Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 56
 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Það var mikið um dýrðir í Berlín á þriðjudaginn en þá var frum- sýnd kvikmyndin The Tourist sem skartar stórstjörnunum Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum. Það var aðeins afslappaðri andi yfir klæðnaði frumsýningargesta en gengur og gerist í Hollywood enda Berlínarbúar þekktir fyrir að vera töffarar. Angelina Jolie mætti með Brad Pitt upp á arminn en bæði voru þau svartklædd frá toppi til táar og vakti kjóll Jolie mikla athygli en á hann voru festir svartir hansk- ar. Ekki er víst að kjóllinn eigi eftir að falla í kramið hjá tískugagnrýn- endum. Johnny Depp mætti án kærust- unnar Vanessu Paradis en skemmst er frá því að segja að hún hafði mikl- ar áhyggjur af því að hann væri að leika á móti Jolie og krafð- ist þess að fá að vera viðstödd á settinu í öllum ástarsenunum til að koma í veg fyrir að ein- hverjir blossar myndu kvikna milli aðalleikaranna. Þrátt fyrir að hafa ekki toppað listana á frumsýningar- helginni geta aðstandendur The Tourist vel við unað enda er myndin tilnefnd til þriggja Golden Globe-verðlauna. MOKKAKÁPA Leikkonan Mariella von Faber-Castell var klædd eftir veðri í Berlín enda desemberkuldi þar eins og hér. NORDICPHOTOS/GETTY VÖN Brad Pitt og Angel- ina Jolie eru orðin vön að pósa fyrir framan myndavélina en takið eftir hinum svarta velúr- kjól Jolie. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★★ Nú stendur mikið til Sigurður Guðmundsson og Memfismafían Þægileg jólastemning Sigurður Guðmundsson gaf út sérlega góða plötu fyrir tveimur árum, Oft spurði ég mömmu, þar sem hann spreytti sig á gömlum slögurum og klæddi þá í sinn eigin, sérsaumaða og þægilega búning. Núna er röðin komin að jólalögum, sem eru útgáfur hans á erlendum lögum og einnig frumsamin lög eftir hann og Braga Valdimar Skúlason, sem er einnig textahöfundur plötunnar. Eins og búast má við eru textarnir vel heppnaðir og lögin eru það líka og koma manni auðveldlega í jólaskap, þrátt fyrir að vera mörg hver ekkert svo jólaleg í eðli sínu. Það er einmitt það mest töfrandi við plötuna því hún hefur að geyma óhefðbundin jólalög, að mestu laus við þessar týpísku bjöllur, kóra og kirkjuklukkur, og eitthvað segir mér að þessi gripur eigi eftir að lifa lengi. Vinalegur og þægilegur söngur Sigurðar skiptir þar sköpum og lögin eru afslöppuð og laus við öll læti og tilgerð. Lögin Nú mega jólin koma fyrir mér og Það snjóar fá hæstu einkunn og hin standa einnig rækilega fyrir sínu. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Virkilega vel heppnuð jólaplata frá Sigurði Guðmundssyni. Leikarinn Colin Farrell var gestur í breska spjallþætt- inum Chatty Man þar sem hann kynnti nýja kvikmynd sína, The Way Back. Í þættinum sagði Farrell meðal annars frá dvöl sinni á meðferðarstofnun sem hann segir ekki hafa verið svo slæma. „Þar var gott fólk, engar myndavélar og svo eyddi maður miklum tíma á sófa. Mér fannst þetta yndislegt, það er ekki oft sem þú dvelur á stað þar sem hópur fólks er samankominn til að bæta líf sitt. Þegar maður loks kemur út er heim- urinn hræðilegur, öll lætin og áreitið. Þetta er allt mjög athyglisverð upplifun,“ sagði leikarinn. Þegar Farrell var inntur eftir því hvort hann lumaði á góðum ráðum handa ungum mótleikara sínum í kvikmyndinni, Jim Sturgess, sagðist hann ekki vera rétti maðurinn til að ráðleggja öðrum. „Jú, ég er með eitt gott ráð. Ef þú ákveður einhvern daginn að gera kynlífsmyndband vertu viss um að taka myndbandið með þér um leið og þú ferð,“ sagði hann, en kyn- lífsmyndband með leikaranum lak á netið árið 2006. Ráðagóður Colin Skráning er hafin á www.flugskoli.is Flugfreyju- og f lugþjónanám 10 vikna kvöldnámskeið hefst í janúar 2011 www.f lugskoli.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS North Face fatnaður jólatilboð EMAMI HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI Verslanir EMAMI Kringlunni s: 5717070 Laugavegi 66 s: 5111880 Í tilefni að því fylgir frír bolur eða leggings með öllum kjólum til jóla, í báðum verslunum okkar. Íslensk hönnun á góðu verði. w w w .e m am i.i s FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. RÁÐAGÓÐUR Colin Farrell segir dvöl sína á meðferðar- stofnun hafa verið yndislega. NORDICPHOTOS/GETTY FÖGUR FLJÓÐ Á RAUÐA DREGLINUM ALLTAF TÖFF Johnny Depp var gráklæddur og með hatt á höfði. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.