Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 138

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 138
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Kalkúnninn má vera af hvaða stærð sem er. Steikingartími kalkúns er um 40-50 mín. pr. kg. á 160°C án blásturs. Ætíð er best að fylgjast vel með kalkúni í steikingu vegna þess að enginn ofn er eins. Gott er að þekja hann með álpappír 2/3 hluta steikingartímans og láta hann síðan brúnast síðasta hlutann og hækka hitann í 160°. Gott ráð fékkst í þætti Sigurðar Hall á Stöð 2 um að þekja kalkúninn með gömlu hreinu viskustykki sem vætt er vel upp í bræddu smjöri í stað álpappírsins. www.pottagaldrar.is Hráefni: 400-500 gr. Svínahakk brauðsneiðar af hálfu brauði, grófu eða hvítu handfylli af sveskjum saxaðar Leysið brauðsneiðarnar upp í vatni eða kjúklingasoði. Blandið saman við svínahakkið og bætið sveskjunum og apríkósunum við (án safans.) Bætið þá kryddblöndunni út í ásamt salti og pipar og fyllið kalkúninn vel og saumið fyrir. Ef afgangur er af fyllingunni má gjarnan baka hana í álformi með kalkúninum í klukkutíma eða svo. Ef þið hafið ykkar ákveðnu uppskrift af kalkúnafyllingu, með eða án kjöts mæla Pottagaldrar endilega með að krydda hana með þessari kryddblöndu sem iniheldur salvíu og þarf aðeins að bæta við salti og pipar. Hráefni: 1 og hálf mtsk. Creola krydd- blanda Pottagaldra 1 lítri appelsínudjús 3 mtsk limedjús eða sítrónusafa Blandið öllu vel saman í skál. Byrjið á því að nudda salti og hvítum pipar vel á kalkúninn. Penslið síðan kalkúninn vel með gljáanum og hefjið steikingu hans. Penslið af og til með gljáanum á meðan steiking stendur yfir, sérstaklega eftir að álpappírinn/eða viskustykkið hefur verið fjarlægt og skinnið brúnast. Brúnið og steikið fóarnið úr kalkúninum ásamt vængstubbunum. Kryddið það með 1-2 tsk. Af Kalkúnakryddinu og Creola blöndunni ásamt salt, pipar og lárviðarlaufum um leið og steikt er. Hellið vatni út á og sjóðið í góðan klukkutíma. Gjarnan má bæta kalkúna- eða kúklinga- krafti út í vatnið ásamt lauk, seller og gulrótum til að fá sterkara bragð. Sjóðið rétt yfir suðumarki í góðan klukkutíma og síið. Þegar kalkúnninn er full steiktur skal sía soð hans út í sósusoðið. Sjóðið áfram í 15 mín. Ef soðið er enn gruggugt má sía það aftur. Bætið þá út í soðið restinni af gljáanum ásamt rjóma. Þykkið eftir smekk. Ef portvín eða líkjörar eru til í vínskapnum má alltaf smakka sósuna til með þeim eða með góðu ribsberjageli en gljáinn gerir það besta fyrir sósuna. 1 lítil dós af apríkósum ½ glas Kalkúnakrydd 1-2 tsk. Salt ½ tsk. Hvítur pipar 1 mtsk Dijon sinnep 3 mtsk. Soya sósa 50 gr. Bráðið smjör 2-3 mtsk. Hunang Fyllingin Gljái á kalkún Himnesk sósa Íslenskir tískuunnendur eiga von á góðu þegar Reykjavík Fashion Festi- val verður sett 31. mars. Erlendir fjölmiðlar sýna íslensku tískuhátíðinni mikinn áhuga. „Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra en okkur bárust um 50 umsókn- ir sem mjög erfitt var að sía úr,“ segir Ingibjörg Finnbogadótt- ir, framkvæmdastýra Reykjavik Fashion Festival, en 21 fatahönn- uður mun láta ljós sitt