Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 12
12 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 79920 des. Heimsmet Ætlum okkur að selja 5 tonn af skötu. Ekta Þorláksmessu SKATA Humarsoð Hornarfirði Jón Sölvi kokkur sér um kynninguna Innbakaður Humar Skelflettur Humar Stór Humar Súpuhumar kr./kg. Sendum/seljum í mötuneyti 20 .– 21 . d es . BANDARÍKIN, AP Bandaríska leyni- þjónustan CIA samþykkti að greiða að minnsta kosti fimm milljónir dala, eða hálfan milljarð króna, í lög- fræðikostnað fyrir tvo sálfræðinga sem skipulögðu og tóku sjálfir þátt í vatnspyntingum á föngum. Sálfræðingarnir Jim Mitchell og Bruce Jessen voru ráðnir til CIA sem verktakar og keyptu sér því ekki tryggingu gegn hugsanlegri lögsókn, eins og starfsfólki leyniþjónustunnar er jafnan gert að gera við ráðningu. Þeir töldu hins vegar ástæðu til að fara fram á frekari vernd, og var orðið við því. Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að þrír fangar, sem árum saman hafa verið í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu, hafi verið beittir svonefnd- um vatnspyntingum, sem felast í því að framkölluð er drukknunartilfinn- ing. Fyrir árásirnar á Bandaríkin haustið 2001 höfðu þeir Mitchell og Jessen árum saman starfað hjá Bandaríkjaher þar sem þeir kenndu hermönnum aðferðir til að standast pyntingar, og beittu þá pyntingar- aðferðum á borð við þær sem síðar voru notaðar á fanga sem grunaðir voru um aðild að hryðjuverkum. - gb Bandaríska leyniþjónustan aðstoðar höfuðpaura pyntinganna á Guantanamo: Styrktir vegna málskostnaðar Í GUANTANAMO Tveir bandarískir sál- fræðingar skipulögðu pyntingaraðferðir leyniþjónustunnar. NORDICPHOTOS/AFP HRÍÐARBYLUR Í AMSTERDAM Hollend- ingar láta greinilega snjókomuna ekki hindra sig í að fara sinna ferða á hjóli. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Síðan í nóvember hafa 355 bréfberar slasast í hálku í Danmörku, sem þykir óvenjumikið því á síðasta ári slösuðust alls 450 bréfberar þar í landi. Fannfergi og leiðindaveður hefur verið að hrjá íbúa víða í Evrópu undanfarið, og virðist ekkert lát á. Í Þýskalandi og Hollandi hefur þurft að fella niður flugferðir og umferðarslys hafa valdið meiðsl- um á fjölda fólks. Miklar tafir hafa verið í öllum samgöngum. Í Bretlandi hafa einnig verið miklar umferðartruflanir. - gb Fannfergi veldur truflunum: 355 bréfberar hafa brotnað FRÉTTASKÝRING Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrir- tæki landsins sæta nú sakamála- rannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins. Í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir embætti sérstaks sak- sóknara og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komast erlend- ir rannsakendur að þeirri niður- stöðu að annað þeirra, Price water- houseCoopers, hafi sitthvað óhreint í pokahorninu. Það hafi lokað aug- unum fyrir því að Glitnir og Lands- bankinn hafi í raun verið komnir að fótum fram árið 2007 og gleypt allt hrátt sem frá bönkunum kom án þess að spyrja nokkurra spurn- inga. Lítið fæst gefið upp um sam- bærilega athugun á starfi KPMG fyrir Kaupþing, sem vitað er að hefur farið fram. Ekkert þriðja teymi erlendra sérfræðinga hefur hins vegar liðsinnt sérstökum saksóknara þá athugun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er fámáll um rannsókn embættisins á endurskoðendum. „Við hófum þetta formlega með húsleitum í október 2009. Síðan hafa verið fengin þessi tvö teymi sem frægt er orðið til að leggjast yfir gögn og greina fyrir okkur. Þau hafa fengið töluverða kynn- ingu í fjölmiðlum en að öðru leyti er málið bara í ferli og við getum lítið sagt annað en það,“ segir hann. Útgangspunkturinn þegar ráð- ist var í húsleitirnar hafi verið að komast að því hvort upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna hefðu verið rangar. „Næsta skref var að fara í gegnum ábyrgð hvers og eins í því.