Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 8
8 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvaða tónlistarmaður hefur verið ráðinn verkefnastjóri tón- listarviðburða í tónlistarhúsinu Hörpu? 2. Í hvaða bæjarfélagi höfuð- borgarsvæðisins munu íbúar yfir 67 ára aldri fá áfram frítt í strætó? 3. Hvaða íslenska hljómsveit er á leið í tónleikaferð um Japan? SVÖR: 1. Arngrímur Fannar Haraldsson. 2. Hafnarfirði. 3. Mezzoforte. STJÓRNLAGAÞING Þrír hafa sent inn kærur til Hæstaréttar og krafist ógildingar á kosningunni til stjórn- lagaþings fyrir tæpum mánuði. Tveir kærendanna eru kjósendur en einn frambjóðandi. Kæruefnin snúa að framkvæmd kosninganna, aðbúnaði á kjörstað, meðferð kjörseðla og talningu, en einnig því að meirihluti kjörinna fulltrúa hafi ekki náð tilskildum lágmarksfjölda atkvæða og séu því ekki réttkjörnir. Hæstiréttur hefur tilkynnt bæði Ástráði Haraldssyni, formanni landskjörstjórnar, og Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra um kærurnar og óskað eftir rök- studdri greinargerð frá þeim um kæruatriðin. Svörin eiga að berast Hæstarétti fyrir klukkan fjögur í dag. stigur@frettabladid.is Skilrúm og kjörkassar úr pappa á meðal kæruatriða Tveir kjósendur og einn frambjóðandi til stjórnlagaþings hafa kært kosninguna. Þeir telja pott víða brot- inn í framkvæmdinni. Formaður landskjörstjórnar og dómsmálaráðherra skila viðbrögðum sínum í dag. Kærandi í Neskaupstað krefst ógildingar kosninganna af fimm ástæðum: 1. Kjörseðlar hafi verið númeraðir og auk þess með strikamerki. „Ofangreindur ágalli er brot gegn skráðum og óskráðum meginregl- um um að kosningar skulu vera leynilegar,“ segir í kærunni. 2. Að ekki hafi verið notaðir hefðbundnir kjörklefar heldur pappaskilrúm. „Útilokað er annað en að kjósendur geti hafa kíkt á kjörseðil næsta kjósanda, t.d. þegar þeir standa upp við hliðina á öðrum sem eru að fylla út seðil, eða ganga fyrir aftan hann og horfa yfir öxl hans.“ 3. Ekki hafi verið hægt að skipta um kjördeild eins og venja er í kosningum. 4. Pappakassar hafi verið notaðir í stað hefðbundinna kjörkassa. Kjörkassar skuli vera læsanlegir og þannig frágengnir að ekki sé hægt að ná seðli upp úr þeim án þess að opna þá. Svo hafi ekki verið í þessum kosningum. 5. Ekki hafi mátt brjóta kjörseðilinn saman. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skuli hins vegar brjóta kjörseðla saman til að tryggja leynd kosninganna. Kærandi í Borgarbyggð krefst ógildingar með vísan til sömu atriða og nefnd eru í liðum eitt, tvö og fimm hér að ofan. Þá kærir hann útgáfu kjörbréfa til fjórtán þingmanna af 25, þar sem þeir hafi ekki náð tilskildum sætishlut eða lágmarksfjölda atkvæða. Þeir geti því ekki talist réttkjörnir þingmenn. Loks kærir frambjóðandi úr Reykjavík með þeim rökum að frambjóðendum hefði átt að vera leyft að hafa fulltrúa sinn viðstadd- an talningu atkvæða eins og tíðkist í öllum kosningum. Svo hafi ekki verið og í því ljósi þurfi að endur- telja atkvæðin í höndunum. Fjölmörg kæruatriði PAPPI „Kjörklefarnir“ voru aðskildir með skilrúmum úr pappa. Það eru ekki allir alls kostar sáttir við. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 STÓR HUMAR Ekta Þorláksmessuskata 799 kr./kg.22. des. Innbakaður Humar Skelflettur Humar Súpuhumar Humarsoð frá stjörnukokkinum Jóni Sölva SAMGÖNGUR Jóni Gnarr borgar- stjóra þykir óeðlilegt að herflug og björgunarflug sé skilgreint í sama hóp varðandi lendingarleyfi hernaðarflugvéla á Reykjavíkur- flugvelli. „Þarna er um gjörólíka hluti að ræða. Þetta þarf að vera skýrt í lögum,“ segir Jón. „Þessi áskorun er tilmæli frá borgarráði, sem lýsa vilja okkar. Við leggjumst að sjálf- sögðu ekki gegn því að flugvélar og þyrlur í björgunarflugi lendi á Reykjavíkurflugvelli þegar þörf er á.