Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 150

Fréttablaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 150
122 18. desember 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Óhætt er að segja að Dagur Sigurðsson hafi átt gott ár í handboltanum. Árangur aust- urríska landsliðsins undir stjórn hans á EM í handbolta þar í landi í upphafi ársins kom flestum í opna skjöldu og nú í haust hefur hann aftur vakið mikla eftirtekt. Í þetta sinn er það með lið Füchse Berlin sem er nú í öðru sæti þýsku úrvals- deildarinnar og nýbúið að slá topp- liðið, Hamburg, úr leik í þýsku bik- arkeppninni. Fréttablaðið tók Dag tali um þetta ótrúlega ár. „Ég held að eftir þetta ár sé ég búinn að koma mér á kortið sem þjálfari. Svo verður bara að koma í ljós hvað gerist á næstu árum,“ segir Dagur en óhætt er að segja að hann haldi sig á jörðinni þrátt fyrir velgengnina. Hann verður seint sakaður um digurbarkaleg- ar yfirlýsingar um árangur næstu ára – þvert á móti virðist alveg eins koma til greina hjá honum að kúpla sig úr handboltanum. „Ég er búinn að binda mig hér í Berlín næstu 2-3 árin og það getur vel verið að maður láti það bara duga. Ég veit ekkert hvernig fram- tíðin verður hjá mér.“ Raunhæfar væntingar Árangur Füchse Berlin hefur verið ótrúlegur. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með lið á borð við Kiel og Rhein-Neckar Löwen fyrir neðan sig í stigatöflunni. „Árangur liðsins hefur komið flestum á óvart – okkur líka. Það er mjög óvana- legt að það sé komið fram í miðjan desember og við í öðru sæti. Það er í raun ekki hægt að ætlast til þess að liðið endi tímabilið á þessum stað,“ segir Dagur. „Füchse varð í níunda sæti á síðasta tímabili og við stefndum á 7.-8. sætið í ár. Eftir þessa góða byrjun tel ég raunhæft að stefna á 5.-6. sætið og þar með þátttöku í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Vonandi tekst það hjá okkur.“ Einhverjum kunna að þykja þetta óvenjuleg ummæli hjá þjálf- ara sem er í toppbaráttu í sterk- ustu handboltadeild heims. En staðreyndin er einfaldlega sú að Füchse Berlin hefur úr miklu minna að spila en stærstu liðin í deildinni. „Við erum töluvert á eftir stóru liðunum hvað fjármuni varðar og þau eru með mun stærri og betri leikmannahópa, sum hver með 2-3 sterka leikmenn í hverri einustu stöðu.“ Tekur Redknapp á þetta Füchse Berlin er ekki nema sex ára gamalt félag og hefur upp- gangur liðsins verið mikill og góður. Stefnt er að því að gera enn meira á næstu árum. „Það er gaman að fara á slóðir þar sem ekkert hefur gerst í mörg ár. Liðið komst upp fyrir fjórum árum og náði sínum besta árangri á síðasta tímabili. En með þess- um góða árangri í haust hefur allt verið að springa út í bæði umfjöll- un fjölmiðla og áhuga almenn- ings í borginni. Ég tel að það séu miklir möguleikar á þessum vett- vangi fyrir liðið. Ég vona bara að fjárhagslegur styrkur muni auk- ast með velgengninni, sem muni færa okkur nær stóru liðunum,“ segir Dagur, en unglingastarfið í félaginu er öflugt. „Við urðum Þýskalandsmeist- arar í þriðja flokki á síðasta ári og erum nú með mjög öflugt lið í öðrum flokki. Við erum svo með B-lið sem spilar í B-deildinni. Vonandi getum við haldið áfram á þessari braut og við getum farið að nota okkar eigin handboltamenn.“ Liðið mun þó alltaf þurfa að kaupa sterka leikmenn og þar er hlutverk Dags mikilvægt. „Maður þarf að taka léttan Redknapp á þetta og finna góðu bitana,“ segir hann í léttum dúr og á þar við Harry Redknapp, stjóra Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni sem oft hefur verið þekktur fyrir góð kaup á leikmannamarkaðnum. Komst ekki fram úr rúminu Einn af þeim leikmönnum sem Dagur hefur keypt og hafa gert frábæra hluti með Füchse Berl- in er landsliðsmaðurinn Alexand- er Petersson. „Ég vissi vissulega hvað ég var að fá með honum en samt var viss áhætta fólgin í því. Hann hafði ekki spilað mikið með Flensburg í heilt tímabil og oftast spilað sem hornamaður í íslenska landsliðinu. Það var því ekki hægt að búast við því að hann myndi standa sig jafn vel í skyttunni og hann hefur gert með okkur. Alex- ander gefur sig allan í hvern ein- asta leik og við erum með nokkra þannig leikmenn í liðinu í dag. Við erum með afar góða liðsheild, sem er einn af okkar stærstu kostum.