Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 64
48 20. desember 2010 MÁNUDAGUR 3 2fyrir af öllum nærfötum frá PUMA Þú kaupir tvær pakkningar og færð þá þriðju frítt Ódýrasta pakkningin fylgir frítt FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson skor- aði sitt sjötta mark í þýsku úrvals- deildinni á laugardaginn þegar lið hans, Hoffenheim, gerði 2-2 jafn- tefli við Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim komst 2-0 yfir strax í fyrri hálfleik og skoraði Gylfi síðara markið með skoti af stuttu færi. En þetta var fjórða jafntefli Hoffenheim í röð og ekki í fyrsta sinn sem liðið missir niður for- ystu. „Þetta er skelfilegt. Í síðustu leikjum höfum við verið að missa leiki í jafntefli og það er orðið frek- ar þreytt,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Í síðasta leik [gegn Nürnberg, innsk. blm.] spiluðum við vel en þeir jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Í þessum leik vorum við tveimur mörkum yfir en klúðruð- um honum á síðasta korterinu. Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta á reynsluleysi hjá okkur en þetta er hlutur sem við þurfum að laga.“ Þýska úrvalsdeildin er nú komin í vetrarfrí og hefst ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hoffenheim er í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig en liðið byrjaði mjög vel í haust en hefur síðan gefið eftir. Gylfi er á sínu fyrsta tíma- bili hjá liðinu eftir að hann var keyptur þangað fyrir 6,5 milljónir punda í sumar. Hann hefur sleg- ið í gegn – skorað sex mörk þrátt fyrir að hafa verið í byrjunar liðinu í aðeins fjórum deildarleikjum. Hann hefur alls komið við sögu í þrettán af sautján leikjum Hoffen- heim í haust en oftast sem vara- maður. „Ég er ánægður með leikinn hjá mér og spilaði nokkuð vel. Ég hefði þó gjarnan viljað fá þrjú stig í dag í staðinn fyrir markið,“ segir Gylfi, sem var einnig í byrjunar liðinu um síðustu helgi. Árangur hans hefur vakið eftirtekt en miðað við þann fjölda mínútna sem hann hefur spilað skorar hann að meðal- tali mark á 90 mínútna fresti. Það telst afar gott, sérstaklega fyrir miðjumann í einni sterkustu deild heims. „Ég spilaði fyrir aftan framherj- ann í dag, sem sóknar tengiliður. Ég gerði það líka um síðustu helgi og þetta er mín staða. Ég er auð- vitað ánægður með að þjálfarinn skuli nota mig í henni,“ segir Gylfi, sem átti aldrei von á því að hann myndi labba beint í byrjunarliðið þegar hann kom til Þýskalands í haust. „Liðinu gekk mjög vel í upphafi tímabilsins og því kom það mér svo sem ekki á óvart að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Auk þess vill þjálfarinn að við spilum á ákveðinn hátt og að við pressum til að mynda mikið á andstæðing- inn. Það hefur tekið sinn tíma að venjast því,“ segir Gylfi. „En það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spil- aði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. Sérstaklega þar sem mér virtist ganga ágætlega. Ég skoraði kannski en var svo aftur kominn á bekkinn í næsta leik. En ég vona að þetta sé allt á réttri leið og ég held að ég fái enn meira að spila eftir jól.“ Gylfi segir að sér gengi vel að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. „Ég hef verið hér í þrjá mánuði og hef æft mjög vel – bætt hraðann og styrkinn. Ég held að þetta verði orðið enn betra eftir nokkra mán- uði,“ segir hann. „Ég vissi að þetta myndi taka sinn tíma. Þetta er miklu sterkara lið en Reading en það er jákvætt að fá mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. En þetta er allt að koma, ég er byrjaður að tala meiri þýsku við félagana og þeir eru farnir að kynnast mér betur. Ég held að það sé jákvætt.“ Gylfi hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu í fjölmiðl- um í haust, til að mynda Manchest- er United. „Jú, það er auðvitað gaman að því en ég er lítið að spá í það. Ég er að spila í einni sterkustu deild heims og hér eru útsendarar annarra liða á öllum leikjum. Það gerist ekkert nema að það sé tilboð á borðinu og ef maður væri mikið að velta sér upp úr sögusögnum yrði maður fljótt klikkaður.“ Hann er því ánægður hjá Hoffen- heim – eins og er. „Þetta var mjög erfitt fyrir 2-3 vikum þegar ég fékk lítið að spila og ég veit ekki hvort ég hefði svarað þessari spurningu játandi þá. En innst inni veit ég að það er verið að koma mér inn í málin hægt og rólega og því er ég nokkuð sáttur. Ég er líka ánægður með að fá jólafrí í fyrsta sinn í 5-6 ár og hlakka mikið til að koma heim í snjóleysið á Íslandi.