Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 26
26 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um breytingar á búvörulögum sem lagðar hafa verið fram. Í umræð- unni hefur verið yfirgengilegt magn af misfærslum og að því er virðist skipulögðum áróðri gegn hinu íslenska fjölskyldubúi, og verður því hér gerð tilraun til að setja málið fram á einfaldan hátt á mannamáli. Árum saman hafa verið í gildi lög á Íslandi, um að íslenskir bænd- ur megi samanlagt einungis fram- leiða visst magn af mjólk, sem full- nægi þörfum landsmanna, og er þetta í daglegu tali kallað mjólk- urkvóti. Það sem bændur framleiði umfram þarfir Íslendinga eigi að vera selt til útlanda. Þessi mjólkur- kvóti hefur verið seldur á almenn- um markaði, svo allir geta keypt sér rétt til að selja visst magn af mjólk inn á innanlandsmarkað. Undanfarin ár hefur mjólkur- samlag stundað lögbrot með því að kaupa mjólk sem framleidd er án mjólkurkvóta, framleiða úr henni framlegðarháar mjólkurvörur (og fleyta þannig rjómann af markaðn- um í bókstaflegri merkingu), og selja á innanlandsmarkað. Vand- inn hefur verið, að það hafa ekki verið viðurlög við þessu athæfi. Nú í vor var lögð fram breyting á gildandi búvörulögum. Þar eru sett viðurlög við þessu athæfi, að mjólkursamlag sem brjóti lög á þennan hátt þurfi að borga sekt fyrir það. Svo einfalt er það. Vinna íslenskir fjölmiðlar skipu- lega gegn landbúnaði á Íslandi? Hér eru ýmis atriði til umhugs- unar: ■ Andstæðingar sektarákvæðis- ins eru harðir hjá matvörukeðjum og stórgrósserum, sem hafa allt- af viljað losna við íslenskan land- búnað. ■ Slíkir auðhringir og eignamenn hafa haft mikinn áhuga á því á undanförnum árum að kaupa upp jarðir, hafa vinnumenn á búunum, og framleiða á þeim mjólkurvör- ur beint í verslanir sínar, og hirða sjálfir ágóðann. ■ Stuðningsmenn Evrópusam- bandsaðilar eru oft andstæðing- ar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn. ■ Það vekur furðu hve fjölmiðl- ar hafa hamast á móti þessu máli. Áróðurinn gegn sektarákvæðinu er grófur og einhliða. Dag eftir dag birtu sömu fjölmiðlar viðhorf ýmissa andstæðinga ákvæðisins, og höfðu þeir lítið fyrir því að tala við talsmenn bænda, og ef þeir gera það er þess yfirleitt gætt að koma andstæðingi ákvæðisins að strax á eftir. ■ Vekur það upp illan og mikinn grun um að nú liggi ákveðnir aðil- ar í fjölmiðlum til að róa gegn sektarákvæðinu. Þetta eru eigend- ur matvörukeðja, stórfyrirtækja, sem eru jafnvel líka eigendur fjöl- miðlanna... og Evrópusambands- áhugamenn og aðrir andstæðing- ar íslensks landbúnaðar. Er gott fyrir landsmenn að hafa sektarákvæðið? Hér eru ýmis atriði til umhugs- unar: ■ Neytendur hafa verið mataðir á þeim áróðri að mjólkin sé dýrari á Íslandi en annars staðar. Það er einfaldlega vitleysa, spyrjið ein- faldlega hvað mjólkin kosti í Evr- ópulöndum þar sem þið þekkið til. Ég spurði nokkra vini um mjólk- urverð í stórmörkuðum, núna er algengt verð á mjólkurlítra 102 kr. á Íslandi, en skv. lauslegri könnun meðal kunningja kostar mjólkurlítrinn úti í búð 156 ISK í Frakklandi, 123 ISK í Danmörku, 116 ISK í Finnlandi, 105-242 ISK í Bandaríkjunum og 150 ISK í Bret- landi. ■ Í frumvarpinu er nú gert ráð fyrir að hver og einn mjólkurfram- leiðandi geti selt allt að 15.000 lítra