skína á þessari íslensku tískuhátíð næst- komandi vor. Nokkur ný nöfn eru meðal sýnenda í ár. Merki á borð við ÝR og Shadow Creatures, sem eru að stíga sín fyrstu skref, taka þátt og einnig ætla Hugrún og Magni hjá Kron að vera með en gera má ráð fyrir að þau sýni bæði vinsælu skólínuna og nýja fatalínu sem er væntanleg með vorinu. Mikill metnaður er hjá aðstand- endum hátíðarinnar um að gera RFF sem glæsilegasta og hafa þeir meðal annars fengið til liðs við sig erlendan kynningarstjóra sem sér um að koma hátíðinni á fram- færi í útlöndum. „Við ákváðum að það væri skynsamlegt að ráða til okkar einhvern sem gæti hjálpað okkur að verða nafn og draga að okkur fjölmiðlaathygli úti í heimi,“ segir Ingibjörg, eða Imba eins og hún gjarnan er kölluð. Tískuhátíðin er meðal annars komin inn á dagatal tískuvikna í heiminum sem vefmiðilinn cos- moworld.com stendur fyrir en það þykir benda til þess að hátíð- in sé komin á kortið í hinum stóra heimi. „Það er náttúrulega frá- bært að hátíðin á Íslandi sé aug- lýst á sama stað og stærstu tísku- vikurnar. Það dregur hingað rétta fólkið úr bransanum,“ staðfest- ir Imba. Einnig hafa vefmiðlar á borð við Antenna Magazine og The Pleat gert hátíðinni skil á sínum síðum en þar er henni meðal ann- ars lýst sem nýrri von fyrir land í kreppu og að Ísland sé greinlega að virkja sköpunargáfu lands- manna á réttan máta. - áp 21 hönnuður sýnir á RFF KOMA ÍSLANDI Á KORTIÐ Ingibjörg Finnbogadóttir og hennar samstarfsmenn hjá RFF vinna nú hörðum höndum að því að gera RFF sem glæsilegasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Birna Andersen & Lauth Spakmannsspjarir Kalda Mundi E label Nikita Z Forynja Sruli Sonja Bent Kron HANNA Eygló Rey – Rebekka Jónsdóttir Rain Dear Hildur Yeoman RE – Royal Extreme Ýr Áróra Disdis Shadow Creatures ÞESSIR SÝNA Á RFF: Fyrirsætan Elizabeth Hurley og eiginmaður hennar, indverski viðskiptajöfurinn Arun Nayar, hafa skilið að skiptum eftir að Hurley sást kyssa ástralska krikketleikarann Shane Warne. Eftir að málið var gert opinbert í bresk- um tímaritum kom Hurley fram og sagði að hún og Nayar hefðu verið skilin í nokkra mánuði. US Weekly heldur því fram að þetta sé ekki alls kostar rétt því Nayar vissi ekki til þess að hann og Hurley væru skilin þegar hún sást með Warne. „Þau hafa átt í erfiðleikum í þónokkurn tíma, en Arun var ekki tilbúinn til að leggja árar í bát. Liz var aftur á móti löngu búin að gefast upp en hafði ekki fyrir því að segja eiginmanni sínum frá því. Í staðinn fór hún og átti vingott við annan mann og sagði Arun ekki sannleikann fyrr en upp um hana komst. Hann er miður sín, honum finnst Liz hafa niðurlægt hann opin- berlega,“ var haft eftir heimildar- manni. Sá segir jafnframt að Nayar óttist að hann fái ekki að hitta son Hurley eftir skilnaðinn. „Arun og Damian eru mjög nánir og Arun óttast að missa tengsl við drenginn eftir skilnaðinn.“ Vissi ekki af skilnaðinum SKILIN Arun Nayar og Elizabeth Hurley eru skilin. Samkvæmt heimildarmanni vissi Nayar ekki af skilnaðinum fyrr en fjölmiðlar sögðu frá honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.