Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 60
44 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Lindsay Lohan hefur glímt við ýmiss konar vandamál á árinu, flest tengd ofneyslu á eitur- lyfjum og afleiðingum sem henni tengjast. Hún glímir nú við nýtt vandamál, sem hún getur ekki leyst með breyttu hugarfari og 90 daga meðferð; það er nefnilega eltihrellir sem gerir henni lífið leitt. Samkvæmt fréttavefnum TMZ hefur ónefndur maður áreitt Lohan í gegn- um síma, bæði með símtölum og smá- skilaboðum. Hann á að hafa talað niður til Lohan, fjölskyldu hennar og baráttuna við eiturlyfjadjöfulinn. Lindsay Lohan er þessa dagana stödd á Betty Ford-meðferðarstofn- uninni og hefur fengið stjórnendur stofnun- arinnar til að leggja sér lið í baráttunni við eltihrellinn. Öryggisgæsla í kringum Lohan hefur verið hert og hún hefur verið færð í einkarými. Eltihrellir gerir Lohan lífið leitt Stjörnuparið Scarlett Johanson og Ryan Reynolds ætla ekki að hætta við gerð heimildarmynd- ar um hvali þrátt fyrir að hjóna- bandi þeirra sé lokið. Þau byrjuðu að framleiða heimildarmynd um hvali á þessu ári og er leikstjóri myndarinnar ánægður yfir því að þau ætli ekki að láta skilnaðinn setja strik í reikninginn. Mikil vinna hefur verið lögð í heimild- armyndina hingað til en í henni fá áhorfendur að fylgjast með litlum hvalkálfi sem verður viðskila við móður sína. Reynolds er sögumaður í mynd- innu sem er frumsýnd á næsta ári. Vinna saman VINNUFÉLAGAR Scarlett Johanson og Ryan Reynolds ætla ekki að láta skiln- aðinn koma í veg fyrir að þau framleiði mynd saman. NORDICPHOTOS/GETTY Varla er liðin vika síðan fjölmiðlar greindu frá því að breska ofurfyrir- sætan og leikkonan Eliza- beth Hurley og indverski athafnamaðurinn Arun Nayar væru skilin. Einka- líf Liz er aftur komið á for- síður bresku blaðanna. Fyrirsætan Liz Hurley skildi við indverska athafnamanninn fyrir þremur mánuðum samkvæmt breskum blöðum en Indverjinn kom þó af fjöllum þegar hann sá myndir af eiginkonu sinni í inni- legum atlotum á forsíðum bresku blaðanna. Sá sem Liz hafði fallið fyrir og verið að hitta heitir Shane Warne og er áströlsk krikket-hetja. Fjölmiðlar greindu síðan frá því að Hugh Grant, gamall elskhugi Liz, hefði heimsótt hana á heimili leik- konunnar og huggað hana í hálf- tíma og héldu þá allir að allt væri fallið í ljúfa löð, Liz myndi halla sér upp að Shane og þau myndu lifa hamingjusöm til æviloka. Shane þessi er hins vegar ekki allur sem hann er séður. Því hann er einn alræmdasti kvennabósi Ástralíu fyrr og síðar og fengi raunar marga þekkta kvennabósa til að roðna ef afrek hans í kvenna- málunum yrðu tíunduð. Talið er að Shane hafi sængað hjá yfir þúsund konum og hann hélt ítrekað fram- hjá eiginkonu sinni til fjölda ára, Simone Callahan. Breska blaðið The Mirror bætti síðan gráu ofan á svart í gær þegar það birti viðtal við Denis nokk- urn Angeleri, mikilsvirtan lög- fræðing í Melbourne. Því á meðan Shane hvíslaði ljúfum ástarorð- um í eyru Liz Hurley reyndi hann að fá eiginkonu þessa Denis, hina lögulegu Adele, til lags við sig með ákaflega klúrum og klámfengnum sms-skilaboðum. Denis segir farir sínar ekki sléttar í viðtali við The Mirror. Konan hans sé ekki látin í friði af hinum ágenga Shane og hann hafi því neyðst til að grípa í taumana eftir að hafa rekist á skilaboðin fyrir algera tilviljun. Hann hafi rætt við Shane Warne, auglitis til auglitis, og niðurstaða fundarins hafi átt að vera ósköp einföld: „Þú lætur konu mína í friði.“ Víst er að frásögn Mirror af hegðun Shane, sem sendi Adele yfir hundrað smáskilaboð eftir að hafa séð hana úti á götu, mun ekki fara vel ofan í Liz og að mati The Mirror verður þess ekki langt að bíða að Liz sparki honum. Ónafn- greindur vinur hennar lætur þó hafa eftir sér í viðtali við The Mirror að Hurley hafi vonast eftir því að hún gæti hugsanleg tamið Shane, nú skilji hún hins vegar að slíkt sé ógerningur. Fyr- irsætan gæti hugsanlega leitað aftur til Arun Nayar sem er, sam- kvæmt indverskum fjölmiðlum, í sárum og skilji lítið af hverju Liz hafi losað sig við hann. Eliza- beth Hurley er eflaust bara sama sinnis. freyrgigja@frettabladid.is Elizabeth Hurley fær að kenna á eigin bragði VEÐJAÐ Á RANGAN HEST Liz Hurley virðist hafa veðjað á rangan hest því nýr ástmað- ur hennar, Shane Warne, getur víst ekki látið aðrar konur í friði og skiptir þá engu máli hvort þær séu giftar eður ei. NORDIC PHOTOS/GETTY 12 12 16 16 10 10 10 10 10 10 L L L L L L L L L L L L 7 - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK MEGAMIND-3D ísl tal kl. 6 MEGAMIND-3D enskt tal kl. 8 - 10 HARRY POTTER kl. 6 LIFE AS WE KNOW IT kl. 9 TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS sýnd með íslensku og ensku tali FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill og Brad Pitt eru ótrúlega fyndin í þessari frábæru fjölskyldumynd. MEGAMIND-3D ísl. tal kl. 5.30 MEGAMIND-3D enskt tal textalaust kl. 8 og 10.30 HARRY POTTER kl. 5. 8 og 10 NARNIA-3D kl. 5.30 og 8 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 og 10.30 DUE DATE kl. 5.40 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 MEGAMIND-3D M/ ensku. Tali kl. 8 - 10:10 THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 8 KONUNGSRÍKI UGLANNA M/ ísl. Tali kl. 5:50 MEGAMIND-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 MEGAMIND-3D M/ ensku. Tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE LAST EXORCISM kl. 10:10 THE JONESES kl. 8 HARRY POTTER kl. 5 - 8 RED kl. 10:40 SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D kl. 5.45 - 8 - 10.15 UNSTOPPABLE kl. 8 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.45 7 12 16 L Nánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL kl. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ kl. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D kl. 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.50 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 3.40 L L 7 7 16 16 L 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D Í 3-D 5% - bara lúxus Sími: 553 2075 MEGAMIND 3D - ISL TAL 6 L MEGAMIND 3D - ENS TAL 8 og 10 - ÓTEXTUÐ L NARNIA 3D 5.30 7 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 16 THE NEXT THREE DAYS 5.40, 8 og 10.30 12 JACKASS 3D 10 - ÓTEXTUÐ 12 ÁREITT Lindsay Lohan á ekki sjö dagana sæla í meðferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.