Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 66
50 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Þórsmörk parka úlpurnar eru komnar í allar verslanir 66°NORÐUR. NÝR LITUR: Einungis 200 úlpur. ÞÓRSMÖRK parka 70/30 gæsadúnfylling. Þolir frost niður í – 25°C. Þvottabjarnaskinn á hettu sem hægt er að smella af. Þrenging um snúrugöng í mitti og faldi. 5.000 mm vatnsheldni. Tveggja sleða rennilás að framan með ytri stormlista. FUTSAL Úrslitakeppnin í Íslands- mótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópu- keppninni í janúar. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álfta- nesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2- 1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíking- ar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins vetur- inn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni,“ sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal ann- ars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigur stein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslita- keppninni og þetta er bara gaman,“ sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálf- ur knötturinn. Notast er við sér- stakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefð- bundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan sam- leik og menn eru að vinna fjór- ir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnar- vinnu og samvinnu milli leik- manna,“ sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópu- keppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innan búðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað,“ sagði Ásmundur. elvargeir@frettabladid.is Fjölnir tók fyrsta titil 2011 Þrátt fyrir að árið 2011 sé ekki gengið í garð er búið að krýna Íslandsmeistara þess árs í Futsal. Þó að Fjölnismenn æfi íþróttina ekki stóðu þeir uppi með gullið. FUTSAL Willum Þór Þórsson er landsliðsþjálfari í Futsal en eftir mánuð er komið að fyrsta móti hjá liðinu. Þá verður leikið í forkeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Grikklandi, Armeníu og Lettlandi. Leikið verður hér á landi. Willum hefur tvívegis stýrt sínum liðum til Íslandsmeistara- titils í greininni og telur að Futsal hafi nýst sínum liðum vel. „Þessi leikur er mjög hraður og það er ýmislegt í honum sem er keimlíkt hefðbundnum fótbolta. Menn þjálfa sig í tækni, fótavinnu og liðssam- vinnu í þessu. Ég er ekki í vafa um að þessi tegund af fótbolta hjálpar mönnum bara að verða betri.“ Hann er virkilega ánægður með hvernig tókst til með nýlokið Íslandsmót. „Það eru komin geysi- lega sterk lið eins og til dæmis þessi lið sem eru að spila til úrslita. Einnig er til fyrirmyndar hvern- ig þjálfararnir hafa sinnt þessu,“ segir Willum. Undirbúningur landsliðsins fer af stað með æfingum milli jóla og nýárs. „Ég reikna með að það verði 16-20 manna hópur svo vinnum við með hann inn í mótið. Á skýrslu mega svo vera tólf.“ Willum segir að meðal þeirra sem verði í hópnum verði nokkrir gamlir jaxlar. „Þessar þjóðir sem við erum að fara að mæta í janúar eru komnar skrefi á undan okkur, byrjuðu að stunda þetta fyrr. En þetta er mjög spennandi verkefni og erfitt að meta möguleika okkar. Við fórum inn í riðilinn í lægsta styrkleikaflokknum.“ „Ég held að þessi lið séu álík að getu. Ég hef séð einhver myndbrot en það er erfitt að gera sér grein fyrir hvar við stöndum. Við eigum samt nokkra gríðarlega sterka leik- menn. Við þurfum að nýta tímann vel fram að móti og tileinka okkur taktík og nálgunina í leiknum, það er kannski helst það sem við þurf- um að fara yfir.“ - egm Willum Þór Þórsson er landsliðsþjálfari í Futsal: Mjög erfitt að meta hvar við stöndum Á LEIÐ Í EVRÓPUKEPPNI Fjölnir er Íslandsmeistari í Futsal árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÉRSTAKUR BOLTI Í Futsal er notaður sérstakur bolti sem er minni í sniðum en sá sem er notaður utanhúss en er þyngri og skoppar síður. Hér er Fjölnismaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í úrslitaleiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.