á innanlandsmarkaði af mjólk sem framleidd er án kvóta, ef mjólkin er unnin og markaðssett heima á búinu. Frumvarpið kemur því mjög til móts við þá sem vilja selja beint frá búi mjólkurvörur sem þeir framleiða sjálfir. ■ Það hefur alltaf verið svo, og mun verða skv. nýjum búvörulög- um, að öllum þeim sem hafa hug á að stofna mjólkurvinnslu verð- ur kleift að gera slíkt ef þeir svo kjósa. ■ Íslenskar byggðir eru falleg- ar, dreifðar, og fjölmörg fjöl- skyldubú. Íslensk búvörulög gefa þeim nokkra viðmiðun og stöðug- leika, þó gríðarlegar hækkanir á aðföngum (áburði, olíu o.fl.) valdi íslenskum fjölskyldubúum mikl- um búsifjum eins og öðrum fyr- irtækjum á landinu. Ef lögbrotum er leyft að rífa niður búvörulög- in, vegna undirróðurs og þrýst- ings frá stórfyrirtækjum, eigna- mönnum og öðrum andstæðingum íslensks landbúnaðar, þá hverfur líka íslenska fjölskyldu-kúabúið. Þá verður orðið býsna eyðilegt í sveitum landsins. ■ Til umhugsunar um það hvaða áhrif það hefur á búrekstur að hafa ekkert kvótakerfi langar mig að benda á íslenska svína- rækt, þar sem tvö fyrirtæki hafa nú 60% markaðarins, og samt eru þau gjaldþrota og í eigu banka. Það væri trúlega hægt að fram- leiða alla mjólk fyrir íslenskan markað á kannski 5 kúabúum, með 5.000 kúm á hverju búi, í eign einnar matvörukeðju. Er það spennandi tilhugsun? Það að við- halda landbúnaði á Íslandi er eitt aðal byggðasjónarmiðið. Viljum við byggð í sveitum landsins? ■ Á Íslandi eru 700 bú í mjólkur- framleiðslu, og meira en 2000 manns vinna við að framleiða mjólk á kúabúunum (því oftast eru fleiri en einn sem vinnur sem kúabóndi á búinu, t.d. hjón, eða tvær kynslóðir á sama búinu). Við úrvinnslu mjólkur vinna meira en 1000 manns. Með því að leika sér að fjöreggi þessa fólks er semsagt verið að leika sér með atvinnu meira en 3000 manns. Ríkissjóður tapar ekki á því að setja sektarákvæði gegn lögbrot- unum. ■ Það kostar ríkissjóð og skatt- greiðendur ekkert að setja á sekt- arákvæði við því þegar lögbrjótar brjóta lög og selja mjólk innan- lands, sem lögum samkvæmt á að seljast til útlanda. Eru fjölmiðlar handbendi and- stæðinga frumvarpsins? Nú vil ég minna fjölmiðlafólk á, að vald fjölmiðla er mikið og vand- meðfarið. Þrýstingur áhrifamikilla aðila getur verið mikill, en hann getur verið óréttlátur. Persónu- leg sjónarmið geta verið sterk, en fjölmiðlamaður stendur sig ekki í starfi sínu ef hann er áróðurs- maskína persónulegra sjónarmiða eða valdamanna. Vinna fjölmiðlar gegn landbúnaði? Landbúnaðarmál Arnþrúður Heimisdóttir grunnskólakennari Undanfarin ár hefur mjólkur- samlag stundað lögbrot með því að kaupa mjólk sem framleidd er án mjólkurkvóta, framleiða úr henni framlegðarháar mjólkurvörur (og fleyta þannig rjómann af mark- aðnum í bókstaflegri merkingu) … Ofsóknir gegn bahá‘íum í Íran Þegar bandaríska blaða-konan Roxana Saberi var handtekin í Íran á síðasta ári sökuð um njósnir, var hún flutt í Evin-fangelsið illræmda í Teheran. Þar deildi hún um tíma klefa með tveimur mið- aldra konum sem höfðu verið í fangelsinu í tæpt eitt ár, þar af helminginn í einangrun. Þess- um konum höfðu aldrei verið birt sakarefni en ljóst var af frásögnum þeirra og annarra fanga að eini glæpur þeirra var að rækja trú sína og þjóna sam- löndum sínum en víkja