Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 24
24 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Drög að nýjum náttúruverndarlögum Hörð viðbrögð hafa komið fram vegna draga að frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlög- um. Óttast ýmsir að með lög- unum sé ætlunin að stöðva eða hindra skógrækt með framandi plöntum. Slíkt stendur ekki til segir umhverfisráðherra. Hert verður á ákvæðum laga um utan- vegaakstur, innflutningur aðskota- plantna og -dýra takmarkaður verulega og vernd merkilegra náttúrufyrirbrigða aukin verði breytingar á náttúruvernd- arlögum sem nú eru til skoðunar að lögum. Þetta eru þau þrjú meginatriði sem nefnd Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra taldi mikilvægt að breyta strax, áður en farið yrði út í heildarendurskoðun á náttúruverndar- lögum. Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra, og hefur nú skilað drögum að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum. Hægt er að gera athugasemdir við drög- in fram til 7. janúar næstkomandi. Þau ákvæði sem búast má við að verði umdeildust snúast um innflutning og dreifingu „framandi lífvera“. Skilgrein- ingin á því hvað átt er við með „fram- andi lífveru“ eru dýr, plöntur, sveppir og örverur sem ekki koma náttúrulega fyrir í vistkerfum landsins. Framandi lífverur eru með öðrum orðum tegundir sem mannskepnan hefur komið hér fyrir af einhverjum ástæðum en ekki lífverur sem voru til staðar við landnám eða lífverur sem borist hafa til Íslands fyrir eigin rammleik. Ekkert sem bannar skógrækt Þetta ákvæði í frumvarpsdrögunum hefur þegar vakið hörð viðbrögð hjá forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins. Þar á bæ óttast menn að bannað verði að rækta upp skóga með öðrum tegund- um en birki og öðrum trjátegundum sem hér þrifust við landnám. „Mér finnst synd að það hefjist strax svona upphlaupskennd umræða um svona mikilvægt málefni þegar fyrst og fremst er verið að freista þess að færa okkar löggjöf til nútímahorfs,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra. „Það er ekkert í þessum drögum að frumvarpi um að til standi að banna skógrækt, hvorki í atvinnuskyni né á vegum áhugafélaga eins og skógrækt- arfélaganna,“ segir hún. „Í drögunum segir að umhverfisráð- herra geti ákveðið að vissar framandi tegundir megi flytja inn án leyfis og að skrá yfir þær tegundir verði birt. Það er gert ráð fyrir því að helstu skógræktar- Skógræktin mun fá að blómstra áfram Það er ekk- ert í þessum drögum að frumvarpi um að til standi að banna skóg- rækt, hvorki í atvinnuskyni né á vegum áhugafélaga eins og skóg- ræktarfélag- anna. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐ- HERRA FRAMANDI LÍFVERA Lúpína er skilgreind sem framandi lífvera í drögum að nýjum náttúruverndarlögum og skýr ákvæði verða í lögum sem heimila að gripið verði inn í ógni slíkar plöntur líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í drögum að frumvarpi um breytingu á náttúruverndar- lögum er ákvæðum um utanvegaakstur breytt. Ákvæði þeirra laga sem nú eru í gildi hafa verið harðlega gagn- rýnd af áhugamönnum um náttúruvernd, þar sem þau hafa ekki dugað til að stemma stigu við utanvegaakstri. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að bannað verði að aka utan löglega skilgreindra vega. Þegar er hafin vinna við að skilgreina nákvæmlega hvað séu vegir sem heimilt sé að keyra eftir, og hvað sé slóði sem ekki á að vera leyfilegt að aka eftir. Í dag er hugtakið vegur skilgreint eins í náttúruvernd- arlögum og í umferðarlögum, þar sem það er skilgreint mjög vítt. Það hefur leitt til þess að menn sem grunaðir hafa verið um utanvegaakstur hafa verið sýknaðir á þeirri forsendu að ekki sé hægt að taka af allan vafa um að þeir hafi ekið á slóðum sem ekki hafi verið heimilt að aka um. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir ljóst að talsverðan tíma geti tekið að koma upp nákvæmu korti yfir alla vegi og slóða sem heimilt verði að aka vélknún- um ökutækjum. Þar geti komið upp ólík sjónarmið sem hlusta verði á. „Þetta er alltaf snúið. Það er ekki gata þegar ein rolla gengur milli þúfna, en þegar þær eru orðnar tíu er það orðinn troðningur, og á það svo til að verða fljótlega í framhaldinu að slóð fyrir mótorhjól. Þetta er lifandi kerfi, en um leið má það ekki vera þannig, eins og það er orðið víða á Reykjanesskaganum, að það er þéttriðið net af slóðum. Skilgreiningarnar munu ekki síður snúast um að ákveða hvað er ekki vegur,“ segir Svandís. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að slíkt kort verði tilbúið um mitt ár 2016. Þangað til kortið kemst í gagnið verður heimilt að aka vélknúnum ökutækjum á „greinilegum vegslóðum sem að staðaldri eru notaðir til umferðar vélknúinna ökutækja“. Áfram verður heimilt að aka utan vega á jöklum og um snævi þakta jörð svo framarlega sem jörð sé frosin. Það undantekningarákvæði er þó nákvæmar orðað en áður. Nú verður að vera augljóst að aksturinn valdi ekki hættu á náttúruspjöllum. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir akstur utan vega þegar snjór er yfir ófrosinni jörð, sem þekkt er að getur valdið miklum umhverfisspjöllum. Hert verulega á reglum um akstur utan vega UTAN VEGAR Mikil spjöll eru unnin ár hvert með utanvega- akstri. Sárin sem slík spjöll skilja eftir sig geta verið áratugi að jafna sig. MYND/UMHVERFISSTOFNUN Fyrirhugað er að styrkja orðalag lagagreinar um vernd sérstakra náttúrufyrirbrigða í náttúruverndar- lögum. Í lögunum á að vernda sér- staklega merkileg náttúrufyrirbæri og banna rask á þeim nema brýna nauðsyn beri til. Þau náttúrufyrirbrigði sem njóta eiga verndar eru: ■ Eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar. ■ Votlendi á borð við flóa, flæði- mýrar, sjávarfitjar og leirur yfir 10 ferkílómetrum og stöðuvötn og tjarnir yfir einum ferkílómetra. ■ Fossar og nánasta umhverfi þeirra. ■ Hverir og aðrar heitar uppsprett- ur, lífríki sem tengist þeim og úrfellingar á borð við hrúður og hrúðurbreiður. ■ Birkiskógar og leifar þeirra. Ákvæði um vernd þessara fyrirbæra er þegar í náttúruverndarlögum, en nú verða smærri votlendissvæði en áður vernduð, og ákvæði um vernd birkiskóga kemur nýtt inn í lög, samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlög- um. „Með þessu ákvæði er ætlunin að styrkja stöðu náttúrunnar í íslenskri löggjöf. Við viljum að það sé skýrara að ef gengið er á rétt náttúrunnar með einhverjum hætti þá höfum við valdheimildir til að bregðast við því,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. „Við höfum haft mjög veika stöðu, til dæmis þegar ákveðið hefur verið að fara með veg yfir hraun sem er á náttúruminjaskrá, fara í námugröft utan í hlíðum fjalla, eða önnur slík inngrip í náttúruna. Við höfum ekki haft þær valdheim- ildir sem hefur þurft til að grípa inn í slíkar framkvæmdir þótt um sé að ræða svæði sem eru vernduð samkvæmt lögum eða eru á nátt- Vilja skýrar heimildir til inngripa HVERAVELLIR Hverir og aðrar heitar uppsprettur verða áfram verndaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is og landgræðslutegundir verði á þeim lista,“ segir Svandís. Sama á við um garðrækt, til dæmis á sumarbústaðalóðum, segir Svandís. Ekkert banni eigendum sumarbústaða að rækta upp sínar lóðir hér eftir eins og hingað til. Í frumvarpinu sé verið að tala um verndun villtrar náttúru. Þó verði að hafa í huga að garðplöntur sem geti dreift úr sér geti skapað vandamál, eins og bjarnarkló, skógarkerfill og lúp- ína. Svandís segir að ekki þurfi að koma á óvart að búfé verði undanþegið lög- unum. Það helgist af því að innflutn- ingur á búfénaði heyri undir landbún- aðarráðuneytið, og því ekki á valdsviði umhverfisráðherra eða laga um nátt- úruvernd. Í frumvarpsdrögunum eru einnig ákvæði um að ekki megi flytja innan- lands plöntur og skepnur til svæða þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir, ef ástæða sé til að ætla að þær muni ógna líffræðilegri fjölbreytni á svæðinu. Svandís segir að ekki megi lesa of mikið í þetta ákvæði. Til dæmis sé varla hægt að ímynda sér að með því að rækta birkiskóg á svæði þar sem birki sé ekki fyrir sé möguleiki á því að líf- fræðilegri fjölbreytni sé ógnað. Ákvæð- ið muni líklega helst nýtast til að koma í veg fyrir mögulegan flutning á lifandi fiskum milli vatnasvæða. Ákvæði sem banna flutning lifandi dýra og plantna til landsins og jafnvel milli landshluta eru partur af umhverf- islöggjöf víða um heim, segir Svandís. „Þetta er hluti af umræðunni um líf- fræðilega fjölbreytni, vegna þess að það sem ógnar aðallega líffræðilegri fjöl- breytni eru einmitt ágengar framandi tegundir sem fara inn í vistkerfin og rugla þau,“ segir Svandís. „Þetta er partur af þeirri löggjöf sem við verðum að færa til nútímahorfs, eins og okkar nágrannaþjóðir hafa verið að gera á undanförnum árum.“ Leyfi til að útrýma Í drögunum að lagafrumvarpinu eru ákvæði sem heimila umhverfisráð- herra að grípa til harkalegra aðgerða ógni „framandi lífverur“ líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Þannig getur ráðherra, að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar og eftir föngum annarra stofnana, ákveðið að útrýma tegundum, koma á þær böndum eða hefta útbreiðslu þeirra með öðrum hætti. „Okkur hefur svolítið skort skýrar heimildir til að grípa inn í, gerist þess þörf. Hér eru slíkar heimildir skil- greindar nákvæmlega,“ segir Svandís. Hún segir átak til að hefta útbreiðslu lúpínunnar, sem þegar er hafið, dæmi um slíkar herferðir. Þá sé í gangi til- raun með að útrýma minkum á Snæ- fellsnesi og í Eyjafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.