“ Ábyrgð endurskoðenda verður tekin til athugunar til víðar en hjá saksóknara. Í þingsályktunar- tillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar, sem fjallaði um rann- sóknarskýrslu Alþingis og lagði til viðbrögð þingsins við henni, segir að í ljósi atburða skuli viðskipta- nefnd hafa forgöngu um endur- skoðun á lögum um endurskoðend- ur. Til grundvallar þeirri vinnu á að fara fram á vegum þings- ins ítarleg úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruninu. Magnús Orri Schram, vara- formaður viðskiptanefndar, segir að úttektin sé ekki hafin. „Það var ákveðið að setja þetta mál í farveg í janúarbyrjun þegar álagið verður orðið minna,“ segir Magnús. Á þessi stigi sé ekki hægt að segja til um í hvaða formi úttektin verði. Endurskoðendur sjálfir hafa vísað því á bug að þeir hafi látið gagnrýni á störf sín í aðdrag- anda hrunsins sem vind um eyru þjóta og ekki brugðist við. Ný lög um endurskoðendur hafi þegar tekið gildi á grundvelli tilskipun- ar Evrópu sambandsins, sem hafi gjörbylt starfsumhverfi þeirra, og staða þeirra hafi verið rætt á fjölda málþinga. stigur@frettabladid.is Rannsakaðir af Alþingi og saksóknara Endurskoðendur sæta nú sakamálarannsókn vegna síns þáttar í hruninu. Strax eftir áramót fer Alþingi af stað með ítarlega úttekt á starfi þeirra fyrir hrun. PRICEWATERHOUSECOOPERS Fyrirtækið fær harða útreið í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir sérstakan saksóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON MAGNÚS ORRI SCHRAM UMFERÐ Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi á laugardag. Fyrra óhappið varð við brúna á Miðfjarðará á laugardagsmorgun. Ökumaðurinn missti stjórn á bíln- um sem skall utan í brúarhand- riðið. Erlent fólk var í bílnum og slapp það ómeitt. Seinna slysið varð í Langadal um klukkan fjögur seinni partinn á laugardeginum. Mikil hálka var á veginum og ökumaður missti stjórn á bílnum, sem valt á hliðina. Ökumaður slapp ómeiddur. - mmf Tvö óhöpp hjá Borgarnesi: Sluppu ómeidd úr bílslysum GLAÐUR Á GÚMMÍBÁT Fyrir skömmu sást til jólasveinsins á gúmmíbát skammt frá borginni Nice í Frakklandi. Að sjálfsögðu var hann í góðu skapi. MYND/AP FÓLK Atvinnuleysisbætur hafa verið lengdar tímabundið úr þremur árum í fjögur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ALÞINGI Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnu- leysistryggingar sem lengir rétt fólks til atvinnuleysisbóta tíma- bundið um eitt ár, úr þremur árum í fjögur. Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að rétt- ur til fjögurra ára greiðslutímabils nái til þeirra sem misstu atvinnu og fengu atvinnuleysisbætur greiddar í fyrsta skipti 1. mars 2008 eða síðar. Lenging greiðslutímabilsins mun auka útgjöld Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Aftur á móti má ætla að útgjöld til fjárhags aðstoðar hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna aukist minna en ella. Er þá horft til þess að atvinnuleitendur þurfi síður á fjárhagsaðstoð hjá félags- þjónustu sveitarfélaganna að halda meðan þeir eiga rétt til atvinnu- leysisbóta. Breytingin er gerð vegna sér- stakra og tímabundinna aðstæðna á innlendum vinnumarkaði og auk- ins langtímaatvinnuleysis. Gildis- tími ákvæðisins er því tímabund- inn til 31. desember 2011. Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar: Réttur til atvinnu- leysisbóta lengdur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.