ekki frá prinsippum sínum þrátt fyrir þrýsting þeirra sem höfðu þær í haldi. Þegar Saberi var látin laus eftir þriggja mánaða fangavist í kjölfar alþjóðlegra mótmæla skrifaði hún grein í Washing- ton Post þar sem hún segir frá þessum konum, Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi, og fimm trúfélögum þeirra sem einnig voru fangar í Evin. Þær tóku Saberi að sér, töluðu í hana kjark og hjúkruðu henni þegar hún fór í hungurverkfall til að mótmæla fangavistinni. Þegar réttarhöldin yfir bahá’íunum hófust loks í jan- úar á þessu ári varð ljóst að þeir voru sakaðir um njósnir fyrir Ísrael, móðgun við trúarleg yfirvöld og fyrir að „útbreiða spillingu á jörðinni“ en við slíku gat legið lífláts- dómur. Shirin Ebadi, friðarverð- launahafi Nóbels, tók að sér málsvörn þessara fanga og lítill vafi leikur á því að sú ákvörðun hafi ráðið úrslitum um að hún þurfti síðar að flýja Íran vegna ofbeldisaðgerða lögreglu og hótana stjórnvalda. Vegna þrýstings frá alþjóða- samfélaginu varð niðurstaða dómsins „aðeins“ tuttugu ára fangelsi sem eftir áfrýjun var breytt í tíu ár. Elstu bahá’í- arnir í hópnum verða komnir hátt á níræðisaldur þegar þeir verða lausir úr fangelsi. Eftir dómsuppkvaðningu voru bahá’íarnir sjö fluttir í Gohardasht fangelsið skammt fyrir utan Teheran. Það er alræmt síðan á dögum íslömsku byltingarinnar fyrir pyntingar, óþrifnað, illan aðbúnað fanga og skort á allri heilbrigðisþjónustu. Alþjóðasamfélag bahá’ía hefur með þátttöku bahá’í samfélagsins á Íslandi ritað harðort bréf til æðsta yfir- manns íranska dómskerfisins, Ajatollah Mohammad Sadeq Larijani, og mótmælt þeirri grimmilegu meðferð sem sak- laus trúsystkini sæta í Íran. Bent er á að sjömenningarnir hafi unnið í sjálfboðavinnu við að stuðla að menntun þús- unda bahá’í ungmenna sem hefur verið neitað um aðgang að háskólum landsins frá íslömsku byltingunni árið 1979. Þau eru ekki hin einu sem fangelsuð hafa verið fyrir svip- aða starfsemi. Í borginni Shír- az í suðurhluta Írans hafa þrjú bahá’í ungmenni setið í fang- elsi á fjórða ár fyrir að hafa skipulagt kennslu í lestri og skrift fyrir börn fátæks fólks í borginni. Bahá’íar eru langstærsti trúarminnihlutinn í Íran, um 300.000 talsins, en þeir njóta mjög takmarkaðra borgara- legra réttinda, t.d. eru strang- ar skorður gagnvart því að þeir geti átt fyrirtæki og þeir geta ekki stundað háskólanám. Í bréfinu er farið fram á að þeim verði tryggður sami réttur og öðrum borgurum landsins svo þeir geti starfað sem fullgild- ir þegnar að framförum þjóðar sinnar með samlöndum sínum. Bent er á að þetta sé í raun hvorki annað né meira en það sem Ajatollah Larijani hefur krafist til handa múslimskum minnihlutahópum sem búsett- ir eru í öðrum löndum. Bahá’í- ar í Íran fara þess á leit að njóta sömu réttinda í sínu eigin landi. Bahá‘ía Sigríður Jónsdóttir formaður þjóðarráðs bahá´ía á Íslandi Bahá’íar eru langstærsti trú- arminnihlutinn í Íran, um 300.000 talsins, en þeir njóta mjög takmark- aðra borgaralegra rétt- inda … Kringlan 8-12 103 Reykjavík s: 588-1705 Hafnarstræti 106 600 Akureyri s: 463-3100 Lj ós m yn da ri He ið a. is 4.950,- 4.950,- 4.950,- 4.950,- 5.900,- Skyrta 5.900,- Golla 3.950,- Buxur 7.900,- Sendum í póstkröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.