Hún fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar, (réttu nafni Grýlurnar). Þær voru á ferðalagi um Ísland og upp komu ástir, afbrýði og ýmis vandamál í hópn- um. Leikstjóri var Ágúst Guðmundsson og hann var einnig handritshöfundur ásamt leikurunum, enda höfðu báðar hljómsveitirnar mikla reynslu af því að ferðast um landsbyggðina og troða upp í félagsheimilum þar. Lögin úr myndinni urðu geysivinsæl og sömuleiðis ýmis tilsvör og frasar. Með helstu hlutverk í myndinni fóru Eggert Þorleifsson, Jakob Magnússon, Egill Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Ragn- hildur Gísladóttir og Flosi Ólafsson. Með allt á hreinu sló öll aðsóknarmet á sínum tíma. Rúmlega 110.000 sáu hana í kvikmyndahúsum. ÞETTA GERÐIST: 18. DESEMBER 1982 Með allt á hreinu frumsýnd „Ég er í raun og veru fertugur! Ég á nefnilega fjörutíu ára starfsafmæli á þessu ári og vil frekar hampa því en aldrinum!“ segir rakarinn Torfi Geir- mundsson glettnislega þegar hann er beðinn um afmælisviðtal vegna sex- tugsafmælis á morgun. Þegar nánar er grennslast fyrir kemur upp úr kaf- inu að hann ætlar að halda upp á þessi tímamót á Replay við Grensásveg í kvöld undir yfirskriftinni: Fjörutíu ár í hári og sextíu ár á lífi. Þar verður farið yfir söguna. „Ég ætla að vera með smáteiti og halda upp á starfsferilinn minn,“ segir Torfi. „Byrja á að kynna bók sem var að koma út og heitir Varðskipið Óðinn 50 ára. Sextán ára var ég kominn þar um borð sem háseti og nítján ára orð- inn bátsmaður. Þarna var ég frá 1967- 70 og í bókinni er viðtal við mig um það tímabil. Þetta var viðburðaríkur tími fyrir ungling. Við björguðum til dæmis átján manns af breska togaran- um Notts County vestur í Ísafjarðar- djúpi þann 4. febrúar 1968.“ Torfi rekur ættir sínar til Grundar- fjarðar og kveðst hafa verið búinn til þar. „Mamma kom ófrísk til Reykja- víkur og ég ólst upp á Bústaðabletti 12, á milli hæna, kalkúnhana og grá- gæsa því pabbi var framarlega í til- raunum í að rækta kjúklinga og fleiri fugla. Þetta var á árunum 1953-56 en Íslendingar voru ekki ginnkeypt- ir fyrir kjúklingi á þeim tíma svo pabbi fór á hausinn. Svo fluttum við í Árbæinn og vorum meðal frum- byggja þar. Við Rúnar bróðir vorum á stofnfundi Fylkis. Húsið okkar stóð á Árbæjarbletti 30. Það var rifið 1970 og afleggjarinn að því er kominn undir Árbæjarsafnið.“ Torfi hefur haft hendur í hári manna frá árinu 1970. Kveðst hafa byrjað á Rakarastofunni á Klapparstíg og verið þar í tæp fimm ár. „Síðan hef ég unnið við hársnyrtingu og rakstur og kann ekkert annað,“ segir Torfi sem kenndi við grunndeild Iðnskólans í tíu ár og starfaði í önnur tíu á stofunni Papillu á Laugavegi 24 sem hann stofnaði ásamt fyrrverandi eiginkonu. „Nafn stofunn- ar var sótt í latneskt orð yfir æðanabba í hársverðinum sem hárslíðrið myndast af,“ útskýrir hann. Eins og fleiri reyndi Torfi að meika það erlendis. Var í sýningum fyrir hár- snyrtifólk fyrir fyrirtæki í Chicago, New York og Los Angeles og árið 1995 hlotnuðust honum verðlaun í New York sem nefnast World Master of the Craft. „Þau þóttu merkileg erlendis en ekki hér,“ tekur hann fram. Fegurð og heilsa eru þættir sem Torfi hefur verið með síðastliðin þrjú ár á Útvarpi Sögu en hans aðalvettvangur er á Hárhorninu við Hlemm. „Hér er ég búinn að vera í þrettán ár,“ segir hann og gleðst yfir þeim breytingum sem urðu á torginu þegar hætt var að aka um það í aust- urátt. „Umferðin var alltof hröð og hættuleg fyrir svona umferðarmiðstöð eins og Hlemmur er,“ segir hann. „Nú er þetta besti staður í bænum.“ gun@frettabladid.is TORFI GEIRMUNDSSON HÁRSNYRTIR: VERÐUR SEXTUGUR Á MORGUN Tímamót í tvennum skilningi RAKARINN Á HÁRHORNINU „Ég á fjörutíu ára starfsafmæli á þessu ári og vil frekar hampa því en aldrinum,“ segir lífskúnstnerinn Torfi Geirmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1836 Sex manns farast í snjó- flóði og bærinn á Norð- ureyri við Súgandafjörð brotnar í spón. 1897 Leikfélag Reykjavíkur sýnir sína fyrstu leiksýn- ingu en það var stofnað fyrr þetta ár. 1939 Sköpunin eftir Haydn er flutt í bifreiðaskála Steindórs í Reykjavík. Það er fyrsti flutningur óratoríu á Íslandi. 1949 Laugarneskirkja í Reykjavík er vígð. 1973 Stjörnubíó við Lauga- veg brennur á tveimur tímum skömmu eftir að sýningu lýkur. Merkisatburðir Tilkynning um útför ástkærs föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs. Haukur Karlsson brúarsmiður verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. desember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent á Umhyggju (félag til stuðnings langveikum börnum). Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard Mikkel C. Kjærgaard Eva Kjærgaard Marinó Bóas Karlsson Sigfríð Elín Sigfúsdóttir Íris Karlsdóttir Guðmundur Haraldsson Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ragnars Guðmundssonar Hraunbæ 111, 110 Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Með óskum um gleðileg jól. Friðgerður Þórðardóttir Logi Ragnarsson Jóhanna Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka, Haukur Steinn og Freyja Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hermanns Stefánssonar Vallargerði 2c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyfjadeildar 1 á Sjúkrahúsi Akureyrar og Rúnarbræðra. Guð blessi ykkur öll. Kristín Friðbjarnardóttir Ólafur Ingi Hermannsson Bjarnheiður Ragnarsdóttir Eva Hermannsdóttir Einar Jóhannsson Atli Hermannsson Ingibjörg Róbertsdóttir afa og langafabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Marinó Þórðarson Þelamörk 1, Hveragerði, lést þann 9. desember á H.S.S. Selfossi. Útförin verður gerð frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 20. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Bæjarás Ási Hveragerði. Halldóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðríðar Aradóttur Steinunn Kolbrún Egilsdóttir Haukur Hergeirsson Hrafnhildur B. Egilsdóttir Briem Garðar Briem barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Elías Þorsteinsson varð bráðkvaddur mánudaginn 13. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðrún Þorsteinsdóttir Haraldur Þorsteinsson Hulda Sigurðardóttir og frændsystkinin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.