Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 20. desember 2010 29 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á aug- lysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega 98 milljónir í endurgreiðslu í desember. Hvernig greiðslu færð þú? Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi hefur sett á markað gjafir sem geta breytt lífi nauðstaddra barna, eða svokallaðar „Sannar gjafir“. Þetta eru gjafir sem fólki býðst að kaupa í vefverslun UNICEF, en þeim er síðan dreift árið um kring til barna og fjöl- skyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. Þegar keypt er Sönn gjöf handa vini eða fjöl- skyldu fær gefandinn í staðinn persónulegt gjafabréf með ljósmynd eða lýsingu á gjöfinni til að senda viðkomandi. Varan er því næst send frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn til einhvers af þeim 156 löndum sem Barna- hjálpin starfar í. Kaupendur Sannra gjafa fá svo upplýsingar um hvert gjöfin þeirra var send. Meðal gjafa sem má festa kaup á eru bóluefni, vatnsdælur, moskítónet og margt fleira. Á meðfylgjandi mynd er ein af þeim sönnu gjöfum sem hægt er að kaupa fyrir þessi jól. Um er að ræða næringarríka fæðu sem UNICEF gefur alvarlega vannærðum börnum. Fæðunni þarf ekki að blanda við vatn, en það gerir hana hentuga við allar aðstæður. Oft þarf bara þrjá pakka af þessari undrafæðu á dag til þess að bjarga lífi vannærðs barns. Fyrir 9.520 krónur er hægt að gefa gömlum vini þá góðu tilfinningu að hafa hjálpað 50 vannærðum börnum með þessari Sönnu gjöf. Slóð vefbúðarinnar með Sönnum gjöfum er www.unicef.is/sannargjafir. Sannar gjafir til þurfandi barna SÖNN GJÖF Ein af þeim sönnu gjöfum sem hægt er að kaupa á vefverslun UNICEF. Þetta er næringarrík fæða sem UNICEF gefur alvarlega vannærðum börnum. Á Langeyri við Súðavík hefur Ragnhildur Björgvinsdóttir opnað dýrasnyrtistofu. Stofan er sú fyrsta sinnar tegundar á svæð- inu. „Ég fór og lærði hjá erlend- um kennara í bænum og opnaði svo stofuna hérna á Súðavík,“ segir Ragnhildur. „Dýralæknir- inn ýtti mér eiginlega út í þetta, en það hefur engin stofa boðið upp á þessa þjónustu hér fyrir vestan.“ Stofan hefur farið vel af stað og kemur fólk víðs vegar að með gæludýr sín til snyrtingar á feld og klóm. „Svo lengi sem dýrin eru af þægilegri stærð, ekki of stór og ekki of lítil, get ég unnið með þau. Flestir koma með hunda því fólk vill síður þurfa að raka þá niður á sumrin, en ég hef einnig klippt kanínur og naggrísi því fólk vill hafa dýrin laus heima hjá sér en síður að parkettið skemmist.“ Stofan er opin um helgar en Ragnhildur tekur á móti pönntun- um alla vikuna í síma 869-6516. Dýrasnyrti- stofa á Súðavík PAPILLON Tveir af fimm papillon- smáhundum Ragnhildar, vel snyrtir að sjálfsögðu. Gullsmiðirnir í Carat í Smáralind hafa heldur betur tekið til hendi á síðustu vikum. Þeir smíðuðu yfir 100 silfurhálsmen til að gefa Fjöl- skylduhjálp Íslands svo hún gæti glatt þá sem á þurfa að halda. Haukur Valdimarsson, gull- smíðameistari og skartgripa- hönnuður, mætti fyrir hönd Carat í Fjölskylduhjálpina á mánu- dag 13. desember og afhenti þar skartgripina. Hann kvaðst vona að framtakið gæti orðið hvatning til annarra íslenskra hönnuða. - gun Hundrað hálsmen AFHENDING Þórunn Kolbeins Matthías- dóttir stjórnarmaður og Ásgerður Flosa- dóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálp- ar Íslands, ásamt Hauki Valdimarssyni í Carat. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.