Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 70
54 20. desember 2010 MÁNUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN Höfundar borðspilsins Heila- spuni, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, eru að undirbúa Facebook-leikjaútgáfu af spilinu. Leikurinn verður til að byrja með aðeins á ensku og er ætlað- ur fyrir hinn gríðarstóra Face- book-markað. „65 prósent af þeim sem spila Facebook-leiki eru konur og það finnst okkur áhugavert því við erum tvær stelpur sem eigum þetta fyrirtæki saman,“ segir Sesselja G. Vilhjálmsdóttir, sem er manneskjan á bak við Heila- spuna ásamt Valgerði Halldórs- dóttur. Þær reka saman sprota- fyrirtækið Matador Media sem þær stofnuðu í kringum útgáfu Heilaspuna. Til að fjármagna þróunina á nýja netleiknum ákváðu þær að gefa borðspil- ið aftur út fyrir þessi jól en það seldist upp í fyrra. „Facebook-markaðurinn er risastór og til að mynda þénar stærsta leikjafyrirtækið á Face- book meira en Facebook sjálft,“ útskýrir Sesselja. „Facebook- leikirnir fá mestar tekjur í gegnum sýndarvörur sem þú getur keypt inn í leikinn þannig að þér gangi betur, eins og í Farmville.“ Að sögn Sesselju þarf mark- aðssetningin að vera góð eigi árangur að nást á Facebook. „Þetta er spurning um margföld- unaráhrif. Þegar fólk byrjar að spila verður svolítil keðjuverkun en það tekur smá tíma að safna keppendum. En við höfum ekki séð sambærilega leiki á Face- book og teljum þetta eiga gott erindi til fólks.“ Heilaspunaleikurinn er væntan- legur á Facebook snemma á næsta ári. Fleiri leikir eru á teikniborðinu hjá Sesselju og Val- gerði, þar á meðal net-fjölskyldu- leikurinn Kinwins sem bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppninni The Startupp Weekend Iceland í síðasta mánuði. - fb Heilaspunaleikur á Facebook REYNA FYRIR SÉR Á FACEBOOK Sesselja G. Vilhjálmsdóttir (til hægri) og Valgerður Halldórsdóttir ætla að reyna fyrir sér á Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er götuhjólaheimurinn – við erum rokk og ról-megin í hjóla- mennskunni,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, best þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni. Mummi og konan hans, Ýrr Bald- ursdóttir, hyggjast bæta tattústofu við Mótorsmiðjuna í Skipholti, en þar er fyrir verkstæði, airbrush-þjónusta og námskeið, notuð hjól til sölu, leður og lítil kaffitería. Mummi og Ýrr undirbúa nú opn- unina, sem verður þó ekki fyrr en á nýju ári þar sem þau eru ennþá að bíða eftir leyfi frá borginni. „Við erum búin að vera einn og hálfan mánuð að torfa þetta með leyfið, sem er að verða svolítið hvimleitt,“ segir Mummi, sem hyggst sjálfur ekki snerta tattúnálina, en Ýrr sér alfar- ið um það. „Hún var í þessu í gamla daga,“ segir Mummi. „Ég held að hún hafi ekki verið að húðflúra síðustu 10- 15 árin. Þó að leyfið kæmi í dag þá opnum við stofuna ekki fyrr en eftir mánuð. Hún er að djöflast á mér, ná þessu aftur og svona. Ég er allur út ataður í þessu - það er ýmislegt sem má laga og breyta. Hún djöflast á mér í tannlæknastólnum og ég verð að taka því eins og karlmaður og þjást. Bíta á jaxlinn. Hún er alveg með‘etta, sko. Hún er bara að setja græjurnar í gang og prófa.“ - afb Bæta tattústofu við Mótorsmiðjuna KVELUR MUMMA Ýrr er byrjuð að setja tattúgræjurnar á ný og Mummi kvelst í stólnum á meðan hún bætir við og lagar tattúin hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég horfi nú svo lítið á sjónvarp, en í augnablikinu er þátturinn Walking Dead í uppáhaldi.“ Katla Rós Völudóttir, grafískur hönnuður. Júlía Tómasdóttir er aðeins þrett- án ára gömul en þykir þrátt fyrir ungan aldur efnilegur stílisti. Júlía hefur ekki langt að sækja hæfileik- ana því móðir hennar, Alda Björg Guðjónsdóttir, er einn eftirsóttasti stílisti landsins. Júlía hefur fengið að fylgja móður sinni í vinnunna alveg frá því að hún var barn en undanfarið ár hefur hún verið að taka að sér eigin stílistaverkefni. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt starf og þetta er það sem ég vil gera í framtíðinni,“ segir Júlía. Hún hefur tekið að sér búningahönnun fyrir tvær stuttmyndir eins nem- anda í Kvikmyndaskóla Íslands og segir þau verkefni hafa verið mjög skemmtileg. „Ég vann við tvær stuttmyndir eftir Ingva Hrafn sem er í Kvikmyndaskólanum og svo aðstoðaði ég Steinunni Þórðardótt- ur við förðun í annarri mynd í leik- stjórn Ómars Haukssonar. Ég er samt ekki að þessu fyrir peninginn því ég fæ ekkert greitt fyrir þetta, ég er fyrst og fremst að safna í reynslubankann,“ segir Júlía sem vill helst vinna við kvikmyndagerð eða eitthvað því tengdu. Alda Björg, móðir Júlíu, rekur fyrirtækið Snyrtilegan klæðn- að og segist Júlía vel geta hugsað sér að taka við rekstri fyrirtækis- ins einhvern tímann í framtíðinni. „Ég er alveg ákveðin í því að halda áfram í þessum bransa og ég held að mamma sé sátt við að ég feti í hennar fótspor. Hún getur eigin- lega ekki sett sig upp á móti því þar sem þetta er í raun henni að kenna, hún kom mér út í þennan bransa,“ segir Júlía og hlær. Innt eftir því hvort hún sé dug- leg að kaupa föt svarar Júlía ját- andi og viðurkennir að hún eigi stórt safn af fötum. „Mér finnst mjög gaman að kíkja í búðir og kaupa mér föt. Ég og bræður mínir eigum saman fataherbergi og ég tek mestallt plássið þar inni.“ Júlía segist stefna á framhaldsnám erlendis og er draumurinn að fá inngöngu inn í Julliard-háskólann í New York. „Ég heimsótti New York í fyrsta sinn í mars og fannst borg- in svo frábær að ég ákvað strax að flytja þangað út um leið og ég get. Mannlífið var svo fjölbreytilegt og svo eru tískuverslanirnar auðvitað lokkandi.“ sara@frettabladid.is JÚLÍA TÓMASDÓTTIR: ER AÐ SAFNA Í REYNSLUBANKANN Fetar í fótspor mömmu ÁKVEÐIN STÚLKA Júlía Tómasdóttir er aðeins þrettán ára gömul en er þegar farin að taka að sér verkefni sem stílisti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIÓðir róbótar! ARTEM IS – ALLT AF JAFNV INSÆL L! Vatnsheldar lúffur með flísfóðri. Barnastærðir. Kuldagalli úr Exodus útivistarefni með 5.000 mm vatnsheldni. Sérstaklega styrktur á rassi og hnjám. Stærðir: 80-120.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.