“ eirikur@frettabladid.is Fæ meira að spila eftir vetrarfríið Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt frábæru gengi að fagna í þýsku úrvalsdeildinni í haust og skoraði um helg- ina sitt sjötta mark á tímabilinu – þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliði Hoffenheim í aðeins fjórða sinn. ÓGNANDI Gylfi er hér í strangri gæslu þeirra Alexander Madlung og Makoto Hasebe, leikmanna Wolfsburg, í leiknum um helgina. Gylfi náði þó að skora eitt mark í leiknum. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spilaði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON LEIKMAÐUR HOFFENHEIM Enska úrvalsdeildin Sunderland - Bolton 1-0 1-0 Danny Welbeck (32.). Blackburn - West Ham 1-1 1-0 Ryan Nelsen (51.), 1-1 Junior Stanislas (78.). Enska B-deildin Leeds - QPR 2-0 Heiðar Helguson lék sem varamaður hjá QPR. Coventry - Norwich 1-2 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry en fékk að líta beint rautt spjald á 35. mínútu. Derby - Reading 1-2 Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru ekki í liði Reading. Hull City - Bristol City 2-0 Ipswich - Leicester 3-0 Nottingham Forest - Crystal Palace 3-0 Sheffield United - Swansea 1-0 Þýska úrvalsdeildin Wolfsburg - Hoffenheim 2-2 Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Hoff- enheim og skoraði síðara mark liðsins. Frankfurt - Dortmund 1-0 Bremen - Kaiserslautern 1-2 Nürnberg - Hannover 3-1 Schalke - Köln 3-0 St. Pauli - Mainz 2-4 Leverkusen - Freiburg 2-2 Stuttgart - Bayern 3-5 Spænska úrvalsdeildin Villarreal - Mallorca 3-1 Deportivo - Sporting 1-1 Levante - Athletic 1-2 Espanyol - Barcelona 1-5 Real Sociedad 1-2 Osasuna - Zaragoza 0-0 Almeria - Getafe 2-3 Malata - Atletico 0-3 Real Madrid - Sevilla 1-0 Þýska úrvalsdeildin Hannover-Burgdorf - Lübbecke 29-26 Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Vignir Svavarsson 3, Hannes Jón Jónsson 2 – Þórir Ólafsson 0. Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf. Magdeburg - Rheinland 34-24 Sigurbergur Sveinsson skoraði 1 mark fyrir Rheinl. Balingen - Grosswallstadt 23-27 Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn Grosswallst. Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 26-30 Róbert Gunnarsson 3, Ólafur Stefánsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2 fyrir Löwen. Guð- mundur Guðmundsson er þjálfari liðsins. Ahlen-Hamm - Melsungen 33-33 Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Ahlen-H. Kiel - Gummersbach 26-26 Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins. Wetzlar - Füchse Berlin 19-28 Alexander Petersson skoraði x mörk fyrir Füchse. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Lemgo - Hamburg 27-29 Göppingen - Flensburg 25-21 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þegar leik Racing og Hercules lýkur í kvöld verður spænska úrvalsdeildin komin í jólafrí. Óhætt er að segja að Barcelona og Real Madrid ljúki árinu á jákvæðum nótum, þá sér- staklega fyrrnefnda liðið. Börsungar hafa haft fádæma yfirburði í spænsku úrvalsdeild- inni undanfarnar vikur. Um helg- ina unnu þeir 5-1 sigur á grönnum sínum í Espanyol en það var fyrsta deildarmarkið sem Barcelona fékk á sig í rúman mánuð. Á þessu tíma- bili vann liðið alla fimm leiki sína með markatölunni 26-1. Þar með er talinn 5-0 sigur á Real Madrid í lok nóvember. Þetta er þó eini tapleikur Real á tímabilinu til þessa en liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Í gær lagði liðið Sevilla á heimavelli, 1-0, þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel í síðari hálf- leik. Angel di Maria skoraði sigur- markið um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Liðið hefur þar að auki ekki byrjað betur í deildinni í heil nítján ár. Maður ársins í Real Madrid er þó án nokkurs vafa Cristiano Ron- aldo. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 41 mark í öllum keppnum á árinu 2010 (36 í deildinni, fjögur í Meistaradeildinni og eitt í bik- arnum). Madrídingar eru þó sjálfsagt ekki ánægðir með að vera tveim- ur stigum á eftir Barcelona, sem trónir á toppi deildarinnar um jólin með 43 stig af 48 mögu legum. - esá Real Madrid og Barcelona komin í jólafrí: Ótrúlegir Börsungar DAVID VILLA Skoraði tvö gegn Espanyol um helgina. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.