Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 146

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 146
118 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Tónlist ★★★★★ Spilverk þjóðanna Allt safnið – 7 diskar í öskju Pakkinn sem hér er til umfjöllun- ar inniheldur allt útgefið efni Spil- verks þjóðanna, auk nokkurra laga sem ekki hafa fengist á föstu formi áður. Þetta eru sjö diskar, plöturn- ar sex ásamt átján laga aukadiski. Spilverkið var stofnað í MH snemma á áttunda áratugnum af þeim Agli Ólafssyni, Valgeiri Guð- jónssyni og Sigurði „Bjólu“ Garð- arsyni. Þeir spiluðu þrír saman fyrstu árin og tóku upp nokkur lög fyrir safnplötuna Hrif 2, en þegar fyrsta stóra platan, brúna platan svokallaða – samnefnd sveitinni, var tekin upp var MR-ingurinn Sigrún Hjálmtýsdóttir gengin til liðs við þá. Þrjár plötutvennur Eins og áður segir gerði Spilverkið sex plötur á ferlinum. Þær tvær fyrstu höfðu að geyma bland af poppi og þjóðlagatónlist og texta á ensku. Á brúnu plötunni (1975) voru m.a. smellirnir Lazy Daisy og Icelandic Cowboy, en tónlistin á plötu númer tvö, CD Nærlífi (1976), var ekki jafn grípandi. Á plötum þrjú og fjögur, Götuskóm (1976) og Sturlu (1977), var sungið á íslensku og útsetningar orðnar fjölbreytt- ari. Á þeim voru meðal annars lög eins og Styttur bæjarins, Sirk- us Geira Smart, Arinbjarnarson, Skýin og Skandinavíublús („Kom hjem til meg“). Eftir Sturlu sagði Egill Ólafsson skilið við sveitina til að snúa sér að Þursaflokknum og þess vegna var Spilverkið tríó á lokaplötunum, Íslandi (1978) og Bráðabirgðabúgí (1979) sem jafn- framt voru poppuðustu verk sveit- arinnar. Af þeim nutu vinsælda lög eins og Græna byltingin og Ég býð þér upp í dans. Aukadiskur og 100 síðna bók Öll umgjörð og frágangur nýja pakkans er til fyrirmyndar. Plöt- urnar eru í umslögum sem eru eftirgerð af upprunalegu vínil- plötuumslögunum. Þær koma í öskju ásamt 100 bls. bók með ítar- legum upplýsingum, öllum text- unum, fjölmörgum ljósmyndum og blaðaúrklippum, auk gamalla handskrifaðra texta og minnis- punkta frá hljómsveitarmeðlim- um. Á framhlið öskjunnar er mynd sem Hjördís Frímann teiknaði af sveitinni utan á sendibréf í júní 1977. Einföld hönnun og falleg og hæfir Spilverkinu fullkomlega. Á aukadisknum sem heitir Pobeda, eru meðal annars fyrstu fjögur lög sveitarinnar (af Hrif 2), lög úr leikritum (Keramik og Grænjöxlum), útvarpsþáttum („Að vera í stuði“ frá 1976), Ára- mótaskaupi sjónvarpsins 1975 og af tónleikum í HM. Það er fullt af góðu efni hér, aðallega lög sem maður hefur ekki heyrt áður, en líka Tívolí sem seinna endaði á samnefndri plötu Stuðmanna og syrpa með gömlum íslenskum dægurlögum. Fyrirmynd í textagerð Spilverkið var þekkt fyrir góðan söng og skemmtilegar útsetning- ar, en aðalástæðan fyrir langlífi tónlistarinnar eru lagasmíðarn- ar og textarnir. Þeir Egill, Val- geir og Sigurður eru allir öflug- ir lagasmiðir og textarnir eru einfaldlega á meðal þess besta sem komið hefur út á plötu hér á landi. Vel skrifaðir, hnyttnir og taka á málefnum líðandi stundar. Spilverkið var þekkt sem „hljóm- sveit með meiningar“, en styrk- ur textahöfundanna fólst ekki síður í því hvað þeir kunnu að draga upp skemmtilegar mann- lífsmyndir. Það er engin tilvilj- un að þegar gagnrýnendur hæla nýjum hljómsveitum fyrir texa- gerð, er þeim oft líkt við Spilverk þjóðanna. Á heildina litið er Allt safnið frábær pakki sem ungir popp- áhugamenn ættu að stökkva á, ekki síður en gömlu aðdáendurn- ir. Það eru ekki allar sex plöturn- ar jafn góðar. Fyrsta platan og sérstaklega Götuskór og Sturla eru bestu verk Spilverksins – sannkölluð meistaraverk, en eins og maður heyrir þegar maður hlustar á þessar plötur allar í beit þá standa hinar þrjár þeim ekki langt að baki. Þessi glæsi- lega heildarútgáfa fær fullt hús. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Spikfeitur heildarpakki með einni ástsælustu hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu. Nú er gaman. Veisla fyrir poppáhugafólk KL.1 SMÁRABÍÓ Tilboðsverð í bíó á fyrstu sýninguna í 3-D Tilboðsverð í bíó á fyrstu sýningar í 3-DTILBOÐSVERÐ Í BÍÓ á fyrstu sýningar KL. 3 BORGARBÍÓ KL.1 SMÁRABÍÓ KL. 3 BORGARBÍÓ KL. 4 HÁSKÓLABÍÓKL. 4.30 HÁSKÓLABÍÓ KL.1 SMÁRABÍÓ SPARBÍÓ TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS TILBOÐSSÝNINGAR MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 650 KR. 950 KR. 950 TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK sýnd með íslensku og ensku tali FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill og Brad Pitt eru ótrúlega fyndin í þessari frábæru fjölskyldumynd. 12 12 16 16 10 10 10 10 10 10 L L L L L L L L L L L L L L L L 7 7 7 MEGAMIND-3D ísl. tal kl. 1.40, 3.50 og 6 MEGAMIND-3D enskt tal textalaust kl. 8 og 10.15 NARNIA-3D kl. 2, 5, 8 og 10.30 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 og 10.30 HARRY POTTER kl. 2, 5 og 8 DUE DATE kl. 5.40 ÆVINTÝRI SAMMA-3D ísl. tal kl. 1.40 og 3.40 MEGAMIND-3D ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 MEGAMIND-3D enskt tal kl. 8 - 10:10 THE LAST EXORCISM kl. 8 - 10:10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 HARRY POTTER kl. 2 - 4 - 5:30 - 8:30 - 10:10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 5:50 - 8 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D ísl. Tali kl. 1:30 KONUNGSRÍKI UGLANNA ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D ísl. Tali kl. 3:30 FURRY VENGEANCE kl. 2 MEGAMIND-3D ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 MEGAMIND-3D enskt tal kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE LAST EXORCISM kl. 10:10 THE JONESES kl. 8 HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 RED kl. 10:40 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D ísl. Tali kl. 2 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D ísl. Tali kl. 3:50 MEGAMIND-3D ísl. Tali kl. 2 - 4 - 6 MEGAMIND-3D enskt tal kl. 8 - 10 HARRY POTTER kl. 2 - 5 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:10 SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D KL. 3 (900kr.) - 5.30 - 8 - 10.15 UNSTOPPABLE KL. 6 - 8 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3 (600kr.) - 4.30 7 12 16 L Nánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 1 (950kr.) 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D KL. 1 (950kr.) 3 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER KL. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 1 (700KR.) 3.30 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 1 (700) laugardag - 3.40 L L 7 7 16 16 L 12 L NARNIA 3 3D KL. 4 (950kr.) - 6.30 - 9 FASTER KL. 8 - 10.10 AGORA KL. 3 - 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4.30 (700KR.) - 6.20 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 4 - 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D Í 3-D 5% - bara lúxus Sími: 553 2075 MEGAMIND 3D - ISL TAL 2(950 kr), 4 og 6 L MEGAMIND 3D - ENS TAL 8 og 10 - ÓTEXTUÐ L NARNIA 3D 2(950 kr) og 5 7 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 16 THE NEXT THREE DAYS 5.40, 8 og 10.30 12 NIKO OG LEIÐINN TIL STJARNANNA 2(650 kr) og 3.50 - ISL TAL L JACKASS 3D 10 - ÓTEXTUÐ 12 Tilboð í bíó. Gildir á fyrstu sýningar dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.