Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 30
30 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓRM eð lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upp- lýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkis- endurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að fram- bjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á fram- boðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmála- menn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostn- aði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskap- inn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjós- endum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmála- fólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og kraf- an um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátt- takenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trú- verðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkind- um tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Innan við helmingur frambjóðenda frá í vor hefur gert grein fyrir kostnaði við prófkjör. Tækifæri til að bæta ímyndina SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Það hefur vart farið framhjá mörgum að menntakerfið í landinu stendur frammi fyrir gríðarlega miklum niðurskurði á næstu misserum. Fjárhæð sú sem Háskóla Íslands er gert að skera niður um er ugg- vænleg og má með nokkurri vissu segja að eftir standi menntastofnun á brauð- fótum. Háskólaráð Háskóla Íslands sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem nefndar voru þær aðgerðir sem háskóla- yfirvöld telja sig knúin til að framkvæma vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Efst á blaði eru fyrirhugaðar aðgangstakmarkanir og hækkun á skrásetningargjöldum. Þau úrræði sem fram koma í yfirlýsingu Háskólaráðs verður að líta á sem sérstök neyðarúrræði til þess að bregðast við gríð- arlega hárri niðurskurðarkröfu stjórn- valda. Óljóst er með hvaða hætti aðgengi einstaklinga til ástundunar náms við Háskóla Íslands yrði takmarkað. Það er þó enn fremur ljóst að sama hver útfærslan yrði í þeim efnum gengi hún þvert á stefnu stjórnvalda um opinn og aðgengilegan ríkisháskóla. Það er jafnframt mat Stúd- entaráðs að hækkun skrásetningargjalda muni einungis leiða til háskólamenntun- ar hliðhollari hinum efnameiri. Skertum fjárframlögum ríkisins til Háskóla Íslands yrði þannig mætt með því að seilast dýpra ofan í vasa stúdenta. Stúdentaráð fagnar því að heimild til hækkunar skrásetning- argjalda hafi ekki enn verið veitt af hálfu stjórnvalda og leggst eindregið gegn því að slíkar hugmyndir hljóti brautargengi þrátt fyrir ítrekun Háskólaráðs þar að lútandi. Róður stúdenta og yfirvalda Háskóla Íslands gegn niðurskurðinum hefur verið þungur. Með hliðsjón af yfirlýs- ingu Háskólaráðs er augljóst að niður- skurðarkrafa stjórnvalda er einfaldlega alltof há og gengur nærri grunnstoð- um Háskóla Íslands. Í núverandi árferði kann niðurskurður að vera óhjákvæmi- legur upp að vissu marki en stjórnvöld verða að horfast í augu við afleiðingarnar ef fram skal ganga án nokkurrar íhlutun- ar þeirra. Stúdentaráð hefur meðal annars bent á aðra hagræðingarmöguleika innan menntakerfisins sem dregið gæti verulega úr niðurskurði í fjárframlögum til Háskóla Íslands. Vísast í þeim efnum til skýrslu sem Stúdentaráð gaf frá sér fyrr í haust og má nálgast á vefsíðunni verjummennt- un.is. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar nú á stjórnvöld að skarast í leikinn og tryggja áframhaldandi stöðu Háskóla Íslands sem burðug menntastofnun í íslensku samfé- lagi. Háskóli Íslands í neyð Menntamál Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Hneykslast á hneykslunar- gjörnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritstjóri Smugunnar, gerði hneykslunargirni náungans að umtalsefni í pistli í gær. Tók hún dæmi af frétt Stöðvar tvö í síð- ustu viku þar sem rætt var við konu sem leitaði eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni, þrátt fyrir að hafa um 400 þúsund krónur í bætur frá hinu opinbera. „Netverjar köstuðu sér yfir konuna með öllum þeim djöfulmóð og munnsöfnuði sem aðeins aðventan og andi jólanna nær að kalla fram hjá annars vammlausu fólki,“ skrifar Þóra. Hún játar þó að hafa sjálf „undrast“ yfir að viðkomandi öryrki hefði sagt sögu sína í sjónvarpinu. Undrunin Þóra Kristín lýsti þeirri undrun einmitt í pistli á Smugunni í síðustu viku undir yfirskriftinni „Kreppan og heimskan“. Þar skrifaði hún meðal annars um sömu manneskju, sem hún tók upp hanskann fyrir í gær: „Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort? Við erum fjórða feitasta þjóð í Evr- ópu og örugglega ein sú gráðugasta. En ætli við séum líka fjórða vitlaus- asta þjóð í Evrópu.“ Hvað þarf að ganga á? Ef þessi framsetning er dæmi um einfalda undrun, en ekki hneykslun- argjarnan netverja sem kastar sér á fólk „með djöfulmóði og munnsöfn- uði,“ hvað þurfa menn þá að ganga langt til að falla í þann flokk? bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.