“ En Dagur segir að mikið sé á þá lagt. „Alexander spilaði um dag- inn fimm leiki á tíu dögum. Það var um það leyti sem hann spilaði með landsliðinu í Svíþjóð. Hann fékk einn frídag og eyddi honum á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Ég fékk símtal nú rétt áðan þar sem Alexander var á hinum end- anum og sagðist ekki komast fram úr rúminu vegna bakverkja,“ segir Dagur en útilokar þó ekki að Alex- ander muni spila með liðinu þegar það mætir Wetzlar á morgun. „Það má segja svipaða sögu af fleiri leikmönnum. Það hefur mikið gengið á hjá okkur.“ Hefur verið að í tvö ár Dagur var í rúm tvö ár landsliðs- þjálfari Austurríkis og hann er nú á sínu öðru tímabili hjá Füch- se Berlin í Þýskalandi. Það hefur líka verið mikið á hann lagt. „Þetta hefur verið frábært ár og toppar allt sem ég hef gert á mínum stutta þjálfaraferli,” segir Dagur, sem var einnig spilandi þjálfari A1 Bregenz í Austurríki í fjögur ár, frá 2003 til 2007. „Ég var líka það heppinn að eiga góð ár sem leikmaður en það var bara allt öðruvísi og erfitt að bera það saman við hitt,“ segir Dagur, sem bíður spenntur eftir því að deildin í Þýskalandi fari í frí vegna HM í Svíþjóð sem fer fram í janúar. „Ég er búinn að vera að linnulaust í tvö ár. Ég er því orðinn nokkuð spennt- ur fyrir fríinu.“ eirikur@frettabladid.is BÁÐAR HENDUR UPPI Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í einum leikja Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í haust. NORDIC PHOTOS/GETTY Dagur Sigurðsson naut þess að þjálfa austurríska landsliðið sem náði glæsilegum árangri á EM. Austurríki var þá að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti til fjölda ára og var ekki búist við miklu af því fyrir fram. En það endaði í níunda sæti, einu ofar en stóri bróðir í Þýskalandi. „Þetta var ævintýri,“ segir Dagur. „Þeir voru með skituna í buxunum þegar ég tók við þeim og voru mjög hræddir um að liðið myndi ekki standa sig á EM á heimavelli. Það var gaman að hjálpa þeim á lappir og koma þeim svo líka á HM,“ bætir hann við en síðasta verkefni Dags var að tryggja Austurríki farseðililnn á HM í Svíþjóð í janúar. Þangað ætlar Dagur að fara sem áhorfandi en styðja Ísland. „Ég sagði þeim að um leið og ég væri búinn að sleppa af þeim hendinni myndi ég halda með Íslandi. Þessi lið verða saman í riðli og reyndar einnig Japan líka,“ segir hann en Dagur lék í Japan um árabil á sínum tíma. „Gamli þjálfarinn minn þar er nú landsliðsþjálfari Japana og ég hlakka mikið til að kíkja á þessa leiki og hitta gamla vini – án þess að vera í stressinu.“ Held núna aftur með Íslandi „Það er nokkuð skrýtið að hoppa í þennan bransa og vera alveg gegnsýrður af handbolta. Ég vil því gjarnan hafa eitthvað annað að hugsa um líka,“ segir Dagur Sigurðsson, sem nú vinnur að því a opna farfuglaheimili með Pétri Marteinssyni, fyrrverandi knatt- spyrnumanni. „Við erum reyndar gamlir félagar úr 16 ára landsliðinu í fótbolta og svo vorum við saman í Versló,“ útskýrir Dagur. „Það er allt á fullu núna og við stefnum á að opna í apríl.“ Dagur gerir reyndar lítið af handavinnunni sjálfur enda ekki á staðnum til þess. „Nei, enda er hann Pétur búinn að vera í táfýlu- sportinu svo lengi að hann kann auðvitað ekkert að lyfta hamri. Þetta máttu endilega hafa eftir mér,“ sagði hann og hló. Opnar farfugla- heimili í Skúlagötu Besta árið á mínum stutta þjálfaraferli Árið 2010 hefur verið ótrúlegt hjá Degi Sigurðssyni handboltaþjálfara. Hann gerði frábæra hluti með landslið Austurríkis á EM í janúar og lið hans í þýsku úrvalsdeildinni, Füchse Berlin, er nú í öðru sæti deildarinnar fyrir ofan lið á borð við Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki sló liðið topplið Hamburg úr leik í þýsku bikarkeppninni á dögunum. Dagur fór yfir árið í samtali við Fréttablaðið. ungbarna húfa og vettlingar barna húfa, trefill og vettlingar Verð: 7.800 kr. Stærðir: 62- 86 Verð: 2.900 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 Verð: 3.800 kr./ stk. Stærðir: 1- 2 - 3 KJÓI KJÓI IÐUNN ungbarna peysa Hlý og notaleg hneppt peysa fyrir þau yngstu úr sérstaklega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir ungabörn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. Hlýir og mjúkir aukahlutir fyrir börn úr sérlega fíngerðri 100% Merino ull. Kláðafrí ull. 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull 100% Extrafi ne Merino ull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.