“ Borgarráð skoraði einróma á utanríkisráðuneyti og flugmála- yfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavík- urflugvöll verði stöðvuð. Verði til- lagan samþykkt þýðir það meðal annars að björgunarþyrlur danska hersins fengju ekki lendingarleyfi á vellinum. Þjóðhöfðingjar sem fljúga í herfylgd fengju heldur ekki leyfi til lendingar á Reykja- víkurflugvelli. „Ef þjóðhöfðingi þarf að koma til Íslands og vill koma í herflug- vél, þá getur hann lent á Keflavík- urflugvelli, keyrt þaðan til Reykja- víkur og í leiðinni séð meira af okkar fallega landi og stórbrot- inni náttúru Suðurnesja,“ segir Jón spurður um það tiltekna mál. „Reykjavíkurflugvöllur á að þjóna innanlandsflugi og það eru engar ástæður sem kalla á að her- flugvélar lendi í Reykjavík, frekar en á alþjóðaflugvellinum í Kefla- vík, þar sem menn eru kannski betur í stakk búnir að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Þá seg- ist Jón persónulega ekki hafa neitt umburðarlyndi gagnvart hernaðar- umsvifum. - sv Ekkert umburðarlyndi gagnvart hernaðarumsvifum: Telur herflug og björg- unarflug ekki það sama JÓN GNARR Borgarstjóri segir að ef þjóðhöfðingjar þurfi að sækja Ísland heim í herflugvélum geti þeir lent í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur þyngt refsingu manns sem dæmdur er fyrir nauðgun í tveggja ára fangelsi. Héraðsdómur Norð- urlands eystra hafði áður dæmt manninn í eins og hálfs árs fang- elsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðin- um sökum ölvunar og svefndrunga. Systir konunnar kom að manninum hafa samfarir við hana þegar hún lá ölvunarsvefni í sófa á heimili þeirra. Maðurinn neitaði sök. Fimm dómarar dæmdu málið og skilaði einn þeirra sératkvæði. Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson hæstarétt- ardómari sagði í sératkvæði sínu að þótt miðað hafi verið við að sjón- arvotturinn hafi séð manninn, sem hún hafi vantreyst mjög, í rökkvaðri stofu viðhafa samfarahreyfingar við systur sína, þar sem hún hafi legið ölvuð í sófa verði við sönnunarmat í sakamáli að hafa í huga þau atriði sem séu ákærða í hag. Ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt manns- ins og því beri að sýkna hann. - jss HÆSTIRÉTTUR Þyngdi dóm yfir manni um hálft ár. Hæstiréttur þyngir refsingu vegna nauðgunar en einn dómari vildi sýkna: Tvö ár í fangelsi fyrir nauðgun UTANRÍKISMÁL Engilbert Guð- mundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Hann mun hefja störf 1. mars næstkom- andi. Engilbert tekur við af Sighvati Björgvinssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2001 og lætur af störfum um áramótin. Þórdís Sigurðardótt- ir, skrifstofustjóri og staðgeng- ill framkvæmdastjórans, mun gegna embættinu þar til Engilbert kemur til starfa. Engilbert hefur starfað við þróunarmál í 25 ár. Hann hefur starfað fyrir dönsku þróunar- samvinnustofnunina og Norræna þróunarsjóðinn. Þá hefur hann starfað hjá Alþjóðabankanum og er deildarstjóri hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Síerra Leóne. - þeb Þróunarsamvinnustofnun: Engilbert fær starf fram- kvæmdastjóra Svipað veitt milli ára Heimsaflinn var tæpar níutíu milljónir tonna árið 2008 og dróst saman um 158 þúsund tonn frá árinu 2007. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansj- ósa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2008 en Íslendingar voru í 18. sæti heimslistans. SJÁVARÚTVEGUR BAGDAD, AP Stjórnvöld í Írak hafa komið sér saman um að hin nýja ríkisstjórn landsins skuli leidd af Nouri al-Maliki forsætisráðherra sjía-múslima. Með því er verið að binda enda á níu mánaða pólítíska baráttu sem ógnaði stöðugleika í landinu. Auk Nouri al-Maliki mynda 29 ráðherrar hina nýju ríkisstjórn landsins. Í henni munu sitja full- trúar sjía, súnnía og Kúrda. Kosningar voru haldnar í Írak þann 7. mars síðastliðinn. - sv Ríkisstjórn mynduð í Írak: Fulltrúar allra hópa í